Verkamaðurinn - 30.01.1926, Blaðsíða 2
2
VERKAIf AÐURIN H
•-•- •-
Kjörskrár
til hlutbundinna kosninga til Alþingis, gildandi við
landskjör í Akureyrarkaupstað 1. júlí 1925 og
óhlutbundinna kosninga til Alþingis í Akureyrar-
kaupstað, gildandi frá 1. Júlí 1926 til 30. Júní
1927, liggja frammi — almenningi til sýnis — á
skrifstofu bæjarins frá 1.—14. Febrúar næstkom-
andi, að báðum dögum meðtöldum.
Kærur útaf kjörskránum séu afhentar til for-
manns kjörstjórnar fyrir 21. Febrúar þ. á.
Bæjarstjórinn á Akureyri 28. Janúar 1926.
Jón Guðlaugsson,
settur.
Björn Lfndal í eftir að aitja tvö
þing enn þá, fyrat »Verðandi« var
svona þ»gur við hann f þetta sinn.
Það er að vfsu búmannlegt að nota
hvert verkfseri til hins ýtrasta, en dýrt
getur sú bómemka orðið keypt
Andrúmsloftið, sem þeir »Verðanda«-
menn lifa við, er þekt með þessu
atviki. Það Hggur ekki lftið við að
segjm satt ( herbúðunum þeim Þingm
er vorkun. Hann virðist ekki ráða við
skap sitt. Kaupmönnum er vorkun
Þeir vita ssetið tspað, ef kosið vseri
nú. En hvað segja þeir mentamcnn,
sem teljast til »Verðanda«félagsins?
Ætla þelr að taka þvf með þögn og
þolinmseði, að ekki megi bera sann-
leikaaum vitni f »Verðand««f Hvernig
skilja þeir blutverk sitt?
Og alþýða þessa bæjar, sem »Verð-
anda«-stórmennin telja sfna áhangendur.
Ætlar hún að taka þvf með undirgefni,
og ganga framvegis undir þeim mönn
uas, sem meta meira dutlunga vanstilts
manns, en réttsýni og drenglund?
Ur bæ og bygð.
Aðalfundur Verkamannafélagsins var hald-
inn á Sunnudaginn var. Ekkert gerðist þar
tfðinda, sera í frásögu sé fserandi. Formaður
og ritarl stjórnarinnar báðust undan endur-
kosningu. Formaður var kosinn Ingólfur
Jónsson cand. jur, ritari Halldór Friðjóns
son og gjaldkeri Hallgrímur Jónsson, end-
urkosinn. Varastjórn: Erlingur Friðjónsson
form., ritari Einar Olgeirsson, gjaldkeri |ón
Friðfinnsson.
Mislingar og rauðuhundar ganga í bæn-
um og héraðinu Eru mislingarnir verstu
tegundar og leggjast þungt á fólk Vmis-
konar krankleiki siglir í kjölfar þessara vá-
gesta.
»Heimkoman« eftir Hermann Sudermann
verður leikin í kvðld og annað kvöld Leik-
ur þessi þykir ágætur á marga lund og
er vandað til hans af Leikfélagsins hálfu
sem föng eru á.
Nýlátin er Quðrún Oddsdóttir i Qlæsibæ,
kona Kristjáns bónda þar, mesta rayndar-
og gæðakona rúmlega 70, Ennfremur Berg-
rós Jóhannesdóttir húsfreyja að Glerá
Kvennalisti til iandskjörs í sumar mun
vera á ferðinni f Reykjavík, með Bríeti í
1. sæti.
Hjúskaparheit sitt hafa birt ungfrú Vil-
helmina Vilhelmsdóttir simamær og Krístján
Karlsson bankaritari.
Kvöldskemtun »Einingar« um síðustu
helgi var mjög fjölsótt. Skopleikurinn, sem
þar var leikinn,' fær misjafna dóma, og
hefir valdið nokkrum misskilningi, þar sem
talið er, að nafngreind persóna hér í bæ
hafi verið stæld í honum. Þetta er ekki rétt.
Hitt er vist, að þar var ágætlega sýnd
spegilmynd slúðurkerlingar allra bæja og
sveita.
Samkomulang er komið á i Reykjavik
milli siglingamanna og Eimskipafélagsins.
Kauplækkun nemur 3,8 °/o Qildir samn-
ingurinn til 3 ára og fer kaup eftir búreikn-
ings visitölu Hagstofunnar
Nýr stjórnmálaflokkur er stofnaður í
Reykjavik, Er hann nefndur frjálslyndur
flokkur og Sig. Eggerz, Ben. Sveinsson,
Jakob Möller og Jón Sveinsson kallaðir feð-
ur króans.
Reymond pólska skáldið, sem
fékk Nobelsverðlannin f fyrra, dó 5.
Dbs. slðastliðínn. Er þar æfintýralegn
lifi loktð, W. S Reymond var tonur
fátæks hljóðfærale'kara, en strauk
snemma úr lö urgarði og lifðí flökku
lffi langan tfma, ýaist sem leikari,
járnbrautarverkamaður eða klaustur-
munkur. Reynsiu flökkullfs sfns hefir
hann cotað vtð skáldsagnaritun sfna.
Frægastar af akáldsögum hans var
»Fyrirheitna landið« og »Bæadurnir«,
einhver besta lýsing á Iffi pólskra
bænda, sem til er.
Kaffibætirinn »Sóley«.
Eins og lesendur blaðsins hafa séð
á skýralu Efnarannsóknarstofu rfkisins
f 1. tbi. Verkam. þ. á, um samanburð
á kaffibæti Ludvig Davids og kaffl-
bætinum »SóIey«, er herra Pétur M
Bjarnarson f Reykjavfk býr til, hefir
rannsóknin leitt f ljós, áð »Sóiey«
stendur Ludvig Davids kaffibæti fylli-
lega á sporði með efnasamsetningu og
nothæfi, og hvað bragð snertir hafa
margir talið »Sóley« fremri. Það fer
að Ifkum, að ný vara á erfitt með að
ryðja annari, gamalli og vel þektri,
úr vegi, enda er trú almennings á L.
D. kaffibætinum svo rótgróin, að varla
er hægt að fá hygnustu húsmæður til
að reyna þennan nýja kaffibætir. En
eftir þessa skýrslu Efnarannsóknarstof-
unnar ætti almenningur að hafa feng-
ið þá tryggingu fýrir ágætí »Sóleyjar«
að hann tæki að gefa þessum vfsi fs-
lensks iðnaðar meiri gaum og ættu
kacpmenn að hafa »Sóley« á boðstól-
um hvarvetna, svo ekki standi á þvf
að almenningur geti náð f hann.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Halldór Friðjónsson.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.