Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 07.06.1927, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 07.06.1927, Blaðsíða 3
VEKKAMAÐURINN 3 Verkamenn! Verkamannafélag Siglufjarðar óskar þess eindregið að engir komi til Siglufjarðar í atvinnuleit í sumar óráðnir og þeir sem kynnu að koma ráðnir eru bróðurlega beðnir að ráða sig ekki fyrir minna kaup en greitt er hér á staðnum til 15. Júlí og er það þetta: 1 króna um tímann í alm. dagvinnu, 1 króna og 20 aurar um tímann í alm. eftirvinnu og 54 til 60 krónur um viku, þegar um mánaðarvinnnu eða lengri tíma er að ræða. Eftir 15. Júlí gyldir annar kauptaxti, sem verður auglýstur um miðjan Júní. Siglufirði 31. Maí 1927. Kauptaxtanefnd félagsins. náð erlendis, að einhverstaðar ætti að mega koma auga á hinn »æðandi skríl«, ef hann væri tákn henriar. Hér á landi hafa jafnaðarmenn þeg- ar fengið meirihluta í stjórnum sumra bæja. Hvar er hinn »æðandi skríll« þar? Ef menn vilja leita »æðandi skríls« þá er hann að finna þar, sem íhalds- stjórnir studdar af »miðflokkunuin« hafa sigað þjóðunum saman i blóð- ugar styrjaldir, sem ýmist hefir ver- ið stofnað til þess að svala heimsku- legum þjóðarrembingi, eða eiíraðri eiginhagsnruna pólitík. »Viðlei rni manna er óstöðvandi«, stgir Dagur. En ef hinir tveir ofurkappsfullu flokkar (ca. fhalds- og JafnaðaN- menn), fá að halda áfranr öfgum sínum telur hann það muni valda niðurbroti alls skipulags. Viðleitni Jafnaðarmanna er sú, að bæta úr skipulagsleysi því, er Dagur marg- uft hefir viðurkent að sé höfuðmein hinnar ríkjandi samkepnisstefnu. Þeir vilja fá framleiðslutækin og verslunina í hendur ríkisins, til þess að koma skipulagi á þjóðarbúskap- inn í stað alls glundroðans er nú ríkir á þeim sviðum. Dagur vill fella þessa viðleitni í skorður hófseminn- ar. Hann vill lækna mein þjóðskipu- lagsins með hómópataskömtum úr mörgum glösum, en Janaðarmenn djarflega stinga á kýlinu. Bn engin »skrílsháttur«er einkenni slíkrar við- leitni. Hún er borin fram af mönn- um, sem hafa galopin augun fyrir gölluni hins drotnandi skipulags. Að kalla þá menn »æöandi skríl«, er magnlaust vopn gegn stefnu þeirra. En í »skrílsnafninu« gægist fram sú lítilsvirðing, er sífelt bólar á hjá mið- og yfirstéttunum í garð alþýð- unnar. Við kjörborðin ættu alþýðumenn og konur að minnast þess, hverjir oftast hampa »skríls«-heitinu. / . Z. ------0------ Úr bœ og bygð. í gær andaðist hér í bænum Marja Austmar, 16 ára að aldri, dóttir þeirra hjónanna Sigurðar H. Austmar og Svanfríðar Austmar. Mun banamein hennar hafa verið heilabólga. Marja sál. var mjög vel gefin stúlka og augasteinn foreldranna, er því mikill harmur að þeim kveðinn við fráfall hennar í blóma lífsins. E.s. Goðafoss kom í gær frá útlöndum á leið vestur um. Hefir hann álmikið af vörum til bæjarins frá Þýskalandi. Hafa hinar beinu ferðir Eimskipafélagsins þangað orðið til þess, að talsvert meira mun flytjast til landsins en áður var af þýskum vörum, ódýrari en áður, meðan þær voru fengnar gegn um heildsala í Kaupmannahöfn. Fiskafli hefir reynst ágætur nú í byrjun vorvertíðarinnar. Hafa mótor- bátar fengið í róðri frá 5 til 7 skippund. Munu nú allir mótorbátar, sem veiðar ætla að stunda að þessu sinni frá Eyja- firði og Siglufirði, vera komnir til veiða. Áður höfðu sumir þeirra stundað veiðar bæði hér úti í fjarðarmynninu og frami við Grímsey og haft ágætt upp úr þeirri veiði. Má því segja að vertíðin hafi byrjað hér um slóðir alt að því mán- uði fyrr en venja er til, þegar Maímán- aðarveiðin er talin með, því hér hefir það ekki þekst áður að fiskur hafi kom- ið fyrr en í byrjun Júní. Uppmokstursskipið, esm hér hefir unnið að undanfömu að dýpkun hafn- arkvíarinnar, liggur nú aðgerðarlaust í lamasessi. Fyrst framan af gekk því stirðlega uppmoksturinn, en í síðusta viku var þó sá sbriður kominn á vinnn þess að það var farið að skila á land 6—800 Cb.m. af sandi og möl á 12—14 klt. í sólarhring, sem unnið var. Nú hef- ir komið frám einhver bilun í verkfaaiv um þess, sem ekki er séð fyrir hvenær muni nást lagfæring á. Getur það haft mjög alvarleg áhrif á byggingu fyrir- hugaðra hafnarmannvirkja ef skipið þyrfti að hætta uppmokstrinum nú, en því miður hefir litið út fyrir frá byrj- un, að að því myndi koma fyrr eða síð- ar, því tælci þess reyndust vera of veik til að vinna á hafnarbotninum hér. ------0------ Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Árnessýslu. 1 síðustu viku var stofnað á Eyrar- bakka að tilhlutun Alþýðusambands ís- lands fulltrúaráð meðal jafnaðarmanna í Árnessýslu. Verklýðsfélögin »Báran« á Eyrar- bakka og »Bjarmi« á Stokkseyri eru þátttakendur í fulltrúaráðinu, og eiga sæti í því stjórnir beggja félaganna. 1 stjórn fulltrúaráðsins voru kosnir; Ingimar Jónsson, prestur að Mosfelli f Grímsnesi, Bjarni Eggertsson búfræð- ingur, Eyrarbakka, Guðmundur Einars- son verkamaður, Stokkseyri, Bergsteinn

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.