Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 17.03.1928, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 17.03.1928, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 árum aukið og margfaldað fram- ieiðsluna, bátafloti þeirra hefir aukist og stækkað svo undrum sætir. Jafnhliða þessari gífurlegu aukningu verðmætanna, hefir með ári hverju kaup sjómanna lækkað og hlutskifti þeirra versnað. Liggja að þessu margar orsakir. Smáútvegsmenn í Vestmanna- oyjum, sem eru fjöldamargir, hafa við mjög erfitt og óhag- kvæmt verslunarfyrirkomulag að búa. Flestir þeirra hafa fundið sig knúða til að beygja sig undir sjálfdæmi fárra kaupmanna, í kaupum útgerðarnauðsynja og Sölu aflans. Auk þess er, að margra dómi, eyðslusemi og van- spilun í rekstri útgerðarinnar nær dæmalaus. Þetta, ásamt fleiru, hefir orðið til þess, að útvegs- menn fóru að hugsa um spamað. Stórútgerðarmenn og kaup- menn, sem höfðu eiginhagsmuna að gæta í því, að sami verslunar- máti héldist, gengust, fyrir því að stofna útgerðarmannafélag. Síðan fyrsta útgerðarmannafé- lagið var stofnað í Eyjum, eru nú liðin nálægt 7 ár. Hefir starf þess og stefna, miðað að því einu að lítilsvirða sem mest hinn' skap- andi framleiðslukraft, vinnu sjó- manna. Þokar nú óðum að því marki, er stórkaupmenn virðast keppa að, sem er það að sjó- menn hafi aðeins eitthvað að eta á meðan þeir þræla. Samtök atvinnurekenda í Eyj- um hafa haft mjög góða aðstöðu til að kúga verkalýðinn, enda not- að það dyggilega. — Amilirsvegar hefir þeim tekist að flækja smá- útvegsmen n í neti samviskulausr- ar okurverslunar og á þann hátt neytt þá til að ganga í útgerðar- mannasamtökin. — Hinsvegar hefir, til skamms tíma, sjómanna- stéttin staðið algerlega berskjöld- úð og sundruð gagnvart þessu. Til Vestmannaeyja flyst á Hverjum' vetri fjöldi sjómanna víðsvegar utan af landi, flestir þeirra koma þangað óráðnir, ó- kunnugir og með tvær hendur tómar. Gefur að skilja, að þessir menn hafa litlar líkur til að koma út vinnu sinni fyrir sæmilegt verð, enda verður jafnan sú raun- in á, að þeir neyðast til að hlýta afarkostum útgerðarmanna. Heyr- ist það eigi sjaldan, úr hópi út- gerðarmanna, að þeir ráði til sín aðkomumenn af einskærri með- aumkun. Ofangreindar ástæður, ásamt fleiru, hafa á undanförnum árum gefið samtökum auðvaldsins í Eyjum þau vopn í hendur, sem verkalýðurinn hefir orðið að hopa fyrir og mun neyddur til að gera svo lfengi, sem hann stendur ber- skjaldaður og grípur eigi til vopna. Fyrir rúmu ári síðan var stofn- að »Sjómannafélag Vestmanna- eyja« til að draga úr þyngstu höggum stórkaupmanna, en þó eigi svo vel að við mætti una. Eftir árs starfsemi má heita að félagið standi í sömu sporum í kaupgjaldssókn, en reynsla þess á árinu hefir opnað augu þess fyrir nauðsynlegustu viðfangs- efnum í nánustu framtíð. Skulu þau helstu hér upp talin: 1. Félagið mun viðhalda lát- lausri baráttu, fyrir rétti sjó- manna, gegn útgerðarmannafélagi Vestmanneyja. 2. Félagið leggur mikla áherslu á, að vakinn sé skilningur allra sjómanna, er sækja atvinnu sína hingað, á því, að það er eigi síst hagsmunamál þeirra sjálfra, að þeir haldi kyrru fyrir heima, þar til kaupdeilur eru útkljáðar á ver- stöðvunum. 3. Félagið gerir alt, sem í valdi þess stendur, til að knýja fram kaupkröfur sjómanna, sem fyrst á haustin, áður hætta er á því bú- in, að aðkomumenn flytjist á staðinn og stofni til vandræða eins og að undanförnu. 4. Félagið skorar á alla hugs- andi sjómenn, að hefja hið bráð- asta öfluga viðleitni í þá átt, að koma á stofn sjómannafélögum allstaðar á landinu, þar sem því verður við komið, félögum, sem vinna að því saman, að skipu- leggja hreyfingar verkalýðsins milli atvinnustöðvanna eins og vei'kalýðnum yrði hagkvæmast. Hér hefir verið, í aðaldráttum, skýrt frá aðstöðu sjómanna í Vestmannaeyjum'. Mun hún svip- uð annarstaðar á landinu. Sjómannafélag Vestmannaeyja sendir því samtakahvatningu síná til allra sjávarþorpa landsins í þeirri fullvissu, að sjómenn þekki sinn vitjunartíma og bindist öfl- ugum samtökum. Vestmannaeyjum 8. Febr. 1938. F. h. »Sjómannafélags Vestmanneyja*. Jón Rafnsson. Formaður. Guðm. Kristjánsson. Ritari. * ------0------- Úr bœ og bygð. JAFNAÐARMANNAFÉLAGIÐ heldur fund í Skjaldborg, Mánudaginn 19. Mars kl. 8% síðd. FUNDAREFNI: 1. Ibsensminning. 2. Bréf frá jafnaðarm.fél. »Sparta«. 3. Parísarkommúnan 1871. —0— Kirkjan: Messað á morgun kl. 2. Nýlátinn er í Húsavík séra Jón Ara- son sóknarprestur. Banamein hans var krabbi í lifrinni. Séra Jón var tæplega hálfsjötugur, vinsæll maður og vel lát- inn af söfnuði sínum. Hann lætur eftir sig konu og 6 börn, öll uppkomin. Skipakomur: Nova kom frá Reykja- vík á Miðvikudagskvöld og fór aftur um nóttina. Lagarfoss kom í gærmorg- un, vestan af Húnaflóa, og fór aftur f nótt. Hafði hann fengið óvenjulegt blíðviðri á flóanum, og varð að liggja á höfnum þar samtals 3 sólarhringa, til þess að bíða eftir áætlun.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.