Verkamaðurinn - 07.06.1927, Side 2
2
VERKAMAÐURINN
♦ ♦ ♦ • #
eins dreift um landið og raun er á.
Á móti snerust ýmsir menn, sem ekki
höfðu þá fastmótað pólitískt sam-
band sín á milli. Bardaginn stóð þá,
að heita mátti eingöngu með eða
móti innflutningshöftum og ríkis-
verslun.
Niðurstaðan varð, eins og kunn-
ugt er sú, að innflutningshaftastefn-
an varð undir. Þegar á þing kom
skipuðu andstæðingar hennar sjer
saman í tvo flokka, íhaldsflokkinn,
sem taldi tæpan helming þingmanna
og Sjálfstæðisflokkinn, sem taldi þá
6 menn. Með tilstyrk nokkurra
manna úr sjálfstæðisflokknum gat í-
haldið myndað stjórn.
Nú kom það í ljós, að fhalds-
stjórnin taldi það hlutverk sitt, að
leggja alla áherslu á að ná tekjum í
ríkissjóðinn og greiða skuldir hans.
Aðrir flokkar þingsins lögðu og lið
sitt til að leggja á nýja skattstofna
og herða á þeim sem fyrir voru. Um
annað var ekki að gera. Skuldirnar
urðu að borgast. ForSjónin greip í
taumana, gaf góðæri, og skuldir rík-
isins greiddust vonum fremur. En
hvernig búskapur þjóðarinnar hefir
gengið verður vikið að síðar. Megin-
stefnumunurinn virðist því hafa ver-
ið þessi, við síðustu kosningar. Ann-
arsvegar, dregið úr eyðslunni, til
þess að hagur landsbúa geti batn-
að, fje ríkisins sparað og skattaá-
lögur miðaðar við varanlegt gjald-
þol þegnanna. Hinsvegar, engar
hömlur á viðskifti manna, til þess
að skerða ekki tekjur ríkissjóðsins.
Gjaldþol einstaklinganna, þarf eða
má fjármálastjórn ríkisins ekki setja
fyrir sig. Ör viðskiftavelta skapar
tekjur, takmörkuð verslun minkar
tolla og aðrar greiðslur til ríkisins,
og ríkisverslun dregur úr framtaki
einstaklingsins.
Síðari stefnan var tekin og eftir
henni stýrt. Verður sú sigling stutt-
iega rakin í næstu blöðum og að
endingu reynt að átta sig á því,
hvernig nú er umhorfs, þegar þjóð-
in gengur að því, að manna skútuna
á ný.
Stþ. G.
Ásko ru n
til verkamanna og verkakvenna, sem
hugsa tll síldarvinnu á sjó eða landi
i sumar
Kaup við síldarvinnu á sjó og
landi hefir undanfarið verið allmjög
misjafnt á hinum ýmsu stöðum, og
oftast gengið treglega að fá atvinnu-
rekendur til að ganga að viðunandi
samningum. Þar sem samningar
hafa náðst, hefir oftast verið samið
fyrir hvern stað ,fyrir sig, en oft hafa
samningar eigi tekist og atvinnurek-
endur því getað ráðið fólk hver eftir
sínum geðþótta.
Þetta ástand teljum við með öllu
óviðunandi. — Nú er svo komið, að
nokkrar líkur eru til þess, að unt sje
að ná samningum í einu lagi fyrir
sjóm^nn og síldarstúlkur af Suður-
og Norðurlandi við síldarvinnu og
veiðar Norðanlands í sumar.
Hafa útgerðarmenn sunnan- og
norðanlands kosið tvær nefndir,
aðra til að semja við sjómenn á mó-
torskipum og línugufubátum, sem
herpinótaveiði stunda í sumar, og
eru í henni:
Óskar HalldÓrsson, Reykjavík.
Geir Sigurðsson, Reykjavík.
Seindör Hjalalín, Akureyri.
Og til vara:
Beinteinn Bjarnason, Hafnarfirði.
Hinni nefndinni er ætlað að semja
við síldarstúlkur og eru í henni:
Kjartan Thors, Reykjavík.
Ólafur Guðmundsson, Reykjavík.
Óskar Halldórsson, Reykjavík.
FuIItrúi frá verklýðsfélögunum
norðanlands kemur hingað til Rvík-
ur með Botníu 6. þ. m., til þess að
semja við nefndir þessar, ásamt með
fulltrúum Sjómannafélagsins hér og
í Hafnarfirði og verkakvennafélags-
ins hér og í Hafnarfirði.
Gera má ráð fyrir að nefndir
þessar leiti einnig samninga við
verkamannafélagið Dagsbrún og
fulltrúa þá, er hér kunna að mæta
frá öðrum verkamannafélögum.
Fari svo að samningar náist milli
allra þessara aðila, má telja víst, að
kaupgjald vestanlands við sömu
vinnu verði í samræmi við þá sarnn-
inga.
Fyrir því er hér með skorað á all-
an verkalýð, sem til síldarvinnu
hugsar á sjó eða landi nú í sumar,
að fresta öllum samningum um
verkakaup við síldarvinnu, þar til
séð verður, hver niðurstaðan verður
af framangreindum samningaumleit-
unutn.
Jafnframt er skorað á öll verk-
lýðsfélög að brýna fyrir meðlimum
sínum að bregðast vel við þessari á-
skorun og tilkynna þeim jafnharðan
alt, sem gerist í málinu.
Öflug samtök alls verkalýðsins
geta ein komið máli þessu í viðun-
andi horf. Þau ntá enginn rjúfa.
Reykj avík 1. Júní 1927.
f framkvæmdarnefnd verklýðsmála
Alþýðusambands íslands
Pétur G. Guðmundsson.
Sigurjón A. Ölafsson.
Haraldur Guðmundsson.
-----o------
»Æðandi skríll*.
í síðasta tölubl. Dags, ritar rit-
stjórinn um »vígi’ gegn byltingum«.
Um jafnaðarmenn og íhaldsmenn
kemst hann þannig að orði »að aðr-
ir ■ vilja kyrstöðu, hinir gerbreyt-
ingu,« og »að annaðhvort vecða í-
haldsmenn að halda hinum óánægðu
og byltingasinnuðu stéttum undir
járnhæl fjárvalds og Iagarangsleitni,
eða verða sjálfir troðnir undir fót-
um æðandi skríls«.
Það er næstum hlægilegt, að sjá
veifað jafn inargdeyfðu og egglaasu
vopni, sem þessu slagorði um »æð-
andi skríl«. Það er broslegt að sjá
það notað sem vopn, en aumkvunar-
vert að sjá það notað sem röksemd.
Hvar sjá íhalds- og Framsóknar-
menn hinn »æðandi skríl«. Svo mik-
illi útbreiðslu hefir jafnaðarstefnan