Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 03.08.1929, Side 2

Verkamaðurinn - 03.08.1929, Side 2
2 VERKAMAÐURINN garðurinn verður næsta viðfangs- efnið og um leið endurbót skipa- kvíarinnar. Þá vantar að framiengja hafnarbakkann norðan við nýju bryggjuna og grafa upp og laga til framan við Strandgötuna. Að þessu verður ,að vinna smátt og smátt, án þess þó að aukið verði við skuldirnar, frá því sem nú er. Verði þær endurbætur teknar rétt- um tökum, er fullkomin ástæða til að ætla, að Akureyrarbær geti jafn- an átt vel útbúna höfn, án þess að þyngja álögur þær, sem á eru lagð- ar vegna hafnarinnar. Stþ. G. ------o----- F á t æ k t. í nýútkomnu hefti af »Ganglera«, sem er tímarit um guðspeki og andleg mál, er ýmislegt, sem vert er að lesa með athygli. Þar sem tími vinst ekki til að skrifa ritdóm um heftið, verður að nægja að birta kafla úr tveimur ritgerðum, sem í því eru birtar, og sem sérstaklega er vert á að benda. Fyrra erindið heitir, >Það, sem eg vildi segja«, og er eftir Laufeyju Valdemarsdóttur. Er hún að lýsa lífs- skoðun sinni og rekur ýms atvik úr lífi slnu, sem orðið hafa til að mynda og skýra skoðun hennar á tilverunni. í því er þessi kafli: • Nokkru eftir stríðið, 1920, fór eg til út- landa og komst alla leið suður til Vínar. Pá lukust upp á mér augun fyrir því, að mannkynið er haldið ýmsum kynvillum, sem grípa almenning eins og næmir sjúk- dómar, og að ein af þeim er hernaðarhug- myndin. Þar höfum vér þann kost, íslend- ingar, að standa utan við þau dáleiðsluáhrif, sem fá menn til að trúa á nauðsyn hernaðar. Þegar eg sá mentað fólk heiilað af hersýningum, eins og smádrengi, sem berjast með trésverðum, eða þegar eg heyrði konur tala um, að það væri óþarfa mannúð að hjálpa Vinarbörnunum og setja þau á, svo að þau fengju að vaxa upp og verða að ókindum eins og foreldr- arnir, þá skildi eg þetta til fulls. Og þá sá eg fyrst og skildi, hvað fátæktin var, og að eg hafði gengið blind gegnum lifið eða altaf lokað augunum, svo að eg þyrfti ekki að sjá hana. Því að hvað erfátækt meðan hún mannskemmir ekki þann, sem verður fyrir henni? Eg sá fátæktina í dagsljósinu í Vin. Allur heimurinn kendi þá mest í brjósti um þá, sem átt böfðu betri daga, en urðu nú að svelta og fara alls á mis. Aðdáanlegt var að sjá hvernig margt af þessu fólki bar fátæktina. En átti það ekki andlega fjársjóði, sem ekkert gat grandað? Ömurlegri fátækt hafði altaf verið til og alstaðar, og þessi heimur, sem nú var fullur meðaumkunar, hafði ekki viljað sjá hana. Stórborgirnar áttu heila eymdá^heima, þar sem menn lifðu og dóu f niðurlægingu, tóku að erfðum Iikamlega og andlega sjúkdóma, uxu upp í umhverfi, sem útilokaði von um bata. Þeir einir komust upp og áfram, sem áttu i sér þrótt pöddunnar, sem gleypir þær, sem minni eru. Menn stofnuðu alþjóðarliknarfélög, komu saman skrautklæddir í dýrðlegum sölum og borðuðu lostæta rétti, á meðan þelr hlustuðu á lýsíngar af þessari eymd, sem þeir þóttust bæta úr með dálítilli ölmusugjöf. Petta horfði eg sjálf á og hefi aldrei getað gleymt. Ekkert fær mig til þess að trúa á, að nokkur »karma«-kenning geti réttlætt afskiftaleysí heimsins af þessari skiftingu. Engin afsökun er til gegn því nema blindnin, því hver sem hefir vit á gott að gjöra og gjörir það ekki, honum er það synd.« — Þeim fer stöðugt fjölgandi, sem betur fer, sem farnir eru að skilja, að fátæktin er ekki send í þennan heim, til þess að fáeinir sælkerar geti gert sig að guðs börnum, með því að sletta ölmusum í aumingjana. Ekkert annað en hlffðarlaus barátta gegn því misrétti í mannfélaginu, sem fátæktina skapar, getur gert mannkynið hólpið. Hin greinin, sem eg vildi vekja hér athygli á, er eftir Sig. Kr. Pétursson og hettir: »Þótt glögg sé leiðin.« Eru það hugleiðingar um áhrif og af- leiðingar rússnesku byltingarinnar fyrir andlegt líf rússnesku þjóðarinnar. Fer hér á eftir stuttur kafli úr þeirri grein »Hreysið. — Vel má vera, að oss veitist erfitt að skilja Rússa, Iíf þeirra og háttu. Dettur mér í hug, að bregða megi upp mynd úr þjóðlífi voru, sem getur orðið til skilningsauka. Virðum hana fyrir oss. Komum inn á íslenskan kotbæ, þar sem menn lifa bæði til sjós og sveita, sem svo er kallað. Örbirgðin blasir við oss, þegar komið er inn. Baðstofan, ef baðstofu skyldi kalla, er ekki öll undlr súð, heldur hálf reft og sér í torfið milli raftanna. Engin ér fjölin á gólfinu, af því að bóndinn hefir ekki efni á þvi, að kaupa timbur, hvorki í það né annað. Oólfið er því moldargólf og er mokað éinstöku sinnum, eins og fjárhús, þegar bálkurinn er of hár. Svo þröngt er á milli rúmanna, að drengur, sem er átta * vetra, getur staðið, á rúmstokkum, er standa sín hvoru megin í baðstofunni. Eigi þarf að lýsa rúmfatnaði né klæðnaði manna. Malarhæfið er og ekki á marga fiska, þar sem ein er kýrin, en átta eða tíu manns, sem á henni lifa. Þann tíma ársins, sem hún er getd, er Iifað á fiski °g rúggraut óbættum. En stundum þrýtur rúgur, af því að hanu er erlend vara, og er þá lifað einaöngu á fiski............... Reynum nú. að tvöfaldn þessa mynd og gera hana svo, að ömurleikinn verði helm- ingi meiri, kúgunin enn þá verri og ör- birgðin enn þá átakanlegri. Munum vér þá fá nokkprn veginn rétta mynd af lífi því, er rússneskir kotbændur hafa lifað öldum saman.< Höfundurinn skyggnist svo um eftir þeim öflum, sem haldið gátu þjóðun- um við lýði gegnum örbirgð og kúg- un. íslenski bóndinn átti sinn hug- myndaheim, sóttan í æfintýri og forn- ar sögur. í þeim heimi lifði hann, þegar lífið í þessari veruleikans veröld varð verra en einkis virði. En rúss- neski bóndinn átti sér annan heim til að lifa í, það var trúarveröldin. Hann tignaði helga menn, meðan íslending- urinn tignaði hetjur. Rússneska byltingin hefir stíflað trú- arelfuna, sem flætt hefir og flæðir um í hugum þjóðarinnsr. En eins og klaka- stifian í vatnsmiklu fljóti, sem fellur af fjöllum ofan, verður aðeins undir- búningur leysingarinnar, sem flæðir yfir sléttlendið og frjóvgar grundir og engi, eins má vænta að byltingin, sem truflar vanabundna rás andlegra athafna hjá einhverri trúuðustu þjóð veraldar- innar, verði til að safna andlegri orku, sem síðar flæði yfir heiminn. Þörf væri á að birta fleiri kafla úr þessari ágætu ritgerð, en rúm blaðsins leyfir það ekki. Greinina verða Kka allir hugsandi menn að lesa í heilu lagi. Eg get þó ekki stilt mig um að enda hér á örsmáum molum úr síðari hluta greinarinnar: .... »Sameignarmenn hafa þá tru, að hagur þjóða muni batna stórum, ef breytt sé til um skipulag. Allir menn, sem hafa hjarta og heila í lagi, eru þeim sammála um það, að þörf sé á umbótum.« . . . . »Hvernig haldið þér, að bót verði ráðin á bölinu?« Haldið þér að mann- kynsfræðarinh komi til þess að flytja oss þau fagnaðartiðindi, að alt sé gott og blessað, bræður vorir megi kveina, hér þurfi engra umbóta við? Haldið þér að

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.