Verkamaðurinn - 06.08.1921, Síða 2
90
VERKAMAÐUfclNN
Borg
kom í fyrrakvöld. Meðal farþega voru
Erlingur Friðjónsson kaupfélagssljóri,
er kom frá Rvík og séra Rögnvaldur
Pétursson með fjölskyldu, frá Ameríku,
Trúlofun
sína opinberuðu í Reykjavík 26 f. m.
ungfrú Ingibjörg Steinsdóttir og Ingólf-
ur Jónsson (Friðfinnssonar) stúd. júr.
Frá Rússlandi.
Verslunarsamnlngar Bolsivika.
Altaf heyrast raddir um það að alt
gangi enn á tréfótum í Rússlandi hung-
ur og kuldi strádrepi fólkið og alt logi
í innanríkisstyrjöldum. , En þeir menn,
sem þetta segja nú, eru hrapalega á
eftir tímanum. Borgarastyrjöldum er nú
lokið fyrir ári síðan; þótt Bandamenn
sendu hvern herinn á fætur öðrum
tókst Bolsivikum að sigra þá alla. Af
erlendum þjóðum berjast Rússar nú sem
stendur opinberlega að eins við Japana
(leynilega auðvitað á móti öllum auð-
mannastjórnum). Úr neyðinni hefir af-
skaplega mikið verið bætt með aukinni
framleiðslu, svo sem sjá má af skýrsl-
um stjórnarinnar (sbr. »Ástandið í Rúss-
landi< f síðasta blaði). Og eitthvað er
til í Rússlandi, því ensk skip ganga nú
milli Rússlands og Englands fullfermd
báðar leiðir, og rfkin gera nú hvert á
fætur öðru verslunarsamninga við Rússa.
í Englandi voru pantaðar vörur fyrir
5 milj. sterlingspunda, í Pýskalandi fyrir
3000 milj. marka, í Svíþjóð fyrir 50
milj. króna og í Bandarfkjunum fyrir
10 milj. dollara. Árás hefir komið fram
á ensku stjórnina fyrir samningana, sem
þykja Rússum í hag. Er þar spurt,
hvort Bolsivisminn sé að múta auð-
valdinu til að eyðileggja sjálft sig. Kveð-
ur þar við annan tón en í auðvalds-
blöðunum hér, sem segja, að Lenin sé
að »kasta sér í fangið á Kapitalism-
anum«.
Sovjet-stjórnfn
í Moskwa hefir nú gefið út tilskip-
anir um, að húsaleiga skuli afnumin og
að bókum og blöðum skuli útbýtt ó-
keypis meðal alþýðu. Endurbótum hjá
þeim fjölgar nú sífelt, og þeim virðist
ætla að ganga betur að reisa við sitt
lýðveldi en auðvaldsinnunum í stórveld-
unum.
Alþjóðasamband
Kommunista — 3. Internationale —
vex sífelt. Norðmenn gengu flest allir
f það í vetur, eins og menn vita. Kom-
munista flokkurinn í Bæheimi, sem telur
minst 450,000 meðlimi, samþykti á
fundi í Prag, að ganga í sambandið.
Voru 562 með, en 7 móti. Jafnaðar-
menn í Rúmeníu samþyktu nú á sam-
bandsþingi sfnu að ganga f 3. Inter-
nationale, með 432 atkv. gegn 111. í
verkalýðsfélðgum, þeim sem tilheyra 3.
Internationale, eru 23 milj.
Krapotkin,
frægi rithöfundurinn rússneski, erný-
Iega dáinn, svo sem kunnugt er. Ráð-
stjórnin í Moskwa ákvað að heiðra
minningu hans á ýmsan hátt. Ætla
þeir að stofna bókasafn, er beri hans
nafn, hús hans er ættingjum hans gefið
til minningar nm hann, gata ein fjölfar-
in er kölluð eftir honum, en svo hafa
Bolsivikar og ákveðið, að gefa út ðll
rit hans á rússnesku. Hin frægustu
þeirra eru: »Endurminningar anarkist-
ans«, »Baráttan fyrir brauðinu*, »Vinna
handarinnar og heilans* og »Samhjálp«.
Auk þess skildi hann eftir stórt rit um
siðfræði, sem hann hefir ritað síðustu
ár æfinnar.
Hálft býlið Lundeyri
í Glerárþorpi fæst til kaups nú þegar. Lysthafendur semji við
Gísla R. Magnússon.
Ráðstjórnarlýðveldin
(Sovjet-lýðveldin) eru nú 12 að tölu
og eru í sambandi sín á milli. Pað
eru: Rússland Bolsivikama, Hvíta Rúss-
latid, Síbería, Karelía, Ukraine, Kirgisia,
Buchara, Khiva, Tataria, Aserbeidschan,
Turkestan og Bascþkirsia. Stærð þeirra
er til samans 18 milj. ferkílómetrar,
helmingi stærri en Evrópa. íbúatalan
er 120 miljónir.
Austur-Síbería
(Sovjet-ríkið) hefir nú afnumið eign-
arrétt einstakra manna á jörð. Notk-
unarrétt geta einstakir menn og sam-
vinnufélög fengið hjá ríkinu.
Kommunistar í Persíu
styðja núverandi stjórn þar í því, að
losa sig við yfirráð Englands. Hallast
nú Persar að því, að leita stuðnings
hjá Sovjet-Rússlandi. Stóreignamenn
persneskir eru teknir höndum hópum
saman og eignir þeirra hátt skattlagðar.
Ríkið hefir tekið að sér margar stór-
eignir og komíð upp ríkisbanka með
aðstoð Rússastjórnar.
Frú Margrét Rist,
kona Lárusar Rist kennara, dó úr in-
fluensu þ. 5. Ágúst. Hún dó frá 7
börnum, öllum í ómegð, svo missirinn
er hinum eftirlifandi ákaflega sár.
Dáin:
Ekkjufrú Puríður Kjartansdóttir and-
aðist 1. f. m. að heimili tengdasonar
síns, Stefáns Sigurðssonar kaupmanns
hér í bæ, 90 ár að aldri. Hún var
ekkja Jóns próf. Jónssonar, er síðast
þjónaði að Hofi í Vopnafirði.
Skonrok, Kringlur, Hveiti,
Smjörlíki, p tegundir,) Mælikvarðar,
•*
(Tommustokkar,) Smellur <■«Vasaklútar,
Steinolía, Kristalsápa, Stanga-
sápa, margar tegundir o. fi. nýkomið.
Kaupfélag Verkamanna
Mikil verðlækkun!
í
Sápubúðinni á Oddeyri.
* Strandgata 5 Sími 82.
Ágæt krystalsápa V2 kg. 0,60
Sódi - - 0,14
Marseillesápa — — 0,52
Sápuspænir — — 1,65
Do. í kössum 0,90
A. B. C. sápa, stykkið 0,62
Jurtasápa stór stykki 0,40
Standarðsápa stór stykki 0,40
Skúringaburstar ágætir frá 0,55
Gólfskrúbbar ágætir frá 0,95
»Lessive Ludpulver« 0,50
Pvottaduft »Bedste« x/t pk. 0,48
Do. — 1/2 - 0,30
Do. Sodanok V1 — 0>46
Do. - V2 - 0,27
Skúringaduft 0,27
Salernispappír stk. 0,70
Fægiefnið »Gull« frá 0,40
Marseille úrgangssápa V2 kg. 0,52
Mikið úrval af handsápum.
800 kg. hvít blautasápa seld nú á 0,39 V2 kg-
1000 kg. úrgangs handsápa á 1,00 72 kg.
Mikið úrval af allskonar burstum og sóþum og hár-
greiðum og hár- og fataburstum. Krydd í mat og kökur.
Mikið úrval af svömpum.
fóhann Frtðfinnsson frá Árgerði í
Eyjafirði andaðist á Landakotsspítala
30 Júní s. I. eftir langa legu, ungur
efnismaður ókvæmtur.
Garðar Jónsson (bónda í Möðrufelli
í Eyjafirði), er og nýlátinn, unglings-
maður efnilegur.
Sigurbjörg Lindroth, kona H. Lind-
roth spunameistara við klæðaverksmiðj-
nna á Álafossi er nýdáin. Hún var dótt-
ir Helga sál. Benidiktskonar skipstjóra,
alin upp hér á Akureyri og nýlega flutt
suður.
Sigurlaug Jakobsdóttir (Jakobssonar
skipstjóra) dó hér á sjúkrahúsinu 8. f.
m. Unglings stúlka innan við tvítugs-
aldur.
Filipla Pálsdóttir kona Einars Björs-
sonar ökumanns hér á Oddeyri, dáin20. f.
m. úr inflúensu. Hafði lengi verið far-
in að heilsu.
Eyvör Tímoteusardóttir húsfreyja á
Hörmulegt slys
vildi til hér aðfaranótt Sunnudagsins
24 Júli. Magnús Franklín kaupmaður
hafði verið á sjó um nóttina, en um
morguninn fanst bátur hans mannlaus
á reki. Álíta menn að slysið hafi viljað
til um kl. 5 um morguninn. Líkið hef-
ir ekki fundist enn þá. Magnús sálugi
var dugnaðarmaður og vel látinn. Hann
lætur eftir sig ekkju og ungbarn.
Sigurgeir Jónsson söngkennarl
varð fyrir því slysi 25 f. m. að lalla
niður af loftpalli á húsi, sem hann var
að vinna við. Meiddist hann mjög mik-
ið, lærbrotnaði og skaðaðist í hendi
og mun því miður líða langt áður
hanu nær sér aftur.
Arthur Gook trúboði
er kominn heim úr sutnarferðalagi
sínu. — Samkomur hefjast á Sjónarhæð
annað kvöld kl. 5.
Wienerbrauð
eins og þau eiga að vera
verða fyrst um sinn til í brauð-
búðum mínum á sunnudaginn
kl. 12 á hád.
A. Schiöth.
Giftingar.
Sunnudaginn 17 f, m. voru gefin
saman á Sauðárkrók Júlíana Friðriks-
dóttir hjúkrunarkona og Haraldur Björns-
son verzlunarmaður. — Sunnudaginn
24 f. m. voru gefin saman í Saurbæ í
Eyjafirði ungfrú K. Christensen og Jón
S. Espholín. — 26 f. m. voru gefin
saman í borgaralegt hjónaband hér í
bænum Pórleif Pétursdóttir Jónssonar
ráðherra) og Jón Norland læknir frá
Haramsö, Ranmdalsfirði í Noregi. Fóru
hjónin út með »Sírius.«
Brimnesi er og nýlátin úr inflúensunni, -----------—........................
Ung kona og gerfileg. Prentsmiðja Björns Jónssonar,