Verkamaðurinn - 06.05.1933, Qupperneq 4
4
VERKAMAÐURINN
Krókur d móti bragSi.
I »AJþýðum.« 25. apríl er á
iL síðu greinarkom með yfir-
akriftinni: xNorðmenn hlsegja«.
IJpphaf greinarinnar hljóðar svo:
»Síðan Alþingi framdi þá þjóð-
arsvívirðingu að samþykkja
norsku samningana, hefir verið
lítið um hlátur*) hjá sjómönnum
oe verkalýð norðanlands«.
Er síðan haldið áfram þessum
dapurlegu hugleiðingum um hríð
(og það að vonum).
En þegar blaðinu er flett við,
hýrnar heldur en ekki yfír. — Á
annari síðu blasir við mynd af
»Reumert fslands«, »snillingnum«
Jóni Norðfjörð, brosandi út undir
eyru. Og undir myndinni er til-
kynning um það, að Jón ætli að
gera það »fyrir bæjarbúa« að
hafa skemtikvöld »til að loklca
hláturinn upp úr fólkimu*).
Skyldi ekki Norðmönnum
bregða í brún? — Sennilega læt-
ur Alþýðusambandið þetta her-
bragð nægja, í þeirri baráttu
gegn framkvæmd norsku samn-
inganna, sem það hefir verið að
tala um.
X.
Kvennadeild »Drífanda«.
Út af ummælum »Alþm.« 25.
apríl s. 1., skulu gefnar þær upp-
lýsingar, að kvennadeild þessi
telur 120—130 félaga.
Á s. 1. hausti, þegar Alþýðu-
flokksbroddarnir í »Eyjum« á-
réttuðu klofningsstarfsemi sína
með því að stofna nýtt verka-
kvennafélag, með ca. 30 konum,
svöruðu verkakonurnar í Vest-
mannaeyjum með því að flykkj-
ast inn í kvennadeild »Drffanda«.
[Bættust deildinni þá í einu 46
konur.
Má af þessu sjá, að verkakonur
í Vestmannaeyjum hafa samskon-
ar kynni af verklýðsstarfsemi
Jóns Rafnssonar, og samherja
hans, og »menn hér norðurfrá«.
X.
*) Leturbr. hér.
verður haldinn I verklýðshúsinu, sunnudaginn 7. maí, kl. 3xh e. h.
FUNDAREFNI: 1. Fiskv^rkunarkaupið. 2. Rfkisiðgreglan.
Verkamenn 6g verkakonur! Fjðlmennið!
STJÓRNIR VERKI.ÝÐSFÉLAGANNA.
f> -
S k r á
yfir niðurjðfnun aukaútsvara I Akureyrarkaupstað, fyrir árið 1933, liggur
frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu bæjargjaldkerans dagana
30. april til 13. maí n. k., að báðum dðgum meðtðldum.
Kærum yfir niðurjöfnuninni sé skilað til formanns niðurjðfnunarnefnd-
ar innan loka framlagningarfrestsins.
Bæjarstjórina á Akureyri, 26. apríl 1933.
Jón Sveinsson.
Nýlátinn er á Kristneshæli Erlendur
Hinriksson frá Hornafirði, 21 árs að aldri.
Erlendur heitinn var efnilegur œjðg,
skarpgáfaður og hvers manns hugljúfi, er
honum kyntust. Varð hvítidauðinn honum
að bana sem fleirum æskumanninum.
Erlendur heitinn var ákveðinn kommúnisti.
Á fimtudaginn var hann jarðaður. Sókn-
arpresturinn var beðinn að Iesa upp við
gröfina kveðiuljóð þau, sem birt eru á
öðrum stað hér í blaðinu. Fann sá göfugi!!
guðsmaður hvöt hjá sér til þess að kríti-
sera, yfir gröfinni, llfsskoðun þá, sem í
ljóðinu birtist, jafnfrsmt sem hann réðist
á óhæfilegan hátt á lífsskoðun hins dána
manns.
Ef svívirðilegt að yfirstéttarskrfllinn skuli
ekki linna ofsóknum sínum á hendur ör-
eigunum, þótt búið sé að hola þeim niður
í jörðina, þar sem þeir eiga að rotna, þá
jörð sem þeir í lifanda lífi voru hvergi
^riðhelgir á. Virðist svo sem nema ætti
staðar við líkbörurnar,
En hýenueðlið er ^ríkt^og það jafnvel
hjá guðs útvöldu.
Byrjað er á malbikun nýju bryggjunnar,
annari er lítið unnið hér i bænum og
atvinnuleyiið þvf afar tilfinnanlegt. Vald-
hafar bæjarins rumskast ekki, þótt sól og
blíðviðri sé á hverjum degi og alstaðar
séu verkefni fyrir hendi — bænum til
framfara og þrifnaðar.
Allir verkamennl
biðja verslun sína um
Eskimo
hinar ágætu, ódýru
rússnesku eldspýtur.
Hefi flutt
skóverkstæði
mitt í HAFNARSTRÆTI 103.
Jón Bjarnason.
sfofa, með geymslu.
Guðrún Larsen
Oddeyrargötu 34.
Islenska vikan hefir staðið yfir nú und-
anfarna daga. Hefir nokkuð verið gert til
þess að vekja athygli fólks á innlenduna
varningi með sýningum í búðargluggum,
en þó ekki eins mikið og í fyrra, og
virðist áhuginn ekki eins almennur. Fáar
sýningarnar eru nokkuð eftirtektarverðar,
þó hefir Ólafi Ágústssyni húsgagnasmið
tekist, eins og í fyrra, að efna til bestn
sýningarinnar. K. E. A. mun þar næst með
sýningu á framleiðsluvörum sínum. —