Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 12.01.1926, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 12.01.1926, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 um Evrópa og hafi einkum átt f höggi við Breta ót af olíulindum Mossal- landi, er Þjóðabandalagið fékk Bret- um »til verndar*. Þó man ekki verða atrfð út af þvf f bráðina, en trygt hafa þó Tyrkir tér hlutleysi Rússa, ef til ófriðar kynni að koma. Er bylt- ingarstjórn Tyrkja og kommúnista- stjórninni rússnesko jafn ant um að atemma stigu fyrir yfirgangi stórveld- anna og heita þvf hvor annari hlut- leysi f strfði. Hafa Rússar áður trygt aig að austan með samningi við Jspana, svo nú er þeim aðeina að vestan hsetta búin. Frá Rúmeníu. Þar heftr setið að völdum afturhaldsstjórn, Bratianus, sem beitt hefír alþýðuna örgustu kúg- un. Ríkir meðal yfirstéttarinnar ógur- leg cpiliing og varpar eitt hneykali, sem þar bar við cýlega, skseru ljósi i hana. Fölsuðu vildarvinir krónprins- ins aeðla fyrir margar þúsundir miijóna, en hann eyddi íénu sem vitlaus veri. Höfðu þeir bruggað með sér að ateypa Ferdinant kenungi af stóli og fengið fjölmarga háttsetta menn f lið með sér. En þetta mistókst þó. Pólflug. Ýmsir leggja nú kspp á það, að komast flagleiðina til Norður- pólsins. Ámundsen hefír reynt að komast f flugvélum. Honum mistdkst það, sem kunnugt er. Hann vill nú reyna að komast norður f loftfari. Fyrir nokkru er félag stofnað f Nevv Yotk, sem unditbýr pólflug á loftfari að vori komandi. Á útbúnaður allur að vera svo góður, að hann dugi leið- angrinum til tveggja ára. Mannsal. í Lettlandi hefir kom- ist upp um félag, sem haft hefir það fyrir stáfni, að tæla ungár atúlkur til Suður-Amerfku, og selja þær þar á pútnahús. Við og við hefír komist upp um samskonár mannsal, og félög hafa vfða verið stofnuð til þess að koma f veg fyrir ófögnuð þennan; en alt af rekur hann upp höfuðið við og við. Samningurinn miiií ítaifu sg Bandarfkjanna um skuldagreiðslu ítalfu var birtur f ‘Washington 12. Nóv. Valpi greifi, fjármálaráðherra ítalfu segist verá mjög þakklátur Bandarfkj- unum fyrir hin góðu greiðslukjör. Samkomulag varð um það að ákveða alla skuld ítalfu við Bandarfkin £ 528400000 og á sú skuld að greiðast með £ 1000000 afborgun á ári fyrstu 5 áric, er svo hækki að þeim tfma liðnum hvert ár. Hvað snertir greiðslu- samning Breta um skuld þeirra við Bindarfkin, þá á greiðslan að fara fram á 62 árum. Bandaríkja-Iegátinn. í haust 'var Arni frá Múla sendur af íhaldsstjórninni til Bsndárfkjanna, til þess að semja um lækkun ullartolls. Svo er að sjá, sem ferðin bafi verið til lftils frama, því að Alþýðublaðið 15. Des. 1925, segir svo frá: »Arni alþingismaður frá Múla, sendi- maður íhaldsstjórnarinnar, kom heim úr Bandarfkjaför sinni á sunnudaginn. Hefir hann dvalið allan tfmann f Kaupmannahöfn, mist af skipum til Bandaríkjanna 2 — 3 sinnum og þvf aldrei lagt upp f þá löngu og hættu- legu ferð, — þótti Kaupmannahöfn nægja, endi viðkýnningargóður bær Höfn. Væntanlega skýra tháldsblöðin nákvæmlega frá árangrinum. Úr bæ og bygð. Templarar vigðu hið nýja samkomuhús sitt á Sunnudaginn var. Kl. 2. Var haldinn sameiginlegur fundur i stúkunum og teknir inn 18 nýir félagar. Þar á eftir vígði Stór- templar húsið eftir vigslusiðum templara, en Steinþór Quðmundsson flutti ræðu. Var fundurinn og vígslan mjög hátíðleg. — Kl. 8 um kvöldið var kaffisamsæti i húsinu, með ræðuhöldum og söng, og á eftir dans- leikur fram til kl. 4 um nóttina, Var alt þetta hið skemtilegasta. Hin árlega kappskák milli Reykvíkinga og Akureyringa, fór fram símleiðis rétt eftir nýárið. Leikar fóru svo að Reykvíkingar unnu 12 töfi á móti 5. Akureyringar hafa gott af þessu. Brynja sig betur i næsta slag. Forstöðunefnd Lystigarðsins efnir til kvöld* skemtunar á Sunnudaginn kemur til ágóða fyrir Lystigarðinn. Skemtiskráiu er vel valin. Með þvi að sækja þessa skemtun, er bæjar- búum gefinn kostur á að leggja nokkra aura fram til þessa vinsæla fyrirtækis, og má vænta að skemtunin sýni hve marga unnendur Lystigarðurinn á I bænura. Fundur I U. M F. A. i nýja Samkomu- húsinu kl 8 f kvöld. Þetta er fyrstl mál- fundur félagsins i nýja húsinu og verður vafalaust fjölsóttur. 20 ára afmæli U. M. F. A. á Fimtudag- inn var fjðiment og skemtilegt. Heiðursgestir voru, þar þeir stoinendur féiagsins sem í bænum voru, sem eru þó fiestir utan félags nú. Skeyti var sent Jóhannesi, glímukappa Jósefssyni, ( tilefni dagsins; en hann er annar helsti frumherji og hvatamaður ung- mennafélagsskapan'ns hér á landi. Kaffi var drukkið og ræður haldnar, sungið, heiti unnin og dans stiginn til morguns. Fagn- aðurinn fór fram i hinu nýja húsi félagsins. W Atkvæði eru talin i Hafnarfirði i dag. Hafði Ólafur 119 atkv. og Haraldur 105 atkv., þegar blaðið fór í pressuna. 2700 atkv. voru greidd. Brynjufundur annað kvöld kl. 8 f nýja Samkomuhúsinu. Umræður og máske sam- þyktir um aukalagabreytingar. Hagnefndin skemtir. AlUr félagar stúkunnar sækja fyrsta fundinn i nýja húsinu. Isafoldarfundur á Föstudagskvöldið kl. 8. I nýja Samkomuhúsinu. Inntaka nýrra fé- laga. Umræður og samþyktir um aukalagá- breytingar. (Hækkun á ársfjórðungsgjöldum.) Hagnefndín hefir eitthvað gott f pokahorn- inu. Hver lœtur sig vanta á fyrsta fundinn í ný/a húsinu? Nýlega er látinn Ásgeir Blöndal læknir á Húsavik. Hann var lengi læknir Þingey- inga, og mátti heita svo á þeim árum, að til hans væri leitað úr ðllum norðlendinga- fjórðungi, Svo fór orð af honum, sem i- gætum lækni og Ijúfmenni f raun. Ásgeir Blöndal var afburða samviskusamur og ósér- hlifinn læknir og borgari Hann fórnaði kröftum og heilsu til að hjálpa öðrum, og spurði minna um iaun. Þess vegna fylgir honum nú virðing, ást og þökk þeirra, er hann starfaði með og fyrir, inn yfir landa- mærin. Þá er nýlega látin á Vífilsstöðum, frú Hrefna Sigurjónsdóttir, kona Haraidar Guðnasonar sútarameistara hér i bæ. Myndarkona i sjóir og raun, i blóma lifsins. 2 króna, 1 krónu, 25 aura og 10 aura silfurpeningarnir dönsku eru ekki gjaldgengir iengur i Danmörku. Auglýsing I Lögbirt- ingarblaðinu varar menn við þessu og segir jafnframt, að bankarnir hér innleysi þessa peninga til 1. apríl 1926 með dönsku gengr, en síðan sem jafngilda islenskum peningum. Alþingi er stefnt saman 6 Febr. næstk. Munu þingmenn fara til þings á >Qoða- fossi*.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.