Verkamaðurinn - 13.06.1922, Síða 2
40
VERKAMAÐURINN
21. tbí.
Verkamaðurinn kernur út á hvérj-
um Priðjudegi. Aukabiöð þegar með
þarf. Utgefendur: Verkamenn á Akur
eyri. Árgangurinn kostar 5 krónur.
Gjalddagi 15. Júní. Uppsögn bundin
við áramót, sé komin til ritstjórans fyri
1. Nóvember.
Ábyrgðar- afgreiðsiu- og innheiratu-
maður: Halldór Friðjónsson. Sfmi 110.
Spánartollsmálið og
Bandaríkin í N.-A.
Presbyterianar senda ivarp.
Presbytériana-kirkjan (sem er aðallega
starfandi meðal skosk-amerískra manna
í Bandaríkjunum og meðal þeirra er
Wilson fyrv. forseti og Bryan fyrv. ráð-
herrajhefir sent sendiherra Spánverja í
Washington eftirfarandi bref:
Pittspurgh, 28, Jan. 1922.
Hans hágöfgi Senor Juan Geyangos,
Sendihsrra Spánar í Bandaríkjununt,
Washington, D. C.
Vér höfum fengið ábyggilegar fregnir
um, að Spánverjar hóta að leggja svo
háan toli á íslenskan fisk innfluttan til
Spánar að sama og aðflutningsbann
verði, ef ísland vill ekki breyta áfengis-
löggjöf sinni, þannig, að leyfður verði
innflutningur á spánskum vínum.
Vér lítum svo á, að þetta sé árás á
réttindi Islands og brot á sjálfsákvörð-
unarréttinum.
Kirkja presbyteriana í Bandaríkjunum
sem hefir yfir 1700000 safnaðarmanna,
10000 kirkjur og presta í öllum ríkjum
Sambandsins, lætur virðirigarfylst, en í
fullri alvöru, þá von sína f Ijósi, að
Spánverjar dragi úr kröfum sínum gegn
fslandi. -
Yfir 40 ára skeið hefir kirkja vor
sýnt banninu fulla vináttu og vér höf-
um ótal sinnum sýnt það opinberlega,
að vér erum samherjar bannvina.
Vér höfum iðulega samband við söfn-
uði vora í Ameríkn og einnig víða í
öðrum löndum.
Vér höfum álitin það skyldu vora að
hvetja skoðanabræður vora hérlendis til
þess að kaupa ekki spánskar appelsfnur
þangað til Spánverjar hafa hætt hótun-
um sinum og árásum á þjóðernislegan
rétt íalands. Pað mun hryggja oss, ef
óhjákvæmilegt yrði að beita þessari
ráðstöfun. Af því að vér styðjum bæði
bindindi og sjálfstæði, getum vér ekki
staðið aðgerðalausir hjá eða verið kæru-
Iausir áheyrendur þess, að stærri þjóð
fremji, að okkar áliti, megnt óréttlæti
gagnvart lítilli, vinsamlega hugsandi
þjóð.
Yðar með virðingu.
Chas. Scanlan,
aðal-ritari.
Bannflokkurinn segir Spáni
álit sitt.
Blað bannflokksins í Bandaríkjunum,
»The National Advocata*, skorar á am-
erísku þjóðina að hefjast handa gegn
árás Spánar á fsland.
Fyrst skýrir blaðið afstöðu ríkjanna
(íslands og Spánar) hvors til annars og
segir svo:
Ef þessi árás á réttindí íslands verð-
ur leyfð, ef þetta brot gegn sjálfsákvörð-
unarrétti þjóðanna verður látið óátalið,
mun það hindra framrás bindindishreyf-
ingarinnar í Norðurálfunni, hún gugnar,
en áfe: gisiðjan mun — af því að hún
er bæði eigingjörn og tilfinnarlaus —
bera sigur úr býtum.
Bineindisfelögin hafa mótmælt aðferð
Spánvcrja. Saga Spánar úir og grúir af
hermdarverkum, þrælmensku og órétt-
læti, og nú eigi að koma í veg fyrir
að hann vinni nýtt ódæði. Ameríka frels-
aði Kúba og við munum ekki láta það
afskiftalaust er Spánn ætlar að kúga ís-
land. Um fjarlægðir er ekki að ræða,
þegar skyldan hrópar: »Hver er þinn
náungi*.
Hér á iandi álíta menn »útilokun« á
vörum ekki heppilega, hvorki sem vörn
né sókn, en þó getur verið nauðsynlegt
að nota þær aðferðir, sem hafa best
áhrif á mótstöðumanninn.
Vlðtal við Mr. Dinwiddie.
Mesti sægur amerískra blaða hefir
átt tal við dr. Dinwiddie, sem er einn
aðalforkólfur bindindis- og bannhreif-
iagarinnar í Bandaríkjunum og var for-
seti alþjóða-bindindisþingsins í Lausanne
í Sviss síðastl, sumar um Spánarmálið
og afstöðu íslands til þess.
Dr. Dinwiddie skýrir frá því, sem op-
inberlega hefir verið gert í Ameríku og
Norðurálfunni til þess að styðja ísland
í baráttu þess. Svo minnist hann á til-
lögur Mr. Jones öldungardeildarþingm.:
»Auðvitað var mér kunnugt um það, að
tillðgurnar yrðu bornar upp. Hvort til-
lögurnar skyldu bornar upp í þinginu.
var rækilega yfirvegað af forkólfum allra
bindindisfélaganna í Bandaríkjunum og
við höfum einnig athugað það gaum-
gæfilega, hvers konar ákvörðun Ameríka
eigi að taka í þessu máli. Og eg get
sagt það berlega, að það, sem öldnnga-
deildarþingmaðurinu Jones stingur upp
á í Iokatillögu sinni, segir fyrir um það,
hvað verða muni uppi á teningnum hér
í landi ef Spánverjar láta ekki af þving-
unarpólitík sinni gagnvart íslandi. Pað
sem þá skeður, mun verða árangurinn
af tilfinningum þeim. er mikill meiri
hluti amerísku þjóðarinnar ber í brjósti
í þessu máii. (Templar).
Rúgmjöl, Haframjöl, Bankabygg,
Strausykur fyrirliggjandi.
Kaffi nýkomið.
Melís kemur með „Bo*"ga og
Hveiti ?neð „Sirius".
Miklar vörur
á leiðinni með mótorskipi, sem væntanlegt er í þessum
mánuði.
Kaupfélag Verkamanna.
E. s. „Borg“
kemur eftir nokkra daga. Með henni kemur mikið af allskonar
Nauðsynjavörum
Versl. BRATTAHLIÐ.
Dánardægur.
Nýlátin er hér á sjúkrahúsinu, úr
berklaveiki, Klara Bjarnadóttir (skipa-
smiðs) kona Jóns Halldórssonar skip-
stjóra, ung kona og vel látin.
Anna Björnsdóttir, kona Níelsar bónda
á Hallandi, fanst dáin í bæjarlæknum á
Fimtudagsmorguninn var. Veit enginn
hvernig dauða hennar hefir að borið.
Slys.
Skömmu eftir að »Goðafoss« var
lagstur að bryggju hér á Laugajdaginn,
sfapp landgangurinn af borðstokknum
og féll ofan á bryggjuna. Lenti hann á
einum farþega, Kristjáni Gíslasyni kaup-
manni á Sauðárkróki og brotnuðu í
honum fjögur rif. Var hann mjög illa
haldinn eftir áfallið, en hrestist þó svo
að hann gat haldið áfram með skipinu-
daginn eftir, rúmfastur þó. Af vangá
var liindgangurinn ekki bundinn við
skipið.
»Gudrun*.
aukaskip Bergenska gufuskipafélags-
ins, er væntanleg hingað, austan um
land, næstu daga.
Flskafli
er byrjaður hér úti fyrir. Hafa bátar
af Siglufirði fengið góðan afla. Óvana-
lega vænn fiskur hefir aflast hér inni á
Pollinum síðustu daga.
Púfnabaninn
kom með Goðafossi. Er hann eign
Búnaðarfélags íslands, en bærinn, sýsl-
an og R. N. ábyrgjast greiðslu andvirð-
is hans. Pýskur maður kom með hon-
um til að kenna að tara með hann.
Einnig Sigurður bóndi Egilsson á Laxa-
mýri, sem mun eiga að vinna með
þúfnabananum hér norðanlands. í dag
er verkfæri þetta reynt á óræktuðum
túnum hér uppi á brekkunni. Líklega
tekur bærinn stórt land til ræktunar og
er fengið 15 þúsuud króna lán í Rækt-
unarsjóði til þessa.
17. Júní.
Eins og að undanförnu heldur U. M.
F. A. 17. Júní hátíðlegan. íþróttamót
verður haldið hér þenna dag og margs-
konar skemtun og viðhöfn á ferðinni.
Munið að ágóðinn af 17. Júní há-
tíðahaldinu rennur í Heilsuhælissjóð
Norðurlands!
Stefnuskrá
Alþýðuflokksins á íslandi, endurskoð-
uð og aukin af siðasta þingi alþýðufé-
laganna, var send formanni Verkamanna-
félagsins nú með »Villemoes.« Verka-
menn sæki hana í Kaupfélag Verka-
manna.^Stefnuskráin verður birt í næsta
blaði.
»Goðafoss«
kom á Laugardaginn og fór aftur á
Sunnudagsmorguninn. Mesti fjöldi far-
þega var með skipinu og mátti það
heita yfirfult er það fór héðan. Frá út-
löndum komu Rögnvaldur Snorrason ög
Sig. Bjarnason kaupm. Héðan fóru al-
farin til Reykjavíkur Pálmi Jónsson frá
Æsustöðum og kona hans, er lengi hafa
búið hér i bænum.
Gúmmfstígvél,
með gráum botni, handa konum
og körlum, koma naestu daga
í versl.
„Brattahlíð“.
Röskur klárhestur,
6 vetra, af góðu kyni, er til sölu nú
þegar.
Ritstj. vísar á.
Bleikur hestur,
stór, aljárnaður, hefir tapast héð-
an úr bænum. Ef einhver yrði
var við hest þenna, er hann
vinsamlega beðinn að gera að-
vart í Tuliniusarverslun.
Verkaður saltfiskur
fæst í
Kaupfélagi Verkamanna.
«Austurland«
blað Seyðfirðinga er hætt að koma út.
»Sirius«
er væntanlegur hingað í nótt.
»Borg«
er væntanleg frá Englandi næstu daga.
I. O. G. T.
Fundur í st. Isafold-Fjallkonan nr. 1
annað kvöld kl. 8. Ræddar tillögur til
stórstúkuþings. Félagar, sækið vel fund-
inn og mætið stundvíslega!
»Rán«
kom af veiðum í gærkvöldi. Hafði
um 50 tonn fiskjar. Petta er í annað
sinn, er »Rán« leggur hér upp afla sinn.
Prentsmiðja Björns Jónssonar,