Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 03.08.1929, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 03.08.1929, Blaðsíða 1
QERBflMðflORIHM Útgefandi: VerKlýðssambarid Norðurlands. xn. árg. Akureyri, Laugardaginn 3. Ágúst 1929. | 63. tbl. ------------------------'7........................ -♦ • « • Búskapur bæjarins. Höfnin. Akureyri á þvi láni að fagna, að eiga frá náttúrunnar hendi einhverja bestu og fegurstu höfn á landinu. Oæði hafnarinnar, ásamt legu henn- ar í miðdepli Norðurlands, gerir það að verkum, að siglingar eru talsverðar hingað, einkum á sumr- in. Pó þungamiðja síldarútgerðar- innar sé á Siglufirði, þá dregur þó Akureyri til sín talsvert af þeim skipagöngum, sem síldveiðunum fylgja. Hér höfðu því verið gerð- ar tvær miklar hafskipabryggur á fyrsta tug 20. aldarinnar. Pó þær væru mikil mannvirki á sinum tíma, þá fóru þær samt að reynast ónóg- ar, þegar kom fram yfir 1920. Olli því einkum það, að þungamiðja skipaafgreiðslunnar færðist öll að annari bryggjunni, svo að leigja varð hina út til síldarsöltunar, til þess að hafa af henni nokkrar tekjur. Niðurstaðan varð því sú, að ráð- ist var í það árið 1927 að auka hafnarlóðir og bryggjukost hafnar- innar, með nýrri bryggjugerð og uppmokun. Var á því ári varið til nýrra hafnarmann virkja kr. 331205,23. Nokkuð var búið að vinna árin á undan, og árið 1928 bættist við uppmokun fyrir kr. 35350,00. Pessi miklu mannvirki urðu mun dýrari en áætlað var í fyrstu, enda urðu talsverð endáskifti á fjárhag hafnar- innar á þessum tveimur árum. f árslok 192ö voru skuldir hafnarinn- ar samtals kr. 07571,85, en skuld- lausar eignir kr. 340738,65. Við síðustu áramót voru skuldirnar kr. 384059,24 en eignir umfram skuldir kri 288289,09. Skuldirnar ukust á þessu tímabili um kr. 316487,39, en eignirnar ukust á sama tíma um kr. 264037,83. Að skuldirnar auk- ast þannig meira en eignirnar staf- ar af því, að kostnaðurinn við mannvirkin varð meiri en ráð var fyrir gert. Er hér ekki staður til að dæma um það, hvort um megi kenna illri stjórn eða ekki. En al- kunna var það á sínum tíma, að útreikningar sérfræðinganna i þess- um efnum stóðust ekki sem best, og að tæki þau, sem fengin voru til verksins, leystu ekki sem best af hendi það starf, sem þeim var ætlað að vinna. Aðgætandi er það i þessu sam- bandi, að bænum ukust verðmæti við þessi hafnarmannvirki, sem ekki eru reiknuð með í eignum hafnarinnar. Bærinn lagði til land undir hafnarmannvirkin og hafnar- lóðirnar, en fékk í staðinn upp- fyltar byggingarlóðir í bótinni, sem eru bænum mjög verðmætar. Af þessum landauka er nú þegar búið að leigja byggingarlóðir fyrir kr. 2000,00 á ári. Pegar fullbygðar eru lóðir þær, sem bærinn eignaðist þarna, verða árstekjurnar 3—4 þús. krónur, og auk þess eignast bærinn þar land undir stærsta og vegleg- asta torg bæjarins. Þessi landauki er því lágt metinn á 120—160 þús. króna. Er þá fengin meira en tvö- föld upphæð sú, sem hagur hafn- arinnar sýnist á pappírnum hafa færst til verra vegar á þessum ár- um. Pá er á það að líta, hvort höfn- inni er ekki reistur hurðarás urti öxl með mannvirkjum þessum, hvort tekjur hennar séu í samræmi við skuldir þær, sem á henni hvíla, og i samræmi við eignirnar, sem ávaxta þarf og viðhalda. Pví þrátt fyrir aukin mannvirki, mnnu fáir telja fært að hækka hafnargjöldin frá því sem var. Skal þá litið á tekjur hafnarinnar árið 1928. Aðaltekjustofnar hafnarinnar eru: hafnar og bryggjugjöld af skipum, vörugjöld, lóðargjöld, skipakvíar- gjöld, og svo leigur eftir V athne- eignina og innri bryggjuna og ýms- ir smærri tekjuliðir. Árið 1928 voru tekjurnar samtals kr. 78172.46. Við- hald og beinn kostnaður var það ár kr. 23567.76. Er þá eftir til vaxta og afborgana af skuldum hafnar- innar rúmlega 44 þús. kr. Aðgæt- andi er, að Wathne-eignin var keypt seint á árinu, og gaf því engar tekj- ur. Sömuleiðis fékst engin leiga eftir innri bryggjuna. Pó gert sé ráð fyrir, að tekjum þeim, sem þessar tvær eignir gefa, verði ár- lega varið til nýrra mannvirkja, sem ekki gefa beinan arð, eins og t. d. Leirugarðurinn. Pá er sú upphæð, sem til skuldalúkningar og vaxta- greiðslu gengur, 10—11% af skulda- upphæðinni, eins og hún er nú. Sé árlega hægt að borga 40 þús. kr. í vexti og afborganir, greiðast skuldir hafnarinnar að fullu á 15 árum. Segja má, að síðastliðið ár hafi verið óvenju hagstætt, og því megi ekki miða framtíðarafkomu við tekj- ur þess árs. En fram að þessu hafa tekjur hafnarinnar stöðugt far- ið vaxandi. Par sem ekki er annað sjáanlegt, en að bærinn sé í stðð- ugum vexti, þá eru ekki líkur til að hafnartekjurnar fari minkandi. Pað nær því ekki nokkurri átt, að örvænta um fjárhag hafnarinnar. En það má ekki gleymast, að mikið er eftir óunnið enn. Leiru- í

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.