Verkamaðurinn - 22.11.1930, Side 6
6
VERKAMAÐURINN
eru, sem skapa andstæðurnar
milli stétta og þá um leið hipa
sjálfsögðu stéttabaráttu hins
vinnandi lýðs. Þar lærir hann að
skilja hvaða réttarstöðu hann hef-
ir innan borgaralegs þjóðskipu-
lags. Hann sannfærist um að rétt-
arstaða hins vinnandi manns er
engin til. Með öðrum orðum:
hann hefir í borgaralegu þjóð-
skipulagi engan rétt til að njóta
verðmæta þeirra, sem hann aflar
með vinnu sinni. Þeim rétti hafa
auðborgarar yfirstéttanna stolið
frá honum, með öllum hugsanleg-
um klækibrögðum og hverskonar
. ofbeldi, sem nöfnum tjáir að
nefna. En »Rjettur« gjörir meira
en þetta. Iíann sýnir fram á, að
barátta verkalýðsins fyrir frelsi
sínu, er á öllum sviðum helg
skylda hvers einasta hugsandi
manns. Ekki einungis vegna sinn*-
ar eigin persónu, heldur vegna
alls hins undirokaða lýðs um heim
allan, því að öfl þau, sem nú berj-
ast meðal mannkynsins, verða alt-
af meir og meir alheimsleg, svo að
frelsisbarátta þjóðar, sem ein-
staklings, nær til allra annara
þjóða á jörðunni, sem berjast fyr-
ir frelsi sínu. Barátta okkar hér
norður á Akureyri gegn launa-
kúgun í Krossanesi, Gefjunn eða
»garveríinu« snertir allan verka-
lýð út um heim, hvort er austur í
Rússlandi, Kína, Indlandi eða
vestur í Ameríku. Alt er órjúfan-
leg heild.
Við það að lesa »Rjett« öðlist
þið þroska réttlætis og samúðar-
kendar, óg fáið skilið, að hin
kommúnistiska byltingarkenda
starfsemi er óhjákvæmileg. Hún
er heimsnauðsyn, sem atvinriuþró-
unin skapar. Eða haldið þið, að
auðvaldið með allan sinn ránsfeng
í refsklónni, fari að rétta ykkur
hendina með góðu og segja: Gjör- *
ið svo vel, góðir bræður; hér er
það sem eg hefi frá ykkur tekið?
Nei og aftur nei.
Enginn nema verkalýðurinn
sjáífur nær því aftur með sam-
stilltri ógnar-orku sinni og gjör-
byltingu.
í línum þessum hefi eg leitast
við að sýna hvað »Rjettur« hefir
að bjóða alment, en ekki farið út
í einstakar greinar hans; þó get
eg ekki stilt mig um að fletta upp
og benda á einstakar ritgjörðir,
þó allar eigi þær það sameiginlega
skilið að vera athugaðar hver fyr-
ir sig.
Flettið upp »Straumhvörf« eftlr
Einar Olgeirsson. Athugið með
honum ástandið í heiminum,
kreppuna, orsakir hennar og af-
léiðingar. öflin, sem hljóta að
verða til þess að ráða bót á öng-
þveitinu — byltingaröfl verka-
lýðsins. Eða »Marxisminn« eftir N.
Lenin (þýðing). Lesið hann og
kryfjið til mergjar hinar þrauthugs-
uðu og rökstuddu kenningar. Pað
ér að vísu erfitt verk, en slíkt erfiði
borgar sig.
»Skipulagsmál verkalýðsins« eftir
Brynjólf Bjarnason er lærdómsrík
hugvekja um skipulagning og starfs-
tilhögun verkalýðsins í baráttunni.
Lestur þeirrar greinar er ávaxtarík
kenslustund og dregur menn ósjálf-
rátt innábardagasviðin, með ákveðn-
um framkvæmdahug í verki.
Þar er enn einn meðal höf., hinn
ungi, skarpskygni leiðtogi verkalýðs-
ins, Ásgeir B. Magnússon, með
»Hreyfing íslenskrar öreigaæsku«,
sem gefur tilefni til margvíslegra
hugsana. Hann gengur óskefldur í
berhögg við þrælareglugjörðir og
kúgunaraðferðir skóla, kirkju og ann-
ara undirokunartækja ríkisvalds og
auðsöfnunar. Hann gefur foreldrum
tilefni til að varpa ekki allri sinni
áhyggju á skóiana, sem eiga að ala
upp börnin þeirra og móta ung-
dóminn.
Rúmsins vegna get eg ekki farið
nánar út í efni »Rjettar«, en gleym-
ið ekki að: »Alþjóðasamhjálp verka-
lýðsins«, Frá Indlandi og Kína,
kvæði og kvæðabrotaþýðingar o.fl.
á alt sama erindið til ykkar. Að
vekja og glæða stéttartilfinninguna,
þroska samúð og umhyggju og
ÚTBORGUN.
Söltunarfélag verkalýðsins greiðir
eftirstöðvar af vinnulaunum á morg-
un, Miðvikud., kl. 6-8. Útborgunin
fer fram í Aðalstræti 10.
Steinþór Guðmundsson.
vera Ieiðarvísir í baráttu verkalýðs-
ins fyrir frelsi sínu.
»Rjettur« þarf að komast inn á
hvert einasta öreigaheimili. Þar er
hann réttkjörin húslestrarbók nú-
tímans.
Verkamaður.
-------o-------
Frá verklýðsráðstefn-
unni í Reykjavík.
Verklýðsráðstefnunni iauk um
helgina, eftir fjörugar og langar um-
ræður um verklýðsmál. Feld var til-
laga um stofnun óháðs verklýðs-
sambands með 39 atkv. gegn 13.
Þessir 39 fulltrúar fóru meö umboð
3600 félagsmanna, en hinir 13: 890
félagsmanna.
Miklar sögur hafa gengið hér
nyrðra um ósamkomulag og rifrildi
á verklýðsráðstefnunni, enekki benda
samþyktir þess um framtíðarstörf
Alþýðuflokksins á, að deilurnar hafi
átt djúpar rætur, því þær voru ann-
aðtveggja gerðar í einu hljóði, eða
með mjög litlum ágreiningi.
Alþýðuflokksþingið hófst í dag.
Þvf viðlesnari, sem verklýðsblöð-
in eru, þvf meiri áhrif hafa þau, og
þvf fyr nær alþýðan þvf takmarld
sfnu að verða áhrifamesta valdið i
rfldnu.
Þau eru hið lifandi samband i
milli verklýðsins, sem býr dreifður
um alt landið.
Nyti þeirra ekld viö, myndl það
kosta 10 ára baráttu að ná því, sem
nú vinst á einu ári.
Ritatjóm: Stjóm Verklýðss&mbflndflÍBfl.
Prentsmiftja Odds Björnssonar.