Verkamaðurinn - 07.04.1933, Qupperneq 1
VERHBMOBUBlHn
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands.
XVI. árg. : Akureyri, föstudaginn 7. apríl 1933. • 17. tbl.
Barútta gegn sókn auðvaidsins og fasisma!
Til alls verkalýðs!
Samfylking verkalýðsins hefir fram að þessu verið hin brýnasta þörf,
en nú er hún orðin lífsnauðsyn — og verður að skapast alstaðar þar
sem verkalýður vinnur og hrærist.
Samfylking verkalýðsins á Akureyri hefir sýnt mátt sinn til að hrinda
af sér sókn auðvaldsins og klofningi þjóna þess. En baráttan á Akur-
eyri hefir einnig sýnt hvernicr launaárásir auðvaldsins og fasismi þess
haidast f hendur. „ríerútboðið“, tilraunin að senda „Ægir“ norð-
ur hlaðinn hvitliðum, fyrirœtlunin með að flytja Jón Rafnsson
og Þórodd Guðm. nauðuga burt með „Deitifoss", endurtaka þar
med Keflavíkurotbeldið, — alt eru þetta Ijós dæmi vsxandi fasisma. En
hinsvegar sýna hin ágætu samtök verkalýðsins á Akureyri, neitun skips-
hafnarinnar á Dettifoss og óánægja miðstéttarmannanna, sem etja átti f
stéttastríðið, að kraftarnir móti fasismanum eru nógu sterkir til
að kœfa hann i fæðingunni.
Sorgleikurinn f Pýskalandi er hin ægilega viðvðrun til alls verkalýðs,
um að skapa nú þegar samfylkingu í baráttunni. A rjúkandi rústum
verklýðshúsanna þýsku, á limlestum likum þýskra verklýðssinna ætlar
nú þýska audvaldið að byggja »briðja ríki« sitt, þegar ^'ýðveldið*, sem
drifið var blóði Liebknechts og Luxemburg er hrunið í rústir. Ríki Hit-
lers þýðir siaukna dýrtíð, lækkandi laun og hraðvaxandi atvinnuleysi —
og til þess að halda þessu eymdarástandi við, er verkalýðurinn sviftur
öllu fundafrelsi og prentfrelsi, — þar að auki pintaður og foringjar
hans myrtir.
Verkalýður á Islandi!
Lát auðvaldinu aldrei takast hér að leika sama hildarleikinn og í
Pýskalandi!
Ný sókn auðvaldsins er i undirbúningi. Flokkar atvinnurekendastéttar-
innar ætla að hleypa norska auðvaldinu inn í landið og auka pannig
á neyð sjómannastéttarinnar, koma kaupi hennar niður í ekki neitt
með verðlækkun á síldinni — og auk þess ætla þeir sér að draga úr út-
gerðinni, - auka atvinnuieysið. Auðvaldið undirbýr árds á síldar-
taxta verklýðsfélaganna.
Hin fullkomnasta samfylking verkamanna, verkakvenna og sjómanna
er knýjandi nauðsyn I Hver einasti verklýðssinni þarf að koma með inn
f þá samfylkingu, hvaða stjórnmálaflokki sem hann tilheyrir!
Myndið á hverjum einasta vinnustað samfylkingarnefndir til
baráttu gegn sókn auðvaldsins og fasismanum og komið á
samfylkingarliðum !
Haidið samfylkingarfundi f öllum bæjarhlutum, sem verkalýður býr f,
og kjósið þar baráttunefndir!
Fylkið ykkur um taxta verklýðsfélaganna! Hindrið með samfylkingu
undir forustu V. S. N. alla launalækkun, sem auðvaldið undirbýr!
Undirbuið samfylkingarráðstefnu verkalýðsins á Norðurlandi,
sem haldin verður i maí! Kjósið fulltrúa frá öllum verklýðs-
félögum og vinnustöðvum norðanlands.
Með samfylkingu i stéttabaráttunni er verkalýðnum sigurinn vfs!
5. þing Verklýðssambands Norðurlands.
Réttarofsóknir.
Jón Rafnsson handtekinn.
Prátt fyrir að eitt af samn-
ingsatriðunum milli bæjarstjórnar-
innar og verklýðsfélaganna hljóðaði
um, að allar sakir i tilefni af kaup-
deilunni nýafstöðnu skyldu falla
niður, braust hefndarþorsti bur-
geisaklikunnar út i þvi að ota bæj-
arfógetanum hér til þess að hefja
réttarrannsókn út af deilunni, réttar-
rannsókn, sem hefði ent f stéttar-
dómum og verið bein ofsókn á
hendur verkalýðnum.
Pann 4. þ. m. var kallaður fyrir
rétt Steingr. Aðalsteinsson, for-
maður Verkamannafélags Akureyrar
og af honum krafist skýrslu um
kaupdeiluna. Varð hann við þeirri
kröfu. Síðar um daginn var Jón
Rafnsson einnig kallaður fyrir rétt,
en hann neitaði að svara spurning-
um dómarans, á þeim grundvelli,
að hér væri um stéttardómstól að
ræða og rannsókn þessi væri árás
á verkalýðinn og stéttarsamtök hans.
Var hann þá úrskurðaður í varð-
hald.
Er fréttin um handtöku hans
barst, sat þing V. S. N. að stðrfum.
Var kosin þar nefnd til þess að
rannsaka þetta og tala við bæjarf.
og fundi var frestað. Á skömm-
um tima safnaðist fjöldi mikill af
verkalýð, körlum og konum, i Verk-
lýðshúsið, sem mótmælti þessu
gerræði valdhafanna. Stjórn V.S. N.
sendi bæjarfógetanum mótmælabréf
og krafðist þess að jón yrði látinn
laus. Kl. 4V2 var Póroddur Ouð-
mundsson kallaður fyrir réttinn og
neitaði hann einnig að svara, en
var slept.
Um kl, 6 fór mannfjöldinn úr
Verklýðshúsinu mótmælagöngu að