Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 23.12.1935, Síða 3

Verkamaðurinn - 23.12.1935, Síða 3
VERKAMAÐURINN 3 Gorki, Friedrich Wolf, Ernst Toller o. fl. Þýðingarnar hafa margir færnstu islenskir bók- mentamenn annast, svo sem Magnús Asgeirsson, Björn Franz- son, Gisli Ásmundsson o. fl. Bókin er mjög vönduð i frá- gangi og innihaldið fjölbreytt og vel valið, það væri nauðsynlegt að gera grein fyrir því, en hér skal aðeins drepið á nokkur at- riði. Bókin hefst á snildarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum, sem heitir »Frelsi«. Það er kvæði um frelsis- og sjálfstæðisbaráttu ís- lensku þjóðarinnar, og sérstaklega ort í tilefni af 100 afmæli »Fjöln- is«. Næst er löng og ýtarleg grein eftir Kristinn E. Andrésson um nýja bókmentastefnu. Er hún mjög merkileg, þar sem hún sam- timis er ágrip eða yfirlit yfir sögu og þróun íslenskra og erlendra bókmenta, alt frá Goethe og Heine til vorra daga. Sýnir hún áhrif heimsviðburðanna á bók- mentirnar, svo sem heimsstyrj- aldarinnar, stofnun Sovétríkjanna, heimskreppunnar, valdatöku fas- ismans á Þýskalandi og hvernig allir þessir viðburðir móta skáld hins nýja tíma, og hvernig hin nýja bókmentastefna, hinn sósí- alistiski realismi verður til, verð- ur hin rikjandi, volduga stefna, sem aldrei hefir átt sinn lika. í greininni er getið um mörg þeirra frægustu skálda nútimans, ritverk þeirra og þroskaferil. Er grein þessi tvímælalaust sú merkileg- asta, sem út hefir komið á is- lenska tungu um þessi mál, og á erindi, ekki aðeins til bókmeat- anna, heldur og til allrar alþýðu. Af öðrum greinum mætti telja greinar H. K. Laxness, sem eru hver annari ágætari. Ein þeirra heitir »Þeir útvöldu og fólkið«. Fjallar hún um afstöðu lista- og visindamanna til fólksins, til þjóðarinnar, sem þeir eru brot af, og er hún ásamt öllum hin- um greinunum (»Um þjóðlega tónlist«, »Kjarval« og »Borgara- legar bókmentir*) hin lærdóms- rikasta, bæði fyrir þá útvöldu og ekki síst fyrir fólkið. Þórbergur Þórðarson hefir skrifað grein »Tvær þjóðir*, sem er saman- burður á tveim þjóðum, sem báðar mistu lönd i heimsstyrjöld- inni miklu. Sýuir hann þar glögt hinar hrópandi andstæður, alræði fasismans, grimdarinnar og villi- menskunnar, sem steypir menn- ingu Þýskalands i eyðileggingu og þjóðlifinu i miðaldamyrkur, og hinumegin Sovét-Lýðveldin þar sem tugir þjóða eru leystar úr aldalangri ánauð, þar sem vel- megun vex, vísindi og listir blómgast meðan alræði iasismans murkar lífið úr alþýðunni i Pýskalandi. Grein Gunnars Bene- diktssonar um »Ástina á efanum*, er gott svar við niðárásum Ragn- ars Kvarans á Sovét-Lýðveldin og bók Pórbergs Þórðarsonar, sem mesta aðdáun hefir hlotið, »Rauðu hættuna*. Skúli Guðjóns- son bóndi skrifar um »Menning- arástand sveitanna*, bæði um sveitamenningu fyr og nú og um framtiðarhorfurnar. Þá eru nokkr- ar sögur, t. d. »Valdstjórnin gegn — —«, eftir Halldór Ste- fánsson, »Saga frá sjöunda októ- ber 1935« eftir ólaf Jóh. Sigurðs- son«, »Myudin af kónginum« eftir Gunnar M. Magnússon. Eru þær allar úr hversdagslífinu, sannar og verulegar. Kvæði eru nokkur i bókinni, bæði eflir islenska höf- unda (Stein Steinarr, Örn Arnar- son o. fl.) og erlenda (Bert Brecht, Ernst Toller o. fl.). Af erlendum bókmentum, auk kvæðanna, er meðal annars kafli úr leikritinu »Prófessor Mamlock* eítir Fried- rich Wolf, hluti úr sögunni »Hinir níu« eftir rússneska skáldið Fadejeff, kafli úr »Febrúargöng- unni« eftir Önnu Seghers og »Æfiutýri hins góða dáta, Sch- wejks, í heimsstyrjöldinni* eftir Hasek. Öll þessi skáld eru fræg, og þessir kaflar nokkrir þeir bestu úr verkum þeirra. Auk þessa, sem talið er, er enn mikið efni í bókinni, er þar efni eftir nálega 30 rithöfunda og skáld, innlend og erlend. »Rauðir pennar« er Fra Seyðisfirði. f tilefni af gorti Alþýðublaðslnjb 6. des. s. 1. um kvöldskemtun Þ*« sem Jón Sigurðsson, svonefndur klofningur, og nokkrir kratafor- ingjar Seyðisfjarðar héldu hér 4- Hótel Elverhöj kvöldið 5. des., skah það upplýst, að »foringjarnir« létu ganga lista um bæinn með um 80 ungum og öldnum jafnaðarmöniH um á. Eftir 2ja daga smölun feng- ust aðeins rúmir 30 til að gefa já- kvæði sitt við þessari skemtun, sem halda átti Jóni Sigurðssyni til þókn- unar. Með 4—5 kl.tíma fyrirvara tóku sig saman nokkrir verkamenn og konur og héldu fulltrúa Kommún- istaflokksins Jóni Rafnssyni, kveðju- kvöld, og voru þar mætt 50—60 verkafólks til borðs. Fluttu verka- menn þar samfylkingarræður sínar og árnaðaróskir sendimanni K. F. í. og samfylkingarstarfi hans. Þá var stiginn dans við aukið fjömenni og skemt sér hið besta. Er skemtunin stóð sem hæst var samþykt einróma að bjóða jafnað- armönnum á Elverhöj sameiginlega skemtun í nafni bræðralags og samfylkingar og send samfylkingar- nefnd á fund jafnaðarmanna. Jón Sigurðsson tók sér þá vald til að svara fyrir hönd samkomunn- ar, og kvað eigi um sameiginlega skemtun geta verið að ræða. Er það hvorttveggja, að frekja Jóns og sundrungarandi kom hér mjög 4» berandi í ljós, enda færðist brátt kyrð yfir veislugesti hans, sem (smárn saman tindust heim til sinr eða fluttu sig yfir á skemtun sam- eitt hið besta safn af bókmenta- legum verðmætum, sem við eig- um á íslensku. Þeir eiga erindi til allra, sem vilja viðreisn og velgengni fslenskrar menningar. Þeir eiga erindi til fólksins, til fjöldans, sem hötundar þeirra era hluti af, en ekki til þeirra út- valdra, sem hefja sig yfir fjöld- ann og meina honum að njóta verðmæta lista og vísinda.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.