Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 05.11.1932, Síða 3

Verkamaðurinn - 05.11.1932, Síða 3
VERKAMAÐURINN 3 Upphitun með ofni 31 Upphitun með eldavéi 4 Salemi: Vatnssalerni 35 Kamar 8 Ekkert salerni 4 Bað 1 Gólf: Trégólf 29 Steingólf 18 Raki: Rakalausar íbúðir 26 Rakar íbúðir 21 Ársleiga á 1 ms: Minna en kr. 7.00 á 1 m5 10 Frá kr. 7.00—9.00 12 Frá kr. 9.00—13.50 13 Eignaríbúðir 6 Tala íbúa: Fullorðnir 101 Börn 58 Barnafjöldi mun vera þriðjungi meiri í þessum íbúðum, miðað við heildartölu íbúa þeirra, heldur en meðaltal af fólksfjölda bæjarins í h.eild sýnir. f skýrslunni er rúmmál íbúðar miðað við rúmmál í íbúðarher- bergjum og eldhúsi, en ekki í göngum né geymslu. Hið sama er gert þar sem rúmmálið er reikn- að á 1 mann í íbúðinni og eins er gengið út frá því, þar sem árs- leiga er reiknuð á hvern rúm- metra. Ljósmál er reiknað þannig, að talið er hlutfall milli rúðu- stærðar og gólfflatar. Bygginga- reglugerð leyfir, að þetta hlutfall megi minst vera y12. f skýrslunni eru taldar 27 íbúðir, sem ekki fullnægi þessu skilyrði. Það er þó svo að skilja, að það getur verið aðeins 1 herbergi íbúðarinnar, sem ekki fullnægir því, þó önnur hafi nægilegt ljósmál. Þrent er það í þessari skýrslu sem eg vildi sérstaklega vekja at- hygli á. f fyrsta lagi er það rakinn. Hann er að vísu mismunandi mik- ill í þeim íbúðum, sem í skýrsl- unni eru taldar rakar, sumstaðar mikill. Oft stafar rakinn í þessum • - * •« * • «-•-*- ••- • m » m » m m • íbúðum beinlínis frá jarðvatni. Vantar einangrun í veggi og gólf. Oft stafar rakinn líka frá því, að íbúðin er köld og upphitun ónóg, það er lítill og lélegur ofn, sem á að hita 2 stofur. Þar sem steingólf er á jörð er gólfkuldi oftast til- finnanlegur. Annars virðast þær í- búðir ekkert frekar rakar en hin- ar. Gólfin má bæta með því að leggja masonite, eða annan þykk- an pappa, undir dúk, eða þá að setja trégólf ofan á steingólfið. Þetta er þó aðeins hægt að gera ef steingólfiö undir er þurrt. Ann- ars blotnar og fúnar pappinn oða tréið og rakinn verður eftir sem áður. Raki er eflaust það versta, sem fundið verður að íbúð. Hann spillir andrúmsloftinu, gerir það fúlt og óholt. Enda er það áber- andi, að fólk sem býr í rökum í- búðum er mjög kvefgjarnt og börn kvillasöm. En auk þess sem rök íbúð er hættuleg heilsunnar vegna, spillast munir og annað, sem þar er geymt. Annað það sem mjög var kvart- að um við mig þegar eg var að skoða íbúðirnar, var vöntun á vatnssalerni. Það er næsta ótrú- legt að hér í bænum skuli vera fjöldi húsa, sem enn hafa ekki vatnssalerni, hvað þá að til séu þó nokkrar íbúðir, sem engin sal- erni hafa. Nú er þó búið að leggja skólpræsi í flestar götur bæjarins, og því skilyrði fyrir því að vatns- salerni má hafa í næstum hverju húsi. Húsaleigan er þriðja atriðið. Hún er mjög mi'shá í hinum ýmsu húsum. Alment er talið að húsa- leiga megi vera um 10% að verði húsnæðisins. Er þá gengið út frá því að peningar þeir, sem bundnir eru í verði hússins gefi 6%—7% vexti'. Miðað við að leigan sé 10% af verði húsnæðis, ætti meðalleiga í vönduðum, nýbyggðum húsum sem kosta um kr. 35.00 pr. rúm- metra (brúttó) að vera kr. 7,3— 7,5 á rúmmetra af rúmmáli íbúð- arherbergja, eldhúss og baðher- þergis. Rúmmál þessara herbergja er jafnaðarlega tæpur helmingur af rúmstærð alls hússins. Ef húsa- leigan ætti að miðast við gæði og þægindi, þá mætti leiga eftir lé-t legasta húsnæði ekki vera hærrf en sem svaraði kr. 5,0 pr. rúm- metra eftir áðurgreindum mælf- kvarða, én þó af því húsnæði sem á annað borð yrði dæmt nothæft. Reynslan sýnir að yfirleitt er !eig- an miklu hærri og þó einkum í smærri íbúðunum. Eg býst við a& y3 hluti íbúða þeirra, sem taidar eru í skýrslunni séu leigðar fyrir 9%—12%', V3 fyrir 18%—24% af verði húsnæðisins. Þó athuganir þessar séu gerðar í sambandi við áðurnefnda skýrslu, þá geta þær einnig gilt fyrir margt annað húsnæði. Rak- ar íbúðir eru til fleiri en þær, sem teljast til kjallaraíbúða. Mjög margar íbúðir eru án vatnssalern- is. Og húsaleigan yfirleitt mjög mismunandi, líklega mest í sam- ræmi við kostnaðarverð á nýjusta og bestu íbúðunum. Nýlega samþykt lög frá alþingi mæla svo fyrir, að smásaman skuli leggja niður allar kjallara- ibúðir þær, sem nú eru notaðar og að kjallarar í nýjum húsum skuli ekki teknir til íbúðar. Hitt ber eigí síður að gera, að hlutast til um a5 gert verði við þær íbúðir sem eru rakar, hvort sem þær eru í kjöll- urum eða annarstaðar, e^a bann- aðar að öðrum kosti. Að einu leyti hafa húseigendur nokkra afsökun. Þeir vita oft ekki hvað veldur rakanum, eða hvernig verði kom- ið í veg fyrir hann. Þar á hið opinbera að leggja mönnum til leiðbeiningar um leið og það gerir kröfur um endurbæt- ur á húsnæðinu. Eins ætti það að vera skyldukvöð, að hvert hús hefði vatnssalerni, þar sem hægt er að koma því við, eða jafnóðum og skólpræsi' eru lögð í götur. Til þess að samræma húsaleigu í kaupstöðum þarf að fá laga- heimild frá alþingi. En vafalaust

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.