Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 05.11.1932, Síða 4

Verkamaðurinn - 05.11.1932, Síða 4
4 VERKAMAÐURINN Frá Seyðisfirði: Enn um klofnings- starfsemi kratanna. Verkamannafélagið »Fram« á Seyðisfirði hélt fund 28. okt. þ. á. AðaLmál fundarins var fulltrúa- Táðskosning. Eitt af störfum full- trúaráðsins er að mæta á þingi Al- þýðusambands fslands. I fulltrúa- ráði félagsins eiga sæti 3 menn og jafn margir til vara. Kosning full- trúanna var óbundin og fór fram leynilega og dreyfðust því atkvæð- in á nálega 20 menn. Kosningu hlutu, sem aðalmenn: Sveinbjöm J. Hjálmarsson með 17 atkv., Há- kon Sigurðsson með 14 atkv. og Ingólfur Hrólfsson með 11 atkv.; og sem varamenn, þeir sem næst atkvæðamagn höfðu og höfðu 2 þeirra 11 atkvæði og einn 10 atkv. Að kosningunni lokinni stóð upp Haraldur Guðmundsson alþingis- maður og bankastjóri, sem auð- sjáanlega var þama mættur fyrir hönd Alþýðusambandsstjórnarinn- ar, til að gæta þess að félagið sendi ekki kommúnista á sam- bandsþingið. Hafði hann fyrir sér þvingunarlög Alþýðusambands fs- lands, þau er samþykt voru á 10. þingi þess og sótti málið eftir 14. grein þeirra. Krafðist Haraldur þess af hinum nýkjörnu fulltrú- nm, að þeir lýstu því yfir hvaða stjórnmálaflokki þeir tilheyrðu.. Sagðist hann hafa heyrt að á Seyðisfirði væri starfandi deild úr K. F. f. og 2 af þessum mönnum mundu vera meðlimir hennar, þeir Sveinbjöm Hjálmarsson og Hákon Sigurðsson. Fóru nú hinir krat- myndu bæjarstjórnir geta haft á- hrif á þá löggjöf og eins hlutast til um það, að slík löggjöf komi sem fyrst. Vildi eg beina þeirri til- lögu til fátækranefndar þessa hæjar, að taka húsaleigumálið til athugunar. Hálldór Halldársson, Op í\ irirJ heldur Akureyrardeild K. F. L 1UI1C1 í Verklýðshúsinu 7. nóv. n. k. Kl. 9. e. h. og verður þar minst: 15 ára afmælis verklýðsbyltingarinnar rússnesku. Allir velkomnir. STJÓRNIN. isku fulltrúar að tjá sakleysi sitt af öðrum stjórnmálaflokkum en Alþýðuflokknum og kröfðust þess einnig af Sveinbirni og Hákoni að þeir »hreinsuðu sína persónu« (!!) eða »gengjust við sínu pólitíska ætterni«. Að síðustu lýstu þeir Sveinbjörn og Hákon því yfir að Sveinbjöm væri skipulagsbundinn kommún- isti en Hákon væri óskipulags- bundinn kommúnisti. Að þessum upplýsingum fengnum bar Har- aldur fram svohljóðandi tillögu: »Félagið álítur, eftir fengnar upp- lýsingar, að Sveinbjörn Hjálmars- son hafi ekki verið kjörgengur til fulltrúaráðs«. Var þessi tillaga samþykt með fjögra atkvæða mun. Þá lýsti Hákon Sigurðsson því enn yfir að hann væri komm- únisti og neitaði að lúta lögum Alþýðusambandsins, eins og þau nú eru. Var þá einnig ónýtt kosn- ing hans og hinir 3, sem 11 atkv. fengu úrskurðaðir sem aðalmenn í fulltrúaráðið, og næstu 3 sem varamenn, sá er fékk 10 atkv., annar er fékk 6 atkv. og þriðji er fékk 4 atkv. Þannig er lýðræði það, sem stjórn Alþýðusambandsins berst fyrir; að meiri hlutinn beygi' sig fyrir minni hlutanum, ef minni hlutinn hefir nógu »fínum« mönn- um á að skipa, án tillits til þess, hvaða mönnum verkalýðurinn treystir best til að fara með um- boð sín. Verkamaður. Á morgun fara fram kosningar til þýska ríkisþingsins. Ábyrgðarmaður: Einar Olgeirsson. Prentsmiöja Odds Björnssonar Verkamannafélag flkureyrar heldur fund í Verklýðshúsinu sunnu daginn 6. þ. m. kl. 3Va e. h. Mðrg mál á dagskrá. Sjá götuauglýsingar. Stjðrnin. Frd Siglufirði: Ofbeldi kratabroddanna Eins og kunnugt ér, kaus Verka- mannafélag Siglufjarðar fulltrúa á Alþýðusambandsþing, án tillits til, hvort þeir teldust, að dómi krata- broddanna, kjðrgengir á þingið. Stjórn félagsins er skípuð krðtum og neituðu þeir samkvæmt boði Alþýðusambandsstjórnarinnar, að gefa hinum kjörnu fulltrúum kjðr- bréf. Skoruðu þá 110—120 félagsmenn á stjórnina að halda fund, sera hún gerði. Bar sarafylking verkalýðsins fram afar harðorða tillögu á fund- inum, sem var fjölmennur, út af fyrirskipunAlþýðusambandsstjórnar- innar um neitun kjðrbréfa og þess krafist, að stjórnin undirskrifi kjðr- bréfin. Var tillagan samþykkt með 110 atkv. gegn 92 (eða 94) atkv. Allmargir sátu hjá. Hefir þá verið, á tveim fundum, tekin afstaða tii ofbeldis kratabroddanna og þeim, með þvf, gefinn kostur á að beita atkvæðamagni slnu, ef þeir hefðu það til, til þess að ógilda kosning- una. En samfylking verkalýðsins sigr- aði. — Og stjórn Verkamannafé- lagsins neitaði að hlýðnast vilja fundanna. Hefir hún með því fyrir- gert ðllum rétti sfnum sem stjórn f Verkamannafélagi Siglufjarðar.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.