Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 22.11.1930, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 22.11.1930, Blaðsíða 5
VERKAMAÐURINN 5 -• -• •-•-•-•-•-•H Verkalýðurinn svarar. Fjölmennur verklýðsfélagafundur á Sauðárkróki mótmœlir skoðanakágun Framsóknarstjórnarinn- ar og brottrekstri Ásgeirs Bl. Magnússonar úr Mentaskóla Norðurlands. »Fjölmennur sameiginlegur fundur í verklýðsfélögunum og F. U. J. á Sauðárkróki mótmælir harðlega brottrekstri Ásgeirs Bl. Magnússonar úr Mentaskóla Norðurlands. 1. Af þvi að engar sannanir eru fyrir, aðBþessi nemandi hafi vanrækt nám sitt. 2. Af þvi að ekki hefir heyrst um óhlýðni eða ókurteisi þessa nemanda innan skóla. Sé það rétt, að kenslumálaráðuneytið hafi sett þær reglur, að enginn skólanemanna megi láta uppi sjálfstæða stjórnmálaskoðun opinberlega, á meðan hann er i skóla, þá mótmæiir fundurinn slíkum skoðanaiangels- unum, hvaða flokkur sem í hlut á. Einnig telur fundurinn óhæfilegt, ef skólastjóri heldur einhliða pólitískar ræður innan skóla, eins og heyrst hefir að hann hafi gert«. Tveir greiddu þessu mótatkvæði. Félag ungra jajnaðarmanna, Akureyri, lýsir andúð sinni og fyrirlitningu á þrælalögum Mentaskóla Norðurlands og mótmælir öllu þvi, sem gert er i þeirra nafni. Telur það lög þessi al- gert brot á ákvæðum stjórnarskrár um ritfrelsi og mannréttindi og veit, að lögum þessum er fyrst og fremst stefnt gegn íslenskri verklýðshreyf- ingu. Á þar að reyna að ónýta þá krafta, er hún kynni að eiga i skólanum, eða reka þá burtu ella. Lítur það svo á, að reglugerð þessi beri órækan vott um byltingarótta og fasismahneigð hjartveikra smáborgara og sé al- gerlega ósamboðin lýðfrjálsu landi. Skorar það á nemendur skólans að ræða reglugerðina, alt um bann meistarans og gera tillögur í þessu efni. Hinsvegar lýsir það megnri fyrirlitningu á öllum blekkingattilraunum og bitlingum meistarans (fleiri dansplðtur, aukin leyfi, reykingarsalur, og lof- orð um tilslökun síðar, ef nemendur verði þægir o. s. frv.). Telur það þetta lúalega tilraun til að hylja það skarð, er höggvið er í frelsi og sjálfstæði nemenda. Heitir það á nemendur að hrista af sér ok þrælsótt- ans og vakna til virkra starfa. 0r bœ og bygð. Kvöldskemtun st. »Akureyri« í Samkomu- húsinu á Sunnudaginn var afar fjölsótt og þótti hin besta frá upphafi til enda. Nýja-Bíó sýnir nýja mynd annað kvöld sem heitir »Frækinn fréttaritari«. Á Sunnudaginn datt drengur niður um ís á Pollinum. Náðist hann lifandi, en orðinn mjög þrekaður, Millisíldarvart hefir orðið undanfarna daga en þó í mjög smáum slil. Fiskafli er altaf góður hér i firðinum. -..... 0---------- „Rjettur". XV. árg., 3.-4. hefti. Nýskeð er komið út 3. og 4. hefti »Rjettar« af yfirstandandi ári, og hafa þau margt og mikið að geyma. En þó að þessi tvö hefti hafi ekkert sérstætt að bjóða frá því, sem verið hefir undanfar- andi, heldur haldi hinni sömu hreinu og ákveðnu stefnu og fyrri árg. »Rjettar«, þá er óhjákvæmi- legt að minnast þeirra sérstak- lega. »Rjettur« er bók fyrir alþýðu- fólkið (öreigana), bók alls þess fólks, sem lifir af launavinnu, sem orsakar það, að það heyrir til þeim hluta mannkynsins, sem er arðrændur af yfirstétt og atvinnu- i-ekendum, er ráða yfir atvinnu- tækjunum og auðlindum hráefn- anna. Hann er hvorutveggja í einu málsvari og kennari allra kúgaðra og undirokaðra, hvar sem þeir eiga heima á jörðinni og hverrar þjóðar sem er. Til þess að geta tekið að sér þetta göfuga hlutverk þarf mikils • með. Það þarf sannmentaða, víð- sýna, ósérplægna, þrekmikla, staðfasta, sannleikselskandi, djarfa og hughrausta menn, sem formælendur, með næmri réttlæt- is- og samúðarkend, er hvergi kvika frá sannleikanum. »Rjettur« á því láni að fagna, að hljóta stuðning ungra og upp- rennandi manna, sem hafa brotist undan áhrifum hins borgaralega skipulags, og náð að þroska þessa nauðsynlegu hæfiieika í ríkum mæli. Og þess vegna er það, að hon- um tekst að leysa hlutverk sitt vel af hendi. Hver sá alþýðumaður, sem nokk- uð vill hugsa um vandamál verald- arinnar, þarf að kaupa »Rjett« og lesa gaumgæfilega. Þar fær hann yfirlit yfir ástandið í heiminum og öðlast skilning á hvaða öfl það

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.