Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 10.09.1932, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 10.09.1932, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Verklýðssamiökin Og Alþýðusambandið. Nú er búið að ákveða Alþýðu- sambandsþingið, og á það að byrja 12. nóv. í haust. Kratabroddarnir eru þegar famir að hefja öflugan undirbúning undir þingið og senda bestu ræðumenn sína út um allt land til þess að auka sjálfum sér fylgi en rógbera kommúnista og stéttvísa verkamenn. Hér á Akureyri héldu þeir fund varaforseti Alþýðusambandsins Héðinn Valdimarsson og síra Sig- urður Einarsson. — Tilgangur þessa fundar var það að endur- vekja traust verkalýðsins á Al- þýðusambandinu og foringjaklíku þess, ef ske kynni að ennþá væri hægt að eyðileggja vísir þann að almennri samfylkingu verkalýðs- ins, sem kommúnistar og stéttvís- ir verkamenn af öllum pólitískum flokkum hafa gengist fyrir. Það leyndi sér ekki, að útilokun- arákvæði sem kratabroddamir með sínum eigin atkvæðum á síð- asta Alþýðusamb.þingi þrengdu inn í verklýðssamtökin, var, á þessum fundi, þeim Héðni og Sig- urði viðkvæmt mál, sem þeir vörð- ust í lengstu lög allra útskýringa á, en svo fóru samt leikar, eftir að kommúnistar og fleiri verkamenn svo sem Þorsteinn Þorsteinsson, höfðu þjappað svo að Héðni í um- ræðunum að geðsmunir hans kom- ust í uppnám, að hann viðurkendi, að einungis þeir, sem fylgja krata- Ijroddunum í einu og öllu hefðu rjettindi innan Alþýðusambands- ins, og að hann mundi á komandi ur á nauðsyn samfylkingarinnar. Verkamenn og konur, sem ekki voruð á þessum fundi, kynnið ykk- ur samfylkingarstefnuskrána. Fylkið ykkur til baráttu með stétt- arsystkinum ykkar gegn árásum auðvaldsins, kaupkúgun og at- vinnuleysi. . . . * Getur verkalyðurinn treyst Alpýðusambandinu? Þegar ég heyrði, að Héðinn Valdimarsson varaforseti' Alþýðu- sambands Islands og sr. Sigurður Einarsson, sem les svo fallega er- lendar fréttir í útvarpið, ætluðu að tala hér á fundi, sem jafnaðar- sambandsþingi beita sér gegn af- námi útilokunarákvæðisins. Þessi yfirlýsing Héðins ætti að sannfæra hvem einasta verka- mann um, að einskis góðs sé að vænta frá kratabroddunum eða Alþýðusambandinu, sem þeir ráða lögum og lofum í. Kommúnistar og allir stéttvísir verkamenn hafa því engar tálvonir um að Alþýðu- sambandið geti breyst í baráttu- samband, sem að gagni geti kom- ið í baráttu verkalýðsins fyrir brýnustu dægurþörfum hans, af- staða sambandsins til síðustu launadeila og atvinnuleysisbarátt- unnar hefir líka sannfært þessa verkamenn um land allt að ósigurs stefna sosialdemokrata er þar öllu ráðandi. Þessvegna verður verka- lýður þessa bæjar að rísa öndverð- ur gegn þessum ófögnuði innan verklýðssamtakanna og það gerir hann best með því að samfylkja sér á grundvelli stéttabaráttunnar um daglegar hagsmunakröfur sín- ar — til baráttu gegn útilokunar- ákvæðinu og fyrir stofnun óháðs verkalýðssambands um land alt. Ennfremur er nauðsynlegt að verkalýðsfélög þau sem enn standa utan Alþýðusambandsins gangi í það, ekki til að þjóna kratabroddum heldur til að sam- einast hinum stéttvísa baráttufúsa verkalýð innan Alþýðusambands- ins til baráttu móti auðvaldinu fyrir bættum kjörum sínum og útilokun atvinnurekenda og um- boðsmanna þeirra úr verkalýðs- samtökunum. K. mannafélagið »Akur« boðaði til síðastliðið þriðjudagskvöld, þá greip mig forvitni að heyra, hva5 þessir menn hefðu að segja við okkur verkamennina á Akureyrf, hvað þeir hefðu í hyggju að fram- kvæmt yrði, til að ráða bót á vandræðum okkar, nú í kaup- gjalds og atvinnuleysisbaráttunni. Afréð eg því að fara á fundinn, þrátt fyrir að ég er ekki vanur að sækja fundi nema í Verkamanna- félaginu, sem ég er meðlimur í. Eg komst á fundinn og hlustaði á ræður nefndra manna og þótti minna um vert en ég hafði gert mér vonir um. Töluðu þeir um »kreppu«, sem við verkamenn vit- um um og atvinnuleysi og erfið- leika verkalýðs, sem við þekkjum af reynslu betur en þeir, eftir út- liti þeirra að dæma. Og er þeir höfðu talað um þessi atriði fram og aftur, slóu þeir botninn í ræð- ur sínar, án þess, að minnast á með einu orðí, hvað ætti að gera til að bæta úr atvinnuleysinu. Héðinn Valdimarsson talaði um Alþýðusambandið sem einasta bjargráðatæki verkalýðsins og lýsti hann því á þann veg, að það væri stofnun, sem starfaði á þeim grundvelli að sameina verkalýð- inn um »pólitísk« trúarbrögð, en legði minni áherslu á að styrkja verkalýðinn i hi'nni daglegu bar- áttu fyrir lífinu, svo sem með að halda uppi kauptaxta og standa með í verkföllum einstakra verk- lýðsfélaga, sem auðvitað eru háð fyrir bættum lífskjörum okkar verkamanna og kvenna. Samkvæmt þessari pólitísku trúarbragðastefnu Alþýðusam- bandsins, hafði verið samþykt lagaákvæði' á Alþýðusambands- þinginu í fyrra, þess efnis, að úti- loka þá fulltrúa verkalýðsins frá þingsetu, sem ekki væru í Alþýðu- flokknum. Eg hefi alla mína daga verið ó- pólitískur og þekki lítið inn á brögð stjórnmálamanna, til að vinna okkur, verkalýðinn, til fylg-

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.