Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.06.1922, Page 1

Verkamaðurinn - 13.06.1922, Page 1
Friðjónsson. 9ERR9M9 V. árg. Ritstjóri: Halldór Akureyri, Priðjuudaginn 13. Júní 1922. 21. tbl. Eigum við að drukna. Fyrv. stjórn og Alþingi hefir gengið svo frá SpáHarmálinu, að auðséð er að bannlögin eigi að vera úr sögunni að ári liðnu. Ef þjóðin á ekki að kasta sér aftur í fang áfengisbölsins, verður hún að taka til sinna ráða og sýna þeim, sem áður hafa farið með málið fyrir oktw hönd, að það, seita ekki er eð fínna í konungsranni, er til í karlskot- unum upp til dala og út með sjó. Varn- arlaus hefir þjóðin verið stimpluð, sem lítilsigld og reikandi í ráði, sem þjóð, er selji fyrirvaralaust sjálfstæði sitt ogþjóð- arrétt fyrir lítilsháttar fjárvon, eða þori ekki annað en kvika þegar frá innan lands löggjöf, ef einhver stærri þjóð skipar henni það. Þannig gekk síðasta Alþingi frá málum. Og andbanningar erlendis hafa kunn- að að nota sér gæsina, Það hefir verið símað út um gervallan heim, að Í3land fyrsta bannland heimsins, hafi kastað banninu frá sér sem ómögulegu. F*eim mörgu og mætu mönnum, sem sýnt hafa þjóð okkar virðingu og stuðning f deilunni við Spánverjj, eru fluttar þær fréttir héðan að heiman, að við höfum hvorki treyst þeim né trúað og okkur finnist það ekki ómaksins vert að berj- ast til þrautar fyrir því máli, sem þeir hafi álitið okkur helgast. Pað fylgir ekki fréttunum, hvernig málið var undir- búið, eða að fulltrúaþing okkar hafi afnumið bannið að þjóðinni fornspurðri. Alls ekki. Heldur er þeim manni, sem me*ta á sökina í þessu máli, hampað, sem þjóðarfulltrúaefni, og andbanninga- blöðin islensku segja hann hafa mest fylgi allra hjá þjóðinni. þeir, sem einn sinni hafa fengið aðstöðu til að hrækja í andlit almenningi, víla ekki fyrir sér að sparka í hann á eftir. En getur þá islenska þjóðin nokkuð gert? Já, hún getur gert margt og mikið — og gerir það, éf hún fylgir fram til sig- urs því, er innra býr með henni. Fyrsla og sjálfsagðasta verkið, sem fyrir liggur, er að fella lista þann, sem hefir Jón Magnússon fyrv, forscetisráð- ráðherra að efsta manni, hispurslaust og greinilega við landskjörið i sumar. Með því verður þjóðin búin að gara upp sakirnar við hann og þá menn, er dirfst hafa að storka aimenningi með því að bjóða hann fram, í bráðina, og sýna, að hann eigi að liggja óhelgur fyrir framkomuna í Spánarmálinu. Að þessu á almenningur að ganga með fullri einurð og festu. Annað liggur samhliða fyrir og það er, að almenningur bindist víðtcekum samtökum til að verjast gegn drykkju- fárinu, sem upplausn bannlaganna hefir <■ för með sér. Pessum samtökum verða beztu menn hvers héraðs að haga eftir því, hvað þeir álíta að komi að bestu gagrii á hverjum stað. Starfið á þessu sviði er mikið og ætti að vera ljúft hverjum góðum fslendingi. Priðja atriðið, sem almenningur má ekki vanrækja, er að krefjast þess ein- dregið af þeim alþingismönnum, sem þvi miður eiga að skipa ncesta Alþingi, að þeir sýni meiri fesiu og fáðdeild í athöfnum en á siðasia þingi, og láti efcki bngast af ófyrirleitnum ágangi ó- vina þjóðarinnar, sem ekki geta hugsað sér haua öðruvísi en liggjandi í niður- Iægingardýki ofdrykkj'ueymdarinnar. Slík hneisa henti fulltrúa þjóðarinnar á síð- asta þingi og kjósendur verða að láta þá vita, að þeir þoli ekki orðalaust þess háttar framkomu. Fjórða atriðiðið liggur fjarst, en þó ekki svo fjarri, að ótímabært sé að minnast á það hér, og það er, að tryggja sér þingmannsefni til nœstu kosninga (1923), sem tfeystandi er til að fram- fylgja vilja þjóðarinnar. Þetta eru helstu og sjálfsögðustu atriðin, sem almenningur á að vinna að, og auk þess margt fleira, sem góðum ein- staklingum þjóðarinnar er Ijúft að vinna fyrir þetta mál. Slarf almennings hlýtur að fara fram innbyrðis með þjóðinni. hann hefir ekki aðstöðu til að beita sér út á við eins og sakir standa; ekki fyr en hann hefir hreinsað til í þinginu með nýjum kosningum. Stjórnarvöld landsins hljóta að annast málið út á við og skal eg þvi minnast lítilsháttar á það starf. Pingmenn, að minsta kosti þeir, sem halda vilja bannmáliuu áfram, segjast eiga von á að hin núverandi ríkisstjórn starfi vel fyrir bannmálið út á við. Eg skal ekki rengja þetta að óreyndu. En geri stjórnin ekki meira en það, sem síðasta þing fól henni að gera, get eg ekki verið mjög bjartsýnn á þá hlið framkvæmdanna. Síðasta þing fól stjórn- inni, sem sé, að gera ekki neitt — nema að búa til reglugerð um meðferð og notkun innfluttra vína. Stjórnin getur því ósköp vei setið aðgerðalaus í Spán- armálinu og gerir það líklega, og fult vissa fyrir að hún sleppur við allar á kúrur næsta þings þó svo verði. Síðasta þing heimilaði stjórninni 10 þús. krónur, — takið þið eftir — tiu þúsund krónurI — til að verja til leit- ar nýs fiskimarkaðs fyrir íslendinga. Þannig hefir mér skilist það, þó sum- um þingmönnum virðist það reyndar harla óljóst til hvers ætti að verja þess- ari fúlgu. Eg get nú ekki séð að stjórn- in fleyti mörgum legátum út um heim á þessu fé. Pað munu því þurfa aðrir að koma til, ef mikið á að gera. En það sem fyrir liggur, og eg drap á í fyrri grein minni, er að leita samvinnu annara bannþjóða um þetta mál — el þær þá vilja viðurkenna okkur lengur, Pað liggur í augum uppi, að eins og málum okkar er nú komið, og eins og liðni tíminn hefir verið notaður illa, er ekki að vænta að hægt sé að bjarga málum okkar við að nokkru ráði á þeim stutta fresti, sem við höfum yfir að ráða, nema atfylgis annara þjóða sé að fagna. Pað fyrsta sem ber því að vinna út t við, er að fara á fund samherja okkar erlendis og ræða málið við þá. Er sjálfsagt að Stórstúka ísland og rík- isstjórnin vinni þar saman. Er ekki ólíklegt að upp úr því myndi heíjast samstarf fleiri þjóða, sem myndi opna augu Spánverja fyrir því að íslenska þjóðin stæða .ekki ein að málum, og að réttur hennar sé jafn helgur og annara þjóða, þó stærri séu. Eg hefi ekki trú á að þetta mál vinnist á öðr- um grundvelli en jafnréttisgrundvellin- um, þó sfundarhjálp géti byggst á öðru, og bjargráðin koma þvi aðeins að veru- legu gagni að grundvöllurinn, sem þau byggjast á, sé varanlegur. Bannmálið er orðið alheimsmál, sem allar þjóðir eiga að vinna að í sameiningu og þvi er þessi leið næst og opnust. Annars ætla eg Stórstúkunni að hafa framkvæmdir á þessu sviði og er því óþarfi að ræða það meira hér. (Niðurl.) Halldör Friðjönsson. Símtréttir. Rvík í gcer. Lenen hefir orðið skyndilega veikur. Genúa-nefndin hefir verið kvödd heim. Scheidemann hefir verið sýnt banatilrœði af sama flokknum, sem drap Erzberger. Larsen Ledet hefir simleiðis beðið Harding Bandarikjaforseta að beita áhrifum stnum Islend- ingum í hag i deilunni við Spdn- verja. Nefnd hlutlausra þjóða rann- sakar orsakir striðsins, í Stokk- hólmi. Otlit fyrir betra samkomulag milli Ira og Breta. Irar hafa fallist d, að tilheyra breska heimsveldinu. Amundsen œtlar að fljúga yfir norðurheimskautið á 15 timum, frd Alaska til Cap Col- umbia. I gær voru haldnir fundir d Eyrarbakka og Stokkseyri að tilhlutun Alþýðuflokksins. Á HÉR MEÐ tilkynnist ættingjum og vinum, að sonur og stjúpsonur okkar, jóhann andaðist 9. þ. m. Jarðarförin fer fram kl. 12 á hádegi 15. þ. m. með húskveðju frá heimili okkar, Lækjargötu 16. Akureyri 13 Júní 1922 Þorkell Þorkelsson. Helga Helgadóttir. fundunum mætti Þorvarður Por- varðarson og 5 aðrir rœðumenn héðan. Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson komu á fundina, en fengu mjög daufar undirtektir. Fylgi A-listans yfir- gnæfandi. Megn óánœgja héryfirhinum nýju skattalögum, við framlagn- ingu skattaskrárinnar. Elisabet Sveinsdóttir, ekkja Björns sál. Jónssonar ráðherra, lést i nótt. ■ (Fréttar. Vm.) Ólafur Friöriksson kom hingað með »Goðafossi«, eins og til var ætlast, og þó hann hefði hér stutta dvöl, tæpan sólarhring, brá hann sér »í pontuna«, og mun engan hafa iðrað þess að hann kom til að hlusta á, hvað sá maður hefði að segja, sem íslensk stjórnarvöld hafa beitt hörðust- um tökum í seinni tíð. Jæja! Ólafur auglýsti, að hann tal- aði í Samkomuhúsinu kl. 9 á Laugar- dagskvöldið — um »Jafnaðarstefnuna og Alþýðuflokkinn á fslandi«. Húsið var troðfult og sátu menn og stóðu þegj- ándí og athugulir undir hinni einnar stundar og 40 mínútna löngu ræðu Ól- afs, sem aðallega gekk út á það, að skýra, frá sjónarmiði jafnaðarmanna, hugmyndina um þjóðnýtingu framleiðslu- tækjanna. Einnig talaði hann um hlut- verk Alþýðuflokksins og iandskjörið 8. Júlí. Ennfremur um gauraganginn í Rvík út af rússneska drengnum. Ræðan var vel flutt og full af áhuga og sann- færingarkrafti. Að henni endaðri dundi við eitt hið öflugasta lófaklapp, sem heyrst hefir hér í húsinu. Lýsti það ótvírætt satnhygð áheyrenda með ræðu- manni og þakklæti fyrir komuna, Umræður voru boðnar á eftíf*, en urðu engar. Enginn hreyfði mótmæl- um og flestum mun hafa fundist, að það væri svo gott, sem koinið var, að ástæðulaust væri að bæta við. Ólafur hélt áfram með »Goðafossi«,

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.