Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 17.03.1928, Síða 1

Verkamaðurinn - 17.03.1928, Síða 1
SERHðMðflURlHH Útgefandi: VerKlýössamband Norðurlaijds. h» ♦ ♦ »♦ »♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ »♦♦♦♦♦»♦♦»♦♦♦ XI. árg. f Akureyri, Laugardaginn 17. Mars 1928. J 22. tbl. _ _ _ _ _ _ _ X _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ - — — — — — — — MAAAAA A A Haraldur Níelsson, prófessor, fæddur 30. Nóvember 1868 — dáinn 12. Mars 1928. Eins og þruma úr heiðskíru lofti barst um landið andlátsfregn þessa merkismanns. Ferðamenn, nýkomnir úr höfuðstaðnum, höfðu hitt hann í fullu fjöri við störf sín, og á síðastliðnu sumri taldi hann sig sjálfur hafa fengið var- anlegan bata undangenginnar vanheilsu. En svo verða umj- skiftin svona skjótlega og ó- vænt. Enginn maður hefir nú um skeið valdið jafnmiklum straum- hvörfum í andlegu lífi með þjóð vorri eins og séra Haraldur. Bæk- ur hans og ritgerðir eru lesnar með áhuga um allar bygðir lands- ins, og hvenær sem mönnum gafst færi á, sátu þeir um að hlýða á prédikanir hans og fyrirlestra. Hann átti því almennari ítök í hugum mianna hér á landi, en nokkur annar msaður, sem honum var samtíða. Ekkert er mönnum yfirleitt eins mikið hjartans mál og það, að geta öðlast óbrigðula vissu um framhald lífsins eftir dauða líkamans. Alt kennimanns- starf séra Haraldar snerist um það, að færa mönnum eilífðar- vissuna. Og hann þreyttist aldrei á því, að fylgjast með og taka þátt í störfum þeirra vísinda- manna, sem vinna að því að gera lífið eftir dauðann áþreifanlegt fyrir jarðarbúa. Elja hans við það, að gera þjóð vorri kunnan árangur slíkra rannsókna í öðrum löndum, dró hugi manna að hon- úm, og það því frekar, sem hann hélt á málum þessum með spá- hiannlegum lcrafti, kennimann- legri festu, og bjargfastri sann- færingu. Æfistarf séra Haraldar Níels- sonar var einkum á þremur svið- um. Fyrstu kandídatsár sín vann hann að nýrri íslenskri þýðingu gamla testamentisins af frum- málinu (Hebresku), fyrir biblíu- félagið breska. Mun óhætt að segja, að með því hafi hann unn- ið eitthvert hið mesta bókmenta- legt þrekvirki, sem unnið hefir verið af íslenskum manni. Að því loknu tók við kenslustarfið við prestaskólann, og síðar við guð- fræðisdeild háskólans. Samhliða því stundaði hann lengst af pré- dikunarstarfsemi í Reykjavík og ferðaðist oft um landið í sumar- leyfinu, og prédikaði og flutti fvrirlestra víðsvegar. i Reykjavík myndaðist um hann fastur söfn- uður, og mun óhætt að fullyrða, að enginn annar söfnuður í þessu landi hafi verið jafn gagntekinn af áhuga á andlegum m'álum. Sem lærisveinn séra Haraldar kemur mér nú í hug spámanns- kveðjan, þegar sveinninn Elísa var að skilja við meistara sinn. Meistarinn bauð honum að biðja sig að skilnaði einhverrar bónar, og sveinninn bað þá um, að hann eftirléti sér tvo hluta andagiftar sinnar. Við nemendur hans mun- um líklega flestir ekki hafa óskað okkur annars frekar, en að geta flutt mleð okkur út á lífsbrautina einhvern hluta af andagift séra Haraldar Níelssonar. Mér bland- ast ekki hugur um, að leynt eða ljóst svífur nú andi hans og áhrif yfir allri kennimannsstarfsemi hinna yngri klerka í kirkju vorri, og jafnvel hinna eldri með, og það oft og einatt hjá þeim prestum, sem ekki gátu átt samleið með honum í skoðunum á ýmsum svið- um, og tæplega vilja við það kannast, að þeir hafi mótast af áhrifum frá honum. Eg hika ekki við að telja séra Harald, sem' kennara og leiðtoga, fremstan allra þeirra, seni eg hefi haft kynni af, sem prédikari ber hann höfuð og herðar yfir kennimenn þessa lands, og sem víðsýnn og frjálslyndur guðfræð- ingur hefir hann manna mest ruft braujina fyrir fullkomið kenn- ingafrelsi og hugsunarfrelsi um andleg mél, bæði í kirkjunni og utan hennar. Ein af kröftugustu ræðum séra Haraldar var flutt út af þessum orðum Krists: »Eg er kominn til að varpa eldi á jörðina«. Sendi þá ein af konum safnaðarins honum þakkir sínar með þessum orðum: Þín orð hafa sál mína auðgað að ýmsu, er eg þarfnaðist mest, og ylinn og geislana á jeg, en eldinn jeg þakka samt best. Þessu líkar rnunu nú margar kveðjurnar vera úr söfnuði séra Haraldar. Og söfnuður hans er í raun og veru mikill hluti hinnar íslensku þjóðar. Sá söfnuður treg- ar nú kennimlann sinn látinn, hann, sem í fylsta skilningi var postuli þess meistara, er »skírði með heilögum anda og eldi«. Stþ. G.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.