Verkamaðurinn - 28.12.1927, Page 1
VERRilMflBORIHH
Útgefandi: Verklýössamband JSÍoröurlands.
***** + + + **•••••* + + * + •••• • - •• • • • • • •-• • •• •-• ••••••••••-•• •-•-•
X. árg. * Akureyri, Miðvikudaginn 28. Desember 1927. I 102. tbl.
Þingmálafundur
fyrir Akureyrarkjördæmi verður haldinn í Samkomuhúsi bæjarins
Mánudaginn 2. Janúar n. k. kl. 8Ú2 e. h. Húsið opnað kl. 8.
Kjósendur í Akureyrarkjördæmi sitja fyrir húsrúmi á fundinum.
Peir, sem óska að koma málum á dagskrá fundarins, hitti
mig í Strandgötu 9 fyrir kl. 2 e. h. næstkomandi Laugardag.
Akureyri 27. Desember 1927.
Erlingur Friðjónsson.
Slysatryggingarnar.
Mönnum og málgögnum hefir
orðið töluvert tiðrætt um slysa-
tryggingarlögin, frá því fyrsta að
þau bar á góma með þjóðinni.
Þetta er ekki svo undarlegt, því á
fáu ríður hinni vinnandi stétt þjóð-
félagsins meira, en að slík löggjöf
sé í lagi. Þegar því að slysatrygg-
ingarlögin voru fengin, hefði mátt
ætla að brugðið hefði til hins betra
á þessu sviði, og að allir flokkar
hefðu hjálpað til að lögin gætu
komið þjóðinni að því gagni, sem
til var ætlast.
Fyrir þeim, sem dyggast börðust
fyrir framgangi slysatryggingarlag-
anna, vakti það, að hver maður,
sem fyrir slysum yrði, við vinnu,
ætti trygga hjálp frá hendi hins
opinbera, án þess að láta af hendi
mannréttindi sín í staðínn; og f
öðru lagi, fengju þeir, sem fyrir
minniháttar slysum yrðu, það vinnu-
tap bætt, sem slysin valda.
Strax og lögin voru afgreidd frá
Alþingi, mátti sjá að hvorugt þetta
hafði náðst að fuliu og hefði vel
mátt við það una um nokkurra
ára bil, ef lögin hefðu þó sýnt að
þau væru spor í rétta átt. En þeir,
sem annaðhvort af skammsýni,
heimskulegri íhaidsemi, eða illgirni,
spiltu lögunum á Alþingi, sáu fyrir
því að það verk, sem þá var
unnið, þyrfti að taka upp von
bráðar. F*að er næsta broslegt að
giska sér tii hvað hafi vakað fyrir
þeim mönnum, sem spiltu lögunum
fyrir Alþýðufulltrúunum. Séu þeim
ekki ætlaðar verri hvatir, verður að
álíta að þeir hafi álitið fé sjóðsins
best verið á þann hátt að það
kæmi engum til gagns. Hefði það
átt að vermda hagsmuni atvinnu-
rekenda, að svifta verkalýðinn styrk
úr sjóðnum, þá væri málið skiljan-
legra. En svo er ekki. Lögin Ieggja
atvinnurekendum töluverð útgjöld
á herðar, og ætti það því að vera
áhugamál þeirra, að það fé kæmi
verkalýðnum að notum. En nú er
því þannig farið, að verkamaður
sem slasast, fær engan styrk úr
slysatryggingarsjóðnum, nema hann
sé frá verkum mánuð eða lengur.
Minniháttar meiðsli, sem þó baka
þeim, sem fyrir þeim verða, tilfinn-
anleg útgjöld og atvinnutap, fást
ekki bætt frekar en að engin
slysatryggingarlög væru til. Þetta
má skýra með einföldu dæmi: Páll
er ráðinn á síldarskip s. 1. sumar.
Hann slasast í byrjun vertíðarinnar,
svo hann er t'rá verkum í þrjár
vikur. Á sama tíma hafa hásetarnir
á skipinu, sem Páll var ráðinn á,
unnið fyrir hlut, sem hleypur upp
á 6 —8 hundruð krónur. Páll fær
ekkert úr slysatryggingarsjóðnum,
þarf að borga 40—50 krónur í
læknishjálp og tapar atvinnu, sem
nemur hálfri ársatvinnu hans. Pó
hefir verið borgað fult gjald fyrir
hann í slysatryggingarsjóðinn.
F U N D
heldur Verkakvennafélagið Eining í
»Skjaldborg«, Fimtudaginn 29. Des.,
kl. 3 e. h.
Par verða rædd þingmál þau,
sem sérstaklega varða verkalýðinn.
Stjórnin.
A öðrum sviðum eru lögin lík.
Að fá fé úr slysairyggingarsjóðnum,
er sama og að pína það undan
nðglum aurasjúks fépúka. f meðferð
Alþingis hafa þau orðið svo, að
ætla mætti að verkalýðnum væri
ætlað að borga þar hverja krónu
með einu mannslífi.
Lögin hafa nú starfað í tvö ár
og hafa dæmt sig sjálf. Peim þarf
að breyta á næsta þingi, svo að
þau komi verkalýðnum að þeim
notum, sem til var ætlast í fyrstu.
Tímann, sem veitir rétt til styrks
úr sjóðnum, þarf að stytta um 3U.
Er það í fullu samræmi við það
ákvæði laganna, að sá verkhaf-
andi, sem héfir menn í vinnu
5 daga, eða lengur, er skyldur að
tryggja þá fyrir slysum Og greiða
lögákveðin iðgjöld. Að vísu er það