Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.02.1922, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 21.02.1922, Blaðsíða 1
9 E R H 9 M ð 9IIRIN H Ritstjóri; Halldór Friðjónsson. V. árg. Akureyri, Priðjudaginn 21. Febrúar 1922. j 3. tbl. I. O G. T. Stúkan Brynja No. 99 heldur fund á venjulegum stað, annað kvöld kl. 8. Félagar mæti stundvíslega. /Eðsti Templar. Milli tveggja elda. Síðan verðfallið á framleiðsluvör- um vorum hófst og lömun atvinnu- veganna fór að verða áberandi, hefir veikalýður þessa lands verið staddur milli tveggja elda. Meðan verðhækkunin var samferða á öllum sviðum og atvinnuleysið gei ði ekki vart við sig, hækkaði kaup- gjaldið mótstöðulaust, þó það væri jafiian á eftir dýrtíðinnij Allar ástæð- ur vóru með því, að hlutur verkalýðs- ins þyrfti að vaxa, og hann óx eðli- lega og hljóðalítið. Lækkun kaupgjaldsins hefir reynst meiri örðugleikum bundin, því á því sviði hafa togastátvö öfl; öðru meg- in þörf verkalýðsins, sem háð hefir veiið dýrtíðinni, og hinu megin krafa uni ódýrt vinnuafl frá þeim, er borið hafa fjárhagslega ábyrgð á rekstri at- vinnuveganna. Orsökina til þessarar togsperru er að sækja til þeirra staðreynda, sem krept hafa skó þjóðarinnar s. 1. ár, ; þeirra, að afurðir lands og sjávar féliu í verði áður en dýrtíðin, sem skapast af verðlagi útlendra vara, hafð' náð hámarki. Kaupgjaldsmálið hefir verið sótt og varið og ýmsum veitt betur, Á þeim viðskiftum hefir verið glundroðasvip- ur, eins og svo mörgu fleira hjá oss, enda er hér að ræða um það atriði. sem er meira vandamál en almenn- ingur gerir sér ljóst. Sú eina tilraun, sem gerð hefir verið hér á landi, til að koma skipu- lagi á kaupgjaldsmálin, eru samningar ar verkalýðsfélaganna og vinnukaup- enda í Reykjavík, þótt þeir samningar hafi verið molakendir, og grundvöll- urinn, sem þeir eru bygðir á, hálf- gert kviksyndi, þá hafa þeir þó kom- ið því til leiðar, að þeir, sem hlut hafa átt að málum, hafa borið saman ráð sín, og fengist til að hafa opin augu fyrir hvers annars þörfum. Rar sem svo er málum skipað, er ekki hægt að segja að baráttan sé háð út í loftið — án tillits til allra ástæðna. Þó hafa samningsaðilarnir þar syðra ekki síður en aðrir, rekið sig á það skerið, sem gerir framkvæmd samn- ingamálanna óhæga, og það er mis- vægi verðfallsins og fjárhagsörðug- leikarnir. Gagnvart því atriði standa allir jafnir — allir jafn ráðþrota, Samningsaðilarnir þar syðra hafa miðað kauphæðina við verðlag nauð- synjavara, eftir uppgjöf Hagstofunnar. Með þessu er fengin viðurkenning fyrir því, að verkalýðurinn þurfi að sníða verðlag vinnunnar eftir verði neytsluvaranna. Fái hann ekki kaup í hlutfalli við dýrtíðina, sé hagur hans í voða og þjóðarhætta á ferðum. En þó þessi viðurkenning sé feng- in, er eftir að leysa hina þrautina — meta gjaldþol atvinnuveganna. Um það atriði hefir deilan staðið og mun standa, þar til jafnvægi kemst á verð- lag aðfluttra og innflutra vara, en út- litið spáir öllu öðru, en sú gullöld sé í nánd. Hér á eftir skal gerð lítilsháttar tilraun til að draga fram þær línitr, sem geti skýrt óstand þessara mála nú, þótt ekki verði til annars en þess, að fá almenning til að athuga þessi deilumál frá sem flestuin hliðum. Athugun verður altaf að ganga á undan athöfnunum, ef vel á að fara. Grundvöllurinn, er Hagstofan bygg- ir athuganir sínar á, er sá að fyrir stríðið — 1914 — hafi jafnvægi ver- ið á verðlagi varanna, aðfluttra, og útfluttra, og þá verður líka að ganga út frá, að kaupgjald hafi verið í samræmi við það, þó það atriði hljóti altaf að verða álitamál. Samkvæmt skýrslu hagstofunnar í Janúar þetta ár, hafa þær 58 vöru- tegundir, er skýrslan greinir, hækkað að meðaltali um 218°/« síðan 1914, eða er með líku verði nú og 1918, rétt áður en ófriðnum lauk. Hafi því samræmi verið á miili kaupgjalds og vöruverðs fyrir stríðið, ætti það, kaup- gjaldið, að vera 218°/o hærra nú, en það var 1914. Þó er þess að gæta, að í skýrslu Hagstofunnar er fatnaður skótau, húsaleiga o. fl. sem eru þung- ir útgjaldaliðir á kaupstaðarbúum, ekki tekið með. Pá er að líta á verðlag innlendra afurða fyr og nú, og er þar farið eftir þeim bestu heimildum, sem fyr- ir hendi eru. 1. Sjávarafurðir Saltfiskur Nr. 1 skipj Síld tunnan Lýsi kg. 2. Landb.afurðir: Kjöt kg. Ull — Gærur — Smjör — Tólg - Mör — Mjólk líter Skyr — Lainbsslátur Verðlagið á ofantöldum tegundum er tekið eftir upplýsingum frá kaup- Haustið Haustið 1914. 1921. x 70 kr. 165 kr. 15 — 40 — 30 au. 50 au. 60 au. 130 au. 190 — 200 — 85 70 — 150 450 — 50 — 250 — 50 — 240 14 45 — 20 — 60 60 — 250 — sýslumönnum hvað þær vörur snert- ir, er fluttar eru út. Verðið á hinum teg. er miðað við það, sem þær voru seldar hér í bænum 1914 og 1921. Má vera að eitthvað lítilsháttar skakki með verðið, en það er aldrei mikið. Á töflunni má sjá, að þær vörurnar sem út eru fluttar, eru tiltölulega lægri en þær, sem seldar eru í landinu, og stafar þetta eðlilega af því, að aðkeypt- ar vörur eru í svo háu verði. Eftir því, sem erlendar vörur kosta meira, þess meira virði eru þær vörur lands- mönnum, sem framleiddar eru í land- inu, að svo miklu leyti sem þær geta komið í stað erlendra nauðsynjavara. Kjötið, sem selt var innanlands s. I. haust, var líka selt um 30 aurum hærra kg. en erlenda verðið er. Líka er óhætt að reikna þann hluta sjáv- arafurðanna, sem notaður er í land- inu, hærra verði, en erlenda verðið bendir til. Annars er ilt að byggja á grundvelli verðlags á útflutningsvör- um, eins og þar er alt á hverfandi hveli, og hlýtur því að verða notað- ur slumpareikningur að miklu leyti. En þegar þær frumlínur, sem sýndar eru hér að framan; eru athugaðar, getur hver einstaklingur myndað sér nokkurn veginn sjálfstæða skoðun um það, á hvaða punkti kaupgjald verka- lýðs á nú að standa, ef taka á tillit til dýrtíðar annars vegar og aðstöðu atvinnuveganna hinu meginn. Verður þó í næsta kafla greinar þessarar leitast við að benda á niðurstöðuat- riði , þegar ýms aukaatriði, sem áhrif hafa á þetta mál, hafa verið athuguð. (Framh.) Það tilkynnist hér með vinum og vandamönn- um, að jarðarför Magnúsar sál. Sigurðssonar frá Naustum, fer fram frá kirkjunni Laugar- daginn 25. þ. m. kl. 1. e. h. Aðstandendur. Ekkert markvert að frétta af Alþingi. Likur taldar d að stjórn- in sitji dfram. Búist við frum- varpi frá henni um tilstökun við Spánverja. Tveir islenzkir togarar teknir i landhelgi. Draupnir, sektaður um 18 þús. kr., afli og veiðar- fœri upptækt. Kári, sektaðar um 4 þús. krónur. (Fréttar. V.m.) Símfréttir. Rvlk i gœr. Mótmœlendur og kaþólskir menn berjast i Irlandi. Valera vex fylgi. Stjórn Þýskalands varð að samþykkja kröfur járnbrautar- verkfallsmanna- Fékk hún traust- yfirlýsingu hjá þinginu með 35 atkvœða meiri hluta, þótt búist vœri við því gagnstœða. Indlandsstjórn hefir skipað að handtaka Oandi uppreistarfor- ingja. England vill afsala sér um- ráðarétti yfir Egyftalandi. Forvextir Englandsbanka eru nú 4lh°lo. Alþingi var sett 15. þ. m. eins og lðg stóðu til. Forseti sameinaðs þings var kosinn Sig Eggerz, forsetri neðri deildar Bene- dikt Sveinsson, forseti efri deildar Guðm. Björnsson. Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkarnir munu hafa haft samvinnu við forsetakosningar. Einnig er talið að þeir flokkar muni starfa í félagi að bjargráð- um á verzlunarmálasviðinu. Mörgum sögum fer um stjórnina áfram. Sumir bjuggust við að hún mundi segja af sér í þingbyrjun, aðrir, að koma myndi fram vantraustsyfirlýsing á hana áður langt liði, en skeytiti í gær gera ráð fyrir að hún sitji áfram. Kosningin í Suðurþingeyjarsýslu hafði verið af- arvel sótt. Kusu */* kjósenda í mörg- um hreppum sýslunnar. Atkvæðatala fer fram á Fimtudaginn Póstarnir. Austanpóstur á að koma í dag. Vest- anpóstur fer á Laugardaginn. Húsbruni. Nýlega brann stórt hús á Norðfirði. Um 30 manns urðu húsviltir. Fregnir óljósar af brunanum. »Goðafoss« kom hingað á Fimtudagskvöldið var. Fór aftur á Föstudagskvöld. Með skip- inu var lík Péturs heitins atvinnumála- ráðherra. Var það sett í land á Húsa- vík. Jarðarförin fer fram að Skútustöð- um á Fimtudaginn. E. s. »Activ« koni hingað rétt fyrir helgina. Tók fisk. Fór héðan beina leið til Rvíkur.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.