Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 15.05.1928, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 15.05.1928, Blaðsíða 3
VERKAMAÐÚRINN 3 Verkamenn! Látið ekki hjá líða, að nota atkvæðisrétt yðar við ;bæjarstjóra- « kosninguna á morgun. Munið eftir því, að sigur Jóns Sveinssonar er sigur íhaldsins. — Fjölmennið því á kjörstað og kjósið Jón Steingrímsson. eða stáltunnum til landsins og nokk- uð marga verkamenn þurfti við uppskipun á henni og útskipun á tómum tunnum. Þegar olíugeymarn- ir verða teknir til afnota, hverfur þessi vinna að miklu leyti. Skip þau, sem með olíuna koma, dæla henni gegnum leiðslur upp í olíugeymana, en geymarnir þrýsta olíunni aftur út í báta og skip jafn óðum og hennar þarf með; nema þar sem nokkuð þarf að Iáta í tunnur til næstu fisk- vera. Við þetta starfa svo nokkrir vélamenn auk umsjónarmanns. Mikill ágóði er að því fyrir olíu- seljendur að nota geymana. En sá ágóði lendir ekki hjá verkalýðnum. Geymarnir auka því' ekki velmegun hans, heldur atvinnuleysi og fátækt. Verkamenn fá aðeins að njóta þeirr- ar »ánægju« að horfa á þessi risa- vöxnu mannvirki nútímans og finna vanmátt sinn. Samt seni áður er mikil fram- för að öllum atvinnusparandi vél- um og tækjum. Þau auka fram- leiðsluna í heiminum og gera flutn- ingana léttari og ódýrari. En þess- ara auknu auðæfa njóta ekki nema eigendur vélanna og tækjanna — hluthafarnir í hinum stóru fyrir- tækjum — og nokkrir helstu þjónar þeirra. öll alþýða fér gæðanna al- gerlega á mis. Kaupgeta verkalýðs- ins vex ekki að sama skapi og auð- æfi heimsins aukast, svo alþýðan getur ekki veitt sér aukin þægindi; jafnvel ekki allra brýnustu nauð- synjar. Framleiðslan selst því ekki og atvinnuleysið eykst. Það seni þarf að gera, er að bæta aðstöðu alþýðunnar til að njóta gæða aukinnar framleiðslu og léttari flutninga. Það þarf að auka kaup- getu hennar svo hún geti veitt sér meiri lífsþægindi og fengið að njóta framfaranna í heiminum. En þetta fæst ekki, nema alþýðan sjálf skapi sér aðstöðu til þess. Verkalýðurinn verður að taka til sinna ráða, til að öðlast betri kjör. Þjóðin verður, í stað einstakra manna, að eignast hin stóru fyrir- tæki, svo ágóðanum af fullkomnari rekstri þeirra verði dreift út, en ekki safnað af einstökum mönnum eða sóað í gengdarleysi. Þjóðnýting fyr- iríækjanna er lausn máisins. — sn. -------o------- Skeyti hefir komið um það frá sendimönnum síldareinkasölunnar, að undirtektir séu góðar undir einkasöluna í Svíþjóð. Höfðu þeir haldið tvo fundi með síldarkaupend- um í Gautaborg, annan með salt- síldarkaupendum en hinn með kryddsíldarkaupendum á Föstudag og Laugardag, og voru að leggja af stað til Stokkhólm á Sunnudags- kvöldið var. ------o------ Franskt herskip kom hingað inn á Laugardaginn og lá hér yfir helgina. Allir tem óska að spara tima og peninga kaupa þar sem úrvalið er stærst, vör- urnar bestar og verðið lægst. Menn kjósa gjarna að spara óþarfa hlaup. Með síðustu skipum kom gríðarstórt úrval af kvensvuntum, golftreyjum, sport- húfum, sokkum, kvenkápum, alls- konar nærfötum, mjög fallegum og ódýrum kvenkjólum og ótal margt fleira. Það er ógerningur að telja upp allar nýjungarnar hjá Ryel, en hver og einn er velkominn að koma og athuga vörurnar. Baldvin Ryel. L^aupendur blaðsins, sem höfðu bústaðaskifti núna um krossmessuna, láti afgreiðsl- una vita um flutninginn, svo þeir fái blaðið með skilum. Úr bœ og bygð. Enginn ísafoldarfundur á Föstudag- inn, vegna umdæmisstúkuþingsins. Umdæmisstúkuþingið hefst á Fimtq- daginn, strax eftir komu íslands að vestan. Koma fulltrúar á þingið og framkvæmdanefnd stúkunnar með Is- landi. Brynjufundur annað kvöld á venju- legum stað og tíma. Félagar ámintir um að mæta vel og stundvíslega. »Óðinn« kom á Sunnudaginn með sjó- menn, er voru í Vestmannaeyjum yfir vetrarvertíðina. Láta þeir fremur vel yfir för sinni, bæði aflaföngum og líðan. Ritstjórn: Stjórn Verklýðssambandsins. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.