Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 26.05.1928, Side 2

Verkamaðurinn - 26.05.1928, Side 2
2 VERKAMAÐURINN Fyrir þessa margendurteknu reynslu, er það orðið fjöldanum eðlilegast, að trúa enguin til neins. Á það lagið er óspart gengið, af flærðarfullum tnálpípum hins gamla skipulags. Þegar einhver gengur fram fyrir skjöldu í hóp fjöldans, með hug- sjónir í brjósti og einlægan vilja á og hæfiieika til að stjórna fylking þeirra í lífsbaráttunni, þá ríður lífið á, að gera þessa menn viðskTla við fjöldann. Stundum tekst að vinna þá yfir á band drotnendanna, með því að láta þeim falla í skaut gull og græna skóga. Það er ekki öllum forystumönnum gefinn sá styrkleiki ardans að geta sagt »Vík frá mér Satan«, þegar við þeim blasa ver- aldarinnar ríki og þeirra dýrð. Ekk- ert hefir eins mikið háð verkalýðn- um, í baráttu hans fyrir breyttu skipulagi, eins og það, hve oft for- ingjar bregðast, og það oft þegar mest ríður á. En því oftar sem það kemur fyrir, því auðveidara verður fyrir auðvaldið að gera þá foringja tortryggilega í augum fjöldans, sem í-alvöru og einlægni beita sér fyrir að leiða fjöldann fram til sigurs. Við þessu er ekkert ráð annað ,en það, að fjöldinn reyni að þroska svo skilning sinn á félagsmálum, að hann geti sjálfur séð hvað falskt er eða traust í leiðsögninni. Það er nauðsynlegt og gott að fylgja trú- lega góðum foringja. En þa'ð er ekki maðurinn, heldur málefnið, sem fjöldinn á að fylgja. Þið megið ekki fyigja í blindni neinum manni, þó hann hafi leitt ykkur eitt skref fram á leið. Hann getur hæglega leitt ykkur afvega í næsta skrefi. En þið megið heldur ekki snúa við honum baki fyrir neinar aðrar sakir en þær, að hann sé að bregðast þeirri stefnu, sem þið eruð búnir að sjá að leiðir til sigurs. Gleymið því ekki, að andstæðingar ykkar eru ekki líkleg- astir til að segja ykkur satt um það, hvenær foringi er að bregðast ykk- ur eða ekki. Þeir vara ykkur sjaldn- ast við þeim foringjum, sem ykkur eru í raun og veru hættulegir. Til þess er þeim of Iítjð ant um sigur ykkar. Þess vegna ber ykkur að vísu að vera vakandi á verði gagnvart foringjum ykkar. En það eruð þið sjálfir, sem verðið að sjá hverjum má treysta og hverjum ekki. Og, þið megið undir engum kringum- stæðum láta vantraust á foringjum ykkar snúast upp í traust á and- stæðingnum. Það er sá mesti óvina- fagnaður, sem þið getið gert, að láta þann dóm, sem einstöku leiðtogar gcta verðskuldað, breyta afstöðu ykkar til stefnunnar. Það er engri stefnu að kenna, þó hún sé svikin. í þessum efnum er ekkert ráð til annað en það, að þoska ykkur sjálfa svo, að þið getið, án sögusagna annara greint svik frá trúmensku. Þá er annað ráðið, sem auðvaldið beitir með mestri lævísi gegn verka- lýðnum, og það er að riðla fylking- unum, með því að hæna að sér 'nokkurn- hluta verkalýðsins, taka svo og svo marga verkamenn út úr, bæta kjör þeirra og hlynna að þeim á allan hátt. Með þessu ná þeir nokkrum hluta verkalýðsins á sitt band, og nota svo þann hlutann sér til aðstoðar í baráttunni. í Ameríku hefir þessi aðferð tekist svo, að veruleg verklýðshreyfing á þar ntjög örðugt uppdráttar, og er þó hvergi neitt líkt því eins mikið djúp stað- fest milli auðs og örbirgðar, eins og einmitt þar í landi. En peningavald- ið hefir ýmist með lægni eða harð- fylgi komið því svo fyrir, að sá hluti verkalýðsins, sem auðmagnið hefir tekið upp á sína arma nær á- valt tagli og högldum í .verkalýðs- samtökunum, en fátækari hlutinn fær ekki sín hagsmunamál tekin á dagskrá. Þessu lík klofning vprk- lýðsstéttarinnar er annað höfuðráð drotnendanna, í vörn sinni gegn framgangi hins nýja skipulags. Höf- uðlausan her og tvískiftan er venju- lega auðvelt að sigra. Til þess að bjóða síðari hættunni byrginn, dug- ir ekkert annað en sú ósérplægni, seni setur hag heildarinnar upp yfir hag einstaklingsins. Meðan sá hugs- unarháttur fær fótfestu hjá alþýð- unni, eins og hann ávalt fær hjá á- hangendum auðvaldsins, að mark- mið allrar baráttu sé það, að skapa sjálfum sér persónulega betri lífs- skilyrði, þá er leiðin opin, til að sundra og tvístra verkalýðnum. En nái sú lífsskoðun að festa rætur, að persónuleg vellíðan sé lítils virði, eða í raun og veru óhugsanleg, meðan fjöldi meðbræðranna verður að berjast vonlausri baráttu, þá fyrst er fenginn sá grundvöllur, sem félagsbygging framtíðarinnar verð- ur á reist. Við vinnum aldrei sigur fyrir stefnu verkalýðsins, jafnaðar- stefnuna, meðan við ölum í brjósti sömu draumana um veraldlega vel- liðan, sem auðmennirnir lifa eftir nú. Með þeim hugsunarhætti er að vísu hugsanlegt, að við hver um sig, getuni fyr eða seinna orðið ofan á í 'hagsmunabaráttunni. Það gæti meira að segja komið fyrir, að algerð endaskifti yrðu á, svo að þeir, Stm nú sitja á tindunum soguðust niður í djúpið, en hinir, sem í djúpunum eiu, lyftust upp á við. En það er enginn sigur fyrir jafnaðarstefnuna, og vafasamt er hvort mannkynið væii nokkru bættara fyrir þau skifti. Sigur okkar stefnu hlýtur að verða fólginn í því, að sá möguleikí verði numinn burtu, að ein stétt geti lifað á annarar sveita. Því marki verður ekki náð, meðan hver ein- staklingur einblínir á sinn stundar- hag. Varanleg vellíðan , allra, er markið, sem hver og einn verður að stefna að. En til þess að sú verði stefnan hjá öllum, þarf »umvirðing allra verðmæta«, eins og einn af snillingum veraldarinnar komst svo fagurlega að orði. S. -----o------ „Öll skepnan stynur“ datt mér í hug, þegar eg las grein S. J. Hjaltalíns um síldareinkasöl- una í ísl í gær. Greinin er lítið ann- að en andvarpsstuna vængbrotinnar íhaldssálar, sem »horfir kvíðandi til sumarsins«. Og kvíðaefnið er einkasalan, sem hann, eins og fleiri, hafa orðið að flýja til, út úr sárustu neyð, því þeir treystu ekki fleytum sínum til »að

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.