Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 30.03.1929, Page 2

Verkamaðurinn - 30.03.1929, Page 2
2 VERKAMAÐURINN + | Kristín Einarsdóttir, t ekkja jósefs sál. Jónssonar öku- manns, andaðist að heimili sínu, Lundargötu 15 hér í bæ, á Skír- dagskvöld. Kristfn sál. var hin mesta atorku- og myndarkona, glöð í viðmóti jafnan, hjálpfús og heið- virð í allri breytni. sæmilega. Mætti ef til villbætavið, þó við höfum vitanlega orðið fyr- ir hörðum búsifjum af völdum hafíssins á undangengnum öldum. En reynsla liðinna ára ætti að hafa gert okkur það framsýnni en forfeður vora, að við látum ekki lengur hjá líða að gera hyggilegar ráðstafanir til þess að forðast af- leiðingar íssins, því það er áreið- anlegt, að þó það geti dregist nokkurn tíma að hafísinn heim- sæki land okkar, þá verðum við eins að taka á móti honum þó hann kæmi ekki oftar en 1—2 á öld. Þó margt hafi verið ritað og rætt um íshættuna og jafnvel sett lög um kornforðabúr og fl., hefir nauðalítið verið gert af þeim ráð- stöfunum sem að gagni koma. Frumvarp það, er Pétur Jónsson flutti á þingi 1921 um einkasölu á kornvörum, og sem átti að vera til tryggingar fólki og fénaði, ef sigl- ingateppa yrði af völdum hafíss, fékk ekki betri viðtökur en það hjá þinginu, að því var vísað heim til umsagna sýslu- og bæjar- félaga og þar dagaði það uppi, hygg eg að verið hafi. Á þessu sést, að menn hafa verið fremur sinnulitlir í þessum málum þó að sjálfsögðu megi fullyrða, að ísinn heimsæki okkur aftur oft og mörgum sinnum.ogþá ef til vill engu minni, en hann var t. d. á 17. og 18. öld, en frá þeim tíma höfum við einna gleggstar sagnir um hafísinn. Til þess að háttvirtum þing- deildarmönnum verði enn ljós- ara, hvers getur verið-að vænta af hafísnum, ef hann hagar sér hér- eftir eins og hann tíðum áður hef- ir gert, skal eg leyfa mér að vitna til ummæla fróðra manna um haf- ísárin á síðari öldum. Þorv. Thoroddsen segir um vet- urinn 1694. Þá var ís við Norður- og Austurland alla leið til Eyrar- bakka og Vestmannaeyja. 1695 var vetur harður um land alt með snjóum og norðanstormum, ísa- lögum, hörkum og frostum. Haf- ís kom þá snemma að Norðurlandi og lá fram um þing. Um sumar- mál var ísinn kominn vestur með landi að sunnan alla leið að Þor- lákshöfn, og 14. apríl 1695 rak hann fyrir Reykjanes inn á Faxa- flóa. Rak ísinn þar inn á hverja vík og mátti ganga á ísnum af Akranesi í Hólmakaupstað. Lá hann í Flóanum rúmlega fram í vertíðarlok. Að vestan komst ís- inn fyrir Látrabjarg, en norðan- lands mátti ríða og renna fyrir hvern fjörð um vor-krossmessu. Þessi lýsing frá síðustu árum 17. aldar sýnir, að ísinn hefir þá legið um alt ísland nema lítinn hluta af Breiðafirði. Ef við settum nú að taka á móti öðru eins ísári og 1695, stæðum við mikið ver að vígi en þá, þó á 17. öld væri. Á- stæðan fyrir því er sú, að nú byggjum við miklu meir á aukn- um samgöngum og lifum miklu meira á aðkeyptri vöru en þá var. Þetta gerir ísahættuna tvöfalt meiri nú en hún þó var í lok 17. aldar og ástæðuna því enn brýnni til að hefjast handa. Enn má og geta þess að 1882 lá hafís hér við land fram að höf- uðdegi. Árin 1880 til 1888 voru yfirleitt hin mestu harðinda og ísaár. Þá voru tekin hallærislán úr landssjóði er námu um 90 þús. kr. og útlendar þjóðir gáfu lands- mönnum alt að /2 miljón kr. í hallærisgjöfum, og um 2000 fs- lendingar flýðu landið til Ame- ríku. Þetta er öllum rosknum mönnum í svo fersku minni, að ekki er ástæða til að leita skrif- aðra heimilda til að sanna það. Þó skal til frekari áréttingar lesa upp kafla úr riti Guðm. Björns- sonar landlæknis »Næstu harð-’ indi«, gefið út 1913. Þar segir svo: »Harðindin hófust með frosta- vetrinum mikla 1880—81. Hafís var mikill 1881—82. Grasbrestur mikill sumarið 1881, svo tún voru sumstaðar ekki slegin. Veturinn 1881—82 var mjög illur og vorið aftaka hart og varð þá geysimikill peningsfellir; þar á ofan var sumarið 82 eitt af þeim verstu, er sögur fara af. Árin 1883 og 84 var tíðarfarið allgott, en ekki svo að þjóðin gæti rétt sig við og 1885 kom aftur ilt árferði og hélst til 88. Var allmikill hafís 3 ár í röð, 86—88. Með árinu 87 (sultarár- inu) má þó telja að harðindunum sé lokið. Sumir menn hafa hugsað sér að byggja mætti fyrir háska þann, sem leiddi af siglingateppu með því að flytja vörur frá Suðurlandi til Norðurlands á sleðum eða öðr- um tækjum, en eg fæ ekki skilið, hvernig slíkt gæti átt sér stað, því ef veruleg siglingateppa yrði, myndi það verða meira en lítið sem flytja þyrfti til þess að full- nægja fólki og fénaði á öllu því svæði er gæti komið til greina. Ef ís kæmi t. d. á jólaföstu og væri fram á vor og byrgja þyrfti upp alt svæðið frá Horní að Langanesi, þá er hætt við að það hrykki skamt, sem ekið væri á sleðum frá Suðurlandi á alt það svæði. Slíkt er Vitanlega fásinna ein að gera ráð fyrir slíku, og fönnin mundi stöðva önnur ak- færi. Nei, rétta leiðin er að byrgja sig upp á haustnóttum með þann forða, sem þarf yfir þann tíma úr árinu, sem siglingateppan getur orðið, sem aðallega myndi verða yfir veturinn og fram á vorið, því oftast mun hafís vera orðinn greiðfær þegar líður á vor, eða

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.