Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 20.12.1928, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 20.12.1928, Blaðsíða 3
VERKAMAÐUMNN 9 aði, og minnir okkur á höfund vís- . unnar: »Það eru’ ekki lömbin, sem láta sig flá«, o. s. frv. Það er einhver besti kostur æfin- týra þessara, að þau skuli vera svo alhliða, að sýna oss jafnt sál lista- mannsins, sem reynir að skapa sér heim fullan samræmis og samúðar, og sál uppreisnarmannsins, sem hvetur til baráttu gegn kúgurunum, meðan menn og málleysingjar líða nauð. Það er barátta þessara tveggja afla í hug Þorsteins Erl- ingssonar, sem skapar fjölbreytn- ina og hinn djúpa lífsveruleik í list hans — þessi æfintýri eins og alt annað. E. O. -----o---- „Rjettur". Síðara hefti hins XIII. árg. Rétt- ar er komið út. Það er 10 arkir að stærð og fjölbreytt að efni. Nokkuð er það ólíkt hefti því, sem út kom í vor. Þjóðfélagsmál og stefnur verkalýðsins eru meira ræddar í þessu hefti. Það er meira »poli- fiskt«. Efninu skal nú lýst í fám orðutn. Fyrsta greinin er eftir ritstjórann, Einar Olgeirsson. Hún heitir Kom- andi þing og er utu stjórnmál, eins og nafnið bendir til. Deilir höf. nokkuð á núverandi stjórn og flokka þá, sem hana styðja og þykir Htið hafa gert verið til þess að koma fram stefnumálum alþýðu til sjávar og sveita. »Síðasta þingi heilsaði verkalýðurinn með vonum, komandi þingi verður heilsað með spurning- um«, segir höf. í lok greinarinnar. Næst er smásaga eftir Anton Tschekow. Hún heitir Nafnlaus saga, og er þýðanda hvergi getið. Sagan er góð. Efni, stíll og frásögn ■er a|t rrjpð nýjum blæ. Úr Rúslandsferð heitir næsta grein. Hún er eftir Jakob Gíslason verkfræðing. Var honum boðið til Rússlands á síðastliðnu sumri, á- samt ýmsum öðrum norrænum stúdentum. Frásögnin er skýr, og virðist höf. gera sér far um að segja rétt og óhlutdrægt frá því, sem fyr- ir augun bar. Allmargar myndir eru í grein þessari, og er hún bæði fróð- leg og skemtileg. Þá er næst Heimsbaráttan um oli- una eftir Alfons Goldschmidt, pró- fessor. Grein þessi segir frá hinu nýja heimsveldi, steinolíunni. Kol og olía, kopar og járn, ráða meiru um stjórnmál heimsins en kirkja og kristindómur. Hegrakló auðvaldsins seilist fast eftir auðæfum þessum undan sauðargæru frelsis og föður- landsástar. AHir þeir, sein öðlast vilja réttan skilning á stjórnmálum, verða að kynna sér þessa hluti ræki- lega. Grein þessi er gagnfróðleg. Hún er skýrt og vel rituð og ágæt- lega þýdd. Þýðandinn er Steindór Steindórsson, náttúrufræðingur. Þá er næst Athugasemdir Karls Marx við stefnuskrá þýska verka- Lýðsflokksins frá 1875. Brynjólfur Bjarnason náttúrufræðingur hefir þýtt grein þessa og ritað inngang og eftirmála við hana. Athugasemd- ir þessar eru mjög skarplegar og snjallar, en uggur er mér á, að al- þýðu þyki þær nokkuð þungar og vísindalegar. Víst er, að þær verð- ur að lesa með mikilli athygli og umhugsun. Árgalarnir áminna heitir næsta grein. Hún er eftir ritstjórann og er um tvo höfuðpostula jafnaðarstefn- unnar hér á landi: Þorstein Erlings- son og Stephan G. Stephansson. Greinin er rituð af því fjöri og eld- móði, sem einkennir höf., og mögn- uð af anda þessara tveggja stór- skálda. Margt af því, sem þau hafa best ritað, er tilfært í greininni: Hin þungu svipuhögg vandlætinganna, seni þau létu ganga á víxlurunum í musteri sannleika og réttlætis. Hin vígreifa eggjan til hins vaknandi lýðs. Mörg kvæði þessara skálda eru djásn, sem eiga ævarandi gildi meðal þjóðarinnar og það er vel að þeirra sé minst í Rétti. Þá er Víðsjá. f henni eru greinar um Tolstoj, Þjóðabandalagið, Spartacus. Énnfremur er smásaga JÓLAKBRTI ódýr, hjá Jóni Quðmann. STRAUSYKUR á kr, 0A5 kílóið hjá Jóni Quðmann. JóiaKerfi smá og stór. SPIL handa börnum og fullorðnum, fást í Kaupfél. Verkamanna. Gefið vinum yðar þá fjársjóði, sem hvorki mölur né rið fær grandað. K A U P I Ð jólagjafirnar hjá Suðjóni & jlðaibirni gullsmiðum. eftir Turgenjeff, Þröskuldurinn, og loks blaðagrein eftir Mussolini frk. þeim tíma, er hann var jafnaðar- maður. Alt er þetta fróðlegt og; skemtilegt aflestrar. f Ritsjá er dómur um bók Krist- ínar Sigfúsdóttur: Gömul saga, eft- ir sr. Gunnar Benediktsson. P. H. Jólablað drengja (Skáta) 1928 e*" nýkomið hingað og fæst keypt h|t Hhátaforingjanum hér, Gunnari GvA- laugssyni Lundargötu 10. Er blaftið hið álitlegasta og prýtt fjölda af mynd- um. Verður drengjum varla kosin kaer- ari og hollari jólagjöf en blað þetta eri

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.