Verkamaðurinn - 30.03.1929, Qupperneq 1
VERKflMBflOHlHH
Útgefandi: VerKlýðssamband Norburlands
XII. áfg. * Akureyri, Laugardaginn 30. Mars 1929. • 27. tbl.
Alþingi.
Þar hefir nú verið tíðindalítið
síðustu daga eins og von er til,
þar sem þingmenn hafa tekið sér
páskafrí. En til þess að þráðurinn
slitni ekki niður hér, leyfir blaðið
sér að birta frumvarp það, er
Haraldur Guðmundsson flytur um
bann gegn líkamlegum refsingum.
Er þetta meðal annars gert vegna
þess, að reynt hefir verið að bera
almenningi ósannar fregnir af
frumvarpinu (Sbr. eyrnaklipafrv.
Norðlings o. fl.). Er frumvarpið
birt hér með greinargerð.
»1. gr. Foreldrum, fjárhalds-
mönnum, húsbændum, kennurum,
lærimeisturum og öðrum, sem yf-
ir börnum og unglingum hafa að
ráða, er með öllu bannað að beita
hýðingum, höggum, barsmíði,
klípingum eða öðrum líkamlegum
refsingum, hverju nafni sem
nefnast, við börn og unglinga.
2. gr. Brot gegn 1. gr. varða
hegningu sem hér segir, nema
þyngri hegning liggi við að lög-
um: 1. brot varðar sektum frá 20
til 200 kr., 2. brot varðar sektum
frá 200 til 1000 kr., 3. brot varð-
ar — auk sekta, 200 til 1000 kr.
— foreldra missi foreldravalds,
fjárhaldsmenn missi fjárhalds,
húsbændur vistarslitum þeirra, er
verknaðurinn kemur fram við,
kennara embættismissi, lærimeist-
ara ógilding námssamnings, og
alla aðra umráðum þeim, er þeir
hafa yfir börnum og unglingum.
3. gr. Mál út af brotum á lögum
þessum skulu rekin sem almenn
lögraeglumál.
4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1.
Jan. 1930.
GREINARGERÐ.
Með vaxandi þekkingu á upp-
eldismálum og sálarlífi barna og
unglinga hafa augu manna opn-
ast fyrir því, að líkamlegar refs-
ingar gera meira ógagn en gagn,
enda mun nú svo komið, að þær
eru víða lagðar niður með öllu.
Þó er þeim enn beitt sumstaðar.
en allstaðar mælast þær illa fyrir.
Tómlæti löggjafanna mun valda
mestu um, að þær hafa eigi enn
verið bannaðar með lögum«.
Á öðrum stað hér 1 blaðinu er
birt framsöguræða Erl. Friðjóns-
sonar er hann lagði fram heimild-
arlög fyrir því, að bæja- og sýslu-
félög mættu taka einkasölu á
nauðsynjavörum. Snerist íhald
Ed. öndvert gegn frumvarpinu og
komst Jón Þorláksson svo út af
jafnva^gi, að hann taldi litla eða
enga ísahættu fyrir Norðurlandi,
og þó samgöngur teptust vegna
þessa, mætti flytja föng til Norð-
urlands í flugvélum!!! — En
deildarmenn voru þeirrar mein-
ingar að flugferðirnar mundu
verða strjálar í stórhríðum á
vetrum, en þær fylgdu altaf haf-
ísnum, og vísuðu málinu til ann-
arar umræðu og allsherjarnefnd-
ar. —
Útdráttur .
úr framsöguræðu Erlings Frið-
jónssonar er frumvarp til laga um
heimild fyrir bæjarfélög og sýslu-
félög til þess að taka einkasölu á
nauðsynjavörum. Var lagt fram
til fyrstu umræðu í Efri deild 20.
Mars sl.
Þó einkasölumál séu engin nýj-
Verkamannafélag
Akureyrar
heldur fund í fundarsal bæjar-
stjórnar á annan í páskum kl. 1.
DAGSKRÁ:
1. Stýfingarmálið.
2. Kauptaxtamál.
3. Húsabygging verklýðsfélag-
anna.
4. Atvinnumál.
Mjög áríðandi að félagar mæti
stundvíslega.
STJÓRNIN.
ung hér í hv. Alþingi, þá er þó
þetta frv. nokkur nýjung og til-
breytni frá því sem verið hefir
áður hér á ferðinni.
Eins og sést á frv., þá er ráð
fýrir því gert að bæjarfélögum og
sýslufélögum sé heimilað að taka
í sínar hendur innflutning og sölu
nauðsynjavara yfir þann tíma
árs, sem hætta getur stafað af
siglingateppu vegna hafíss eða
annara hindrana. Frumvarpið er
því aðallega miðað við norðlenska
staðhætti.
Eg geri ráð fyrir því, að háttv.
þingmenn neiti því ekki, að fylsta
ástæða sé til að íhuga slíkt mál og
þetta. ísahættan er altaf mikil
fyrir Norðurland og jafnvel fyrir
al.t landið. Því þess munu finnast
dæmi, að hafís hafi innilukt alt
landið, að Breiðafirði einum und-
anskildum.
Það kunna ef til vill einhverjir
að segja, að ekki sé nú ástæða til
þess að gera ráðstafanir í þessum
efnum, þar sem við séum búnir að
hjara allan þann tíma, sem liðinn
er síðan á landnámsöld, og lifað