Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 27.04.1926, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 27.04.1926, Blaðsíða 3
Vorvísur. (Brot). VERKAMAÐURINN 3 Reifar morgun roða gljá rökkur korg og ber á sjá. Skarta torg og skrauti strá skýjaborgir fjöllum á. ítum bjóða og auðar hlín elfur Ijóða gullin sín. Hlíð í móðu mistri skín tnorgunrjóð og veislufín. Vanda rindar ræðustól rétta yndi’ að dæld og hól. Brosa vindar. Silfur sól selur lind á brúðar kjól. Sígur gárað fjalli frá ílæði, gljár við alda blá. Hnígur bára Ægis á arm með táraskrúð á brá. Flóa þýðir. Sólbjört sund svanir líða’ á gleði fund. Gróa hlíðar, Ljósan lund laufum skrýðir sumarstund. Út á grund við gróður stóð get eg fundið yl í blóð. Líður stund við lóu óð. Létta blundi kvæða hljóð. — — a. b. ísafoldarfundur á Föstudaginn kl. 8'/2. Kosningembættismanna.Hagnefndinskemtir. Brynjufundur annað kvöld kl 8. Kosning embættismanna. Skemtun á eftir, skraut- sýning, upplestur, dans og fl. Lagning skólpröranna f Oddeyrina miðar vel áfram. Verki því er Verkamannafélagið tók að sér er lokið næstu daga. Jörð er ófrosin, sem á sumardag. Veðráttan er einmuna góð. Sólskyn og blfða á hverjum degi. Jörð grænkar óðum og blóm eru farin að sprynga út. Söngfélagið Oeysir söng á Sumardaginn fyrsta f Akureyrarbió. Hafði flokkurinn að þessu sinni aðallega ný lög til meðferðar. Söngstjóri var Sveinn Bjarman AIIs voru sungin 13 lög, og sum tvisvar. Einsöngva sungu þeir sinn f hvoru lagi Gunnar Magn- össon, Ingimundur Árnason og Sigurður O, Björnsson. Oætir skjálfta nokkurs i rödd Qunnars sem óprýðir hana, rödd Ingimund- *r er sterk og hljómmikil, en rödd Sigurð- Sr mun falla best f geð áheyrendum. Yfir- feitt tókst söngurinn vel, en kraft skorti þó JMýjar jvörur komnar! Meö e.s »Botniu« siöast komu miklar ,birgöir af nýjum, góöum og ódýrum vörum, ’ keyptar í Frakklandi, Pýskaiandi, Engiandi og Slovakiu. Fleiri vörur koma meö næstu skipum, svo sem nýtísku kven- kápur, kjólar og káputau, hæstmóðins silkisjöi, siiki langsjöl, karl- mannafatnaður og ótal margt fleira. Heiöraöir viðskiftavinir! Komið inn i verslunina og sannfærist um að hjá Ryel eru fallegastar, bestar og ódýrastar vörur. Baldvin Ryei. Ágæt húskol væntanleg um næstu helgi. Verð á bryggju ekki yfir kr. 50,00 smálestin. Kaupfélag Eyfirðinga. Kaupfélag Verkamanna. f hann með köflum, enda vantaði góðan mann f 1. rödd þar sem Ingimundur var, en hann söng aðeins f einsöngslaginu. Við- kunnanlegra væri að allir söngmennirnir væru dökkklæddir og að þeir gengju eftir ákveðnura reglum upp á söngpallinn, er þeir raða sér á hann. — Væntanlega lætur Geysir bráðlega heyra til sfn aftur, þvf að margir komust ekki að að hlusta á hann sfðast og margir vildu hlusta á hann aftur. Aheyrartdí. Verkbann hófst í Noregi f fyrradag. Nær það til 30 þúsund mann Búist er við hörð- um atvinnudeilum. 1. Maí er alþjóðahátíðadagur verkamanna. Þann dag gengst Fulltrúaráð verklýðsfélag- anna fyrir samkorau f Samkomuhúsi bæjar- ins Verða þar ræður haldnar, upplestur, dans o fl. Félögum úr verklýðsfélögunum og ýmsum fleiri verða send boðskort, sem jafnframt gilda sem aðgöngumiðar að fund- inum. Leirtau mikið úrval í Kaupfél. Verkamanna, Allir alþýOumenn burfa að vera áskrifendur »Verkamannsinsn. Vilti Tarzan er kominn út, 7 Tarztn sagan, alar- spennandi. Fæst í Prentsm O. B, Hafnarstræti 99 og hjá bóksölutn.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.