Verkamaðurinn - 10.09.1932, Blaðsíða 4
4
VERKAMAÐURINN
Tilkynning.
Vegna hreinsunar d rafveitupollinum verður lokað fyrir raf-
magn frd kl. 6. f. h. til kl. 4 e. h. yfir timabilið 11.—16. sepL
Akureyri 9. sept. 1932.
Rafveita Akureyrar.
is við sig. En það hefir mér altaf
verið Ijóst, að við verkamenn, sem
skítugir og á allan hátt illa til
reika, verðum að heyja lífsbaráttu
okkar í kolalestum skipa, í síld og
fiski. yfirleitt við hina erfiðustu,
oþrifalegustu og hættulegustu
vinnu og jafnframt fara á mis við
öll lífsgæði — að einmitt við eig-
um sameiginleg hagsmunamál svo
sem kaupgjalds- og atvinnumál,
sem við verðum að berjast fyrir,
hlið við hlið án tillits til pólitískra
skoðana. Og hver sú stofnun, sem
byggir á svo pólitískum grund-
velli, að útiloka þá fulltrúa okkar
sem við treystum best og eru ó-
trauðastir að beita sér fyrir mal-
efnum okkar — sú stofnun — þó
Alþýðusamband sé, hlýtur að vera
komin í verulega andstöðu við
okkur verkamenn og konur og á
ekki lengur traust okkar skilið. Og
i sambandi við svar Héðins Valdi-
marssonar, til einhvers kommún-
ista þarna á fundinum, að þau
verklýðsfélög sem ekki treystu AI-
þýðuflokksmanni til að fara með
umboð sitt á Alþýðusambands-
þingi, ættu engan fulltrúa að
kjósa, vil ég segja, að það er dálít-
ið skopleg sú »forsjón« okkar
verkalýðsins, sem gerir heil verk-
lýðsfélög réttlaus vegna pólitískra
skoðana, þó þau hafi nákvæmlega
sömu hagsmuna að gæta, hvar á
landinu sem er, og verða því að
standa saman.
Verkamenn! Verkakonur! Við
verðum að gæta okkar fyrir öllum
lævísum tilraunum, sem miða að
því að sprengja samtök okkar. Og
ef á að útiloka þá menn, sem við
treystum best, til að flytja mál
okkar á Alþýðusambandsþinginu,
verðum við að hrinda þeirri póli-
tísku klíku af stóli, sem beiti'r
okkur þvílíku ofbeldi og svikum.
Flokksleysingi.
í Reykjavík á að fara fram alþingis-
kosning þ. 22. okt. á einum þingmanni í
stað Einars Arnórssonar, sem orðinn er
dómari I Hœstarétti.
Alþýðusambandið og alls-
herjar fagsamband verkalýðsins
Á kratafundinum í verklýðs-
húsinu nú á dögunum lýsti Erling-
ur Friðjónsson muninum á AI-
þýðusambandinu og allsherjar fag-
sambandi þannig, að það væri
sama og að flytja verklýðssamtök
bæjarins úr fundarsal Verklýðs-
hússins í Samkomuhús bæjarins.
Kunnugir vita að hinn fyrnefndi
fundarstaður rúmar hvergi nærri
alla meðlimi Verkamannafélagsins
eins, en hinn síðarnefndi öll verk-
lýðsfélög bæjarins.
Það er líka sífelt betur að skýr-
ast fyrir verkalýðnum, að Alþýðu-
sambandið rúmar nú ekki annað
en stóratvinnurekendur og póli-
tíska áhangendur þeirra, en að
allsherjar fagsamband tekur alla
hina vinnandi stétt, án tillíts til
mismunandi skoðana í stjórnmál-
um.
Hverjir vilja svo halda því fram,
að Erlingur geti aldrei sagt orð af
viti?
Búið er að salta og sérverka á öllu
landinu 247 þús. tn. og er það um 35
þús. tn. meir en- £ fyrra. Af þessu hefir
verið kryddað og sérverkað 112 þús. tn.
Lítið eitt minna hefir verið látið í
bræðslu en s. 1. ár eða um 360 þús. mál
á móti 370 þús. í fyrra.
Þýskir togaraeigendur hafa sagt upp
samningum við sjómenn og hyggjast að
lækka kaup þeirra.
Reyking.
Eins og að undanförnu tek eg
kjðt til reykingar, á þessu hausti.
Flutning á kjötinu annast Eiríkur
Skaftason bilstjóri A-19. Peir sem
vildu koma kjðti f reyk til mín, geta
hitt hann, eða kallað í síma alla
virka daga við Mjólkursamlag K.
E. A. kl. 10-11 f. h.
Merkið kjðtið ©REINILE6A með
nafni og heimilisfangi eiganda. Einn-
ig sé hver sending merkt REYK-
HÚS H. S. Ö.
Öngulsstöðum 5. sept. 1932.
Halldór Sigurgeirsson.
„Allir hrifnir
Þegar séra Sigurður Einarsson
kvað sér hljóðs á kratafundinum,
lét Erlingur, — bara af samvisku-
semi — þess getið, að hér væri
kominn maðurinn, sem allir væru
hrifnir af frá útvarpinu. Talaði
þá Sigurður mörg og mjúk orð
um »dauðavitund sem væri að læð-
ast eins og eitur í hugskot« ein-
hverra — um einhver »góð og ill
öfk einhversstaðar — um hinn
hryllilega dóm almenningsálitsins
og loksins um yfirskin guðhræðsl-
unnar. Hefir þá prestinum þótt
nóg komið hjá sér í bráðina, enda
ríkti almenn þegjandi hrifning!!
í salnum að messunni loki'nni.
Ábyrgðarmaður: Einar Olgeirsson.
Prentsmiðja Odds Bjnmssonar.