Verkamaðurinn - 03.04.1934, Page 4
4
VERKAMAÐURINN
» ....."■■■■■■. ............
Fundargerð vegavínnu-
manna á Svalbarðs-
strönd,
Mánudaginn 2. aprfl 1934, var
fundur vegavinnumannaá Svalbarðs-
strðnd, f samkomuhúsi hreppsins.
Fundarstjóri var tiinefndur Leó
Albertsson, Hallandsnesi, en ritari
Júl. Jóhannesson, Orund.
Setti þá fundarstjóri fundinn, en
ritari skýrði tilefni fundarins, voru
siðan tekin fyrir eftirfarandi mál.
1. Kaupgjaldsmál.
f þvf voru eftirfarandi krðfur
saraþyktar:
Kaup sé minst 1 kr. pr. klst.
b. */2 klst. á dag til kaffidrykkju
og bálfur laugardagurinn án frá-
dráttar á tímakaupi.
c. Frf matreiðsla, eldsneytt, ferðir
og flutningar til og frá vinnu-
stððvunum.
d. Að verkamannaskýlum verði vel
við haldið.
2. Félagssamtök vegavinnumanna.
Svohljóðandi till. samþ.
>Fundurinn Iftur svo á að nauð-
synlegt sé að stofnuð verði fagfé-
Iðg vegavinnumanna, er starfi með
VSN«.
3. Kosinn til að mæta, fyrir hönd
vegavinnumanna á þingi V. S. N.
20. þ. m. JÚJ. Jóhannesson og til
vara Leó Albertsson.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.
Júl. Jóhannesson,
ritari
Fulltrúakosning.
Á fundi Verkamannafélags Akur-
éyrar f gær, voru kosnir þessir full-
trúar á þing VSN:
Sigþór Jóhannesson
Magnús Qislason
Jakob Árnason
Pórður Valdimarsson
Varafulltrúar:
Ástvaldur Jónsson
Steingrímur Eggertsson
Karl Magnússon
Ouðmundur Baldvinsson
Vinna hafin
við spítalagrunninn.
í morgun var loksins byrjaðáað
grafa fyrir grunni nýja spítalans;
ennþá hafa þó ekki nema 15 manns
fengið þar atvinnu, en hægðarleik-
ur að koma þar 15 mönnum að f
viðbót. Alls munu nú um 50—60
manns f bæjarvinnunni og er það
bót frá þvi sem áður ^var, þó er
það langt frá þvf að þetta leysi að
nokkru ráði úr atvinnuleysisvand-
ræðunum.
flðeins ðframhaldandi harðvítag barátta
verkalýðsins er pess Lumkomin að knýja
fram meiri afvínnubætar.
Herðum pessvegna baráttuna enn íyrir
kröfunni um atvinnubætur handa minst tOQ
manns.
Bœjarstjórnarfundinum
sem halda átti i dag var frestað
til næsta þriðjudags; hvíta liðið
mun sennilega ekki hafa þótt nægi-
lega trygt til þess að hindra at-
vinnuleysingjana f að fylgja kröfum
sfnum eftir.
Eldur uppi i óbygðum.
Undanfarna daga hefir orðið vart
við eldgos einhverstaðar f ó-
bygðum. Er helst álitið að eldur-
inn muni vera upp í vestanverðum
Vatnajökli. í gær sáust eldarnir
greinilega héðan frá Akureyri. Ösku-
fali hefir verið allmikið austur á
Héraði og f Bárðardal.
Gegn fasismanum !
Á fundi Verkamannafélags Akur-
eyrar i gær var rætt um að taka
föstum tökum á þeim kaupmönn-
um, sem sýndu sig i hvíta liðinu
á sfðasta bæjarstjórnarfundi.
Var eftirfarandi tillaga samþykt f
einu hljóði:
>Fundur f Verkamannafélagi Ak.
2. aprfl 1934 samþykkir að setja
tafarlaust viðskiftabann á þá 3 kaup-
menn, sem skipuðu sér í hvitliða-
sveitina á sfðasta bæjarstjórnarfundi,
þá Vigfús Jónsson málara, Jakob
Ólsen málara og Porstein Sigvalda
son, Parfs.
„ Verkamaðurinn“
málgagn Verklýðssambands Norðurlands,
kemur út tvisvar í viku.i Áskriftargjald 5-
kr. árgangurinn. — Ritstjórn og afgreiðsla
Eiðsvallagötu 20. Sími 314. Akureyri.
Xlúbbskemtun
verklýðsfélaganna verður haldin
Verklýðshúsinu annað kvöld kl. 8>/2.
Til skemtunar verður:
1. Upptestur.
2. Erindi um Soviet Rússland og
auðvaldsheiminn (Jón Rafnsson).
3. Dans, tafi, spil.
15 flugvélar
hafa Tyrkir ákveðið að senda til
Moskva, 1. maf n. k.
tiátt d 2. hundrað manns
hafa sðtt um atvinnubótavinnuna.
Hver segir satt,
fyrv. bæjarstjóri, fón Sv., eða
bœjarreikningarnir.
Fyrverandi bæjarstjóri lýsti því
yfir, á síðasta bæjarstjórnar-
fundi, að það væri ekkert fé til f
sjóðum bæjarins. Reikningar bæj-
arins segja alt annað. Ef J. Sv.
hefir rétt fyrir sér, virðist full
þörf á því, að það fari fram op-
inber rannsókn í þessu máli.
Réttarhöldin gegn Hitler í New
York.
Fyrir nokkru síðan var haldinn
afarfjölmennur mótmælafundur í
New York og fór þar fram rétt-
arhald gegn Hitler. Meðal ákær-
endanna var borgarstjórinn La
Guardia, ennfremur fyrverandi
fylkisstjóri og forsetaefni A1
Smith. Við réttarhaldið flutti m.
a. ríkissaksóknarinn, Seaburg, sá
sem afhjúpaði borgarstjórann
Jimmy Walker, ákæruræðu..
Þýzka sendisveitin í Washing-
ton hefir varla náð upp í nefið &
sér fyrir bræði. Sneri hún sér til
utanríkismálaráðuneytisins og
kvartaði yfir þessu, en það var
árangurslaust.
Ábyrgðarm : Steingrímur Aðalsteinsson
Prentsmiðja Odds Bjömssonar.