Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 15.05.1928, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 15.05.1928, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN fyrirtæki, er rekið var hér á landi, en þeir, sem fyrirtækið þyrfti nauðsyn- Jega að hafa, vegna sérþekkingar þeirra. f skjóli þessara laga gat ekki komið til mála, þó lögin væru skýrð svo rúmt sem frekast var unt, að leyft væri að hafa fleiri útlenda verkamenn í Krossanesi en 8—10. Þrátt fyrir þetta fer verksmiðju- stjórinn fram á, að ríkisstjórnin ís- lenska þverbrjóti hin nýtilorðnu lög, með því að leyfa honum að flytja inn 40 norska verkamenn. Getur nokkur hugsað sér meiri ósvifni. Þá komum við að ástæðunni með skattinn, og tekur þá ekki betra við. Verksmiðjuféiagsstj. grípúr strax til þess, er henni ógnar, hve háan skatt skattanefnd Glæsibæjarhrepps gerir félaginu að greiða, að hóta að hætta rekstri, í stað þess að kæra skattinn fyrir yfirskattanefnd og bíða þess, hvaða úrskurð hún fellir. Og af þessari aðferð er ritstj. ísl. mikillega hrifinri. Hún er líka svo dæmalaust hnefaréttarleg, og fellur því vel í hans kram. Hann er ekki lengi að slá þvi föstu, að skatturinn sé altof hár, og hann er heldur ekki lengi að segja, hvaða ástæða liggi til þess, að skattanefndin gerði skattinn svona háan. Henni þyki ekki gefinn upp nógu mikill gróði af brunanum í fyrra. Og honutu fellur þetta svo afar illa, af því að í þessu felist aðdróttun að verksmiðjufélag- inu um skattsvik. Það er ekki lítið vandlifað fyrir skattanefnd Glæsibæjarhrepps. Hér um árið var hún skömmuð fyrir að leggja of lágan skatt á verksmiðju- félagið, en nú, þegar hún hefir hann verulega myndarlegan fær hún skammir fyrir það líka. Af því mér er kunnugt um, að ait hjal ritstj. um, hvað vakað hafi fyrir skattanefndinni við skattaálöguna síðustu, er markleysa, vil eg leið- rétta það. Ástæðan til þess, að skattanefndin ekki lagði til grund- vallar fyrir skattinum framtal verk- smiðjufélagsstjórnarinnar, sem var á þá leið að gróðinn væri 220 þús. kr., var sú, að því framtali fylgdu eigi þeir reikningar, sem samkvæmt lögum eiga því að fylgja. Varð því skattanefndin að áætla skattskyldar tekjur, eftir því sem henni þótti lík- legast að þær væru og var þá sjálf- sagt að áætla þær nógu hátt, því að ef skatturinn varð ósanngjarnlega hár, mundi það pína verksmiðjufé- lagið til að leggja fullkomna reikn- inga fyrir yfirskattanefnd, um leið og það kærði skattinn. Svo þegar skattanefndin gætir itrustu skyldu sinnar í þessu efni, og sér hag ríkis- sjóðs vel borgið, ræðst blaðið ís- lendingur á hana með hnjóðsyrðum fyrir frammistöðuna, í stað þess að þakka hana. Finst nú ekki almenningi það ærið hart, að blað, sem nefnir sig »ís- lendingur«, skuli gerast svo djarft, að gerast málsvari erlendra auðíé- laga, er þau reyna að kúga oss ís- lendinga. Finst mönnum það ekki athugandi, hvort ekki bæri að leggja hegningu við því, sem hverjum öðr- um glæp, er blöðin gefa vísvitandi rangar upplýsingar um markaðs- horfur, sem geta stórskaðað at- vinnuvegi landsmanna, og líka við því, að ráðist sé á skattanefndir með hrópyrðum og frekju út af því, að þær skuli gæta þeirrar skyldu sem á þeim hvílir lögumsamkvæmt. Síðast í grein sinni ræðst ritstjór- inn á skattalögin og telur þau vit- laus og ranglát. ' Um þetta get eg verið honum sammála, en sennilega á nokkuð öðrum grundvelli. Eg tel það einn stærsta galla á lögunum, að þau eigi fyrirbyggja það nægi- lega að atvinnurekendur fremji skattsvik. Jón Steingrímsson. -------o------- Á Fimtudagínn var kviknaði í smiðj- unni hjá Hallgrími Jónssyni járnsmið. Eldurinn var slöktur áður en brunalið- ið kom til, en Hallgrímur brann lítils- háttar á fótum og hönd við að bjarga úr eldinum. Á Sunnudaginn kviknaði í húsinu nr. 39 í Strandgötu. Kviknaði út frá rafhitunartæki. Varð eldurinn slökt- ur áður en mikill skaði varð að. Olíugeymar og verkalýður. Einn liður er það á rekstursreikn- ingum atvinnufyrirtækja nútímans, sem eigendunum finst altaf of hár; en það eru vinnulaun verkalýðsins, sem við fyrirtækin vinnur. Eigend- urnir reyna því af öllum mætti að lækka iaun og lengja vinnutíma verkamanna sinna. Af þessu stafa kaupdeilur nútímans — tákn okkar tíma. En þegar ekki vinst meira á í kauplækkun og vinnutímalenging, þá er tekið til annara ráða. Vélar eru fundnar upp og fullkomnaðar til að vinna það, sem verkamenn þurfti áður til að leysa af hendi. Verkamönnunum er fækkað að miklu leyti, eða allir látnir fara, en í stað þeirra koma nokkrir véla- menn og umsjónarmenn. En verka- menn ganga svo atvinnulausir á eítir. Giegst dæmi í þessum sökum er núverandi atvinnuástand í Banda- ríkjum Ameríku. Þar hefir auðlegð og »þjóðarvelmegun« aldrei verið meiri en nú; þar hafa framfarir í verslun og iðnaði aldrei verið stór- feldari en nú; en þar hefir samt aldrei verið jafn mikið atvinnuleysi og fátækt meðal verkalýðsins sem nú. Stafar atvinnuleysið þar af því, að verkamenn eru svo víða orðnir »óþarfir«, því búið er að finna upp vélar, sem vinna verkin mikið bet- ur, fljótar og »ódýrar« en þeir. Hér á landi er þetta ástand á byrjunarstigi, enn sem komið er. Þ6 eru í iðnaði víðá komnar vélar, sem vinna það, er áður var unnið meft handafli. Sem siðustu fyrirbrigði á þessu sviði mætti nefna t. d. kola- kranann í Rvík, flatnings- og af- hausunarvélarnar í Vestm.eyjum og olíugeymana. Allar þessar vélar og tæki fækka þeim mönnum, sem þurfa við kolauppskipun, afhausun fiskjar og flatningu og olíuupp- skipun. Áður fyrri var olían flutt í tré-

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.