Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 18.07.1936, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 18.07.1936, Blaðsíða 2
2 / NÝJA-BÍÓ ■■■ Laugardags- og sunnudagskvðld kl. 9 R0DD HJARTANS. Hrífandi fögur og áhrifarík kvikmynd með Ratharine Hepbnrn og Charles Boyer í aðalhlutverkunum. Sunnudaginn kl 5 ÉG EIN. Alpýdusýning NiðuTsett verfl. Sýnd í síðasta sinn kvennanna, .og hafa þegar um 100 þeirra tjáð sig fylgjandi kröfum „Einingar“, en undirskriftunum er haldið áfram. Ennfremur er safnað loforðum landvinnumanna um stuðning við síldarkonurnar. þegar hentugt þykir að fram- kvæma vinnustöðvunina. — Úr því að síldarsaltendur endi- lega vilja átök um síldarvinnu- kaupið, þegar þeir hafa miklu meiri gróðamöguleika en í mörg undanfarin ár, þá er verkalýður- inn hér reiðubúinn. Hálmstráið, sem síldarsaltendur enn hanga í, er tveggja eða þriggja ára „samningur“ við Erl- ing Friðjónsson. — í sjómanna- deilunni reyndi Erlingur að „semja“ af sjómönnunum, sem nam 50 króna kauptryggingu á mánuði fyrir hvern þeirra, þeim samningi var hrundið af sameig- inlegum átökum sjómanna og landverkalýðs. Hrtndum á sarna hátt þessum samnin^i Erlings Friðfónss., sem skamtar verkakonum nilklu iægri laun, en greift er fyrlr sömu vinnu allsstaðar annarstaðar. VERKAMAÐURINN Vítaverðar ráðstafanir gjaldeyris- op innílylningsneíndar. Nefndin veitir leyfi frá löndum, sem ekki geta afgreitt umbeðnar vörur í tæka tíð. Það hefir hvað eftir annað komið fyrir upp á síðkastið, að gjaldeyris- og innflutningsnefnd hefir leyft að flytja vörur frá löndum, sem ekki hafa getað afgreilt þær vörutegundir, sem um hefir verið beðið, fyr en þá eftir að leyfið hefir verið út- runnið. Er það sérstaklega t*ýska- land og ennfremur Ítalía, sem ekki hafa getað afgreitt ýmsar vörulegundir fyr en þá kanske ettir dúk og disk. Eins og kunnugt er, þá hafa innflutningshömlurnar og gjald- eyrisskorturinn haft í för með sér, hækkandi vöruverð, og iðu- lega jafnframt lakari vörur. Hefir verðhækkunin aðeins af þessum ástæðum oft og einatt verið all tilfinnanleg, og ekki hefir það þá bætt úr, þegar vörurnar hafa auk þess verið verri. Þegar svo þar við bætist sú ráðstöfun nefnd- arinnar að veita leyfi til landa, sem ekki geta i tæka tíð afgreitt vörupantanir, þá er nú sannar- lega komið meira en nóg af svo góðu. Þó vörurnar séu dýrar og lélegar, getur samt verið ennþá bagalegra að fá þær ekki eða fá þær löngu seinna en um var beðið. f*að út af fyrir sig, að fá vörurnar löngu seinna en um er beðið, heíir lika venjulega í för með sér hækkað vöruverð. Er pað krata alls almennings, að gjaid- eyris- og ínnflutningsnelnd veiti alls ekki leyfi til að flytja inn pær vðrnr frá t. d. Dýskalandi, sem ekki er hægt að Ið afgreidd- ar strax og um pær er beðið. Og það mun líka vera krafa allrar al- þýðu, að innflutningurinn frá því landi, þar sem böðulsstjórn fasismans situr við stýrið, verði takmarkaður svo mikið, að við kaupum ekki meira af vðrum Irá Dýskalandi en pað kaupir al okkur. En á 5 fyrstu mánuðum þessa árs hefir inn- flutningurinn frá Þýskalandi numið kr. 3.020.000 í stað kr. 2 350.000 á sama tíma í fyrra, þó að Þýskaland hafi ekki keypt af okkur á sama tímabili nema fyrir kr. 482.000 (I fyrra kr. 517.000 á sama tíma). Dessar ráðstafanir gjaldeyris- og ina- llutningsnelndar eru með fiilu óverjandi. Glæsileg hálíðahöld í Frakklandi á þjóðhátíðardaginn 14. fúli. Afarfjölmenn hátíðahöld fóru fram víðsvegar í Frakklandi á þjóðhátiðardeginum 14. júli. Glæsilegust voru þó hátiðahöldin í París. Efndi Alþýðufylkingin til geysilega fjölmennrar kröfugöngu. Heilsuðu margir hermennirnir benni með kreftum hnefa. Aðal- leiðtogar þriggja stærstu vinstri flokkanna fiuttu ræður, sem var útvarpað um alt Frakkland. Rauði fáninn og franski fáninn blöktu viðast hlið við hlið og 200 ílugvélar sveimuðu yfir borg- inni. Var fögnuður fólksins ó- hemjumikill og var dansað á götunum, franski þjóðsöngurinn, Internationale og fleiri byltinga- lög sungin, en blómum kastað niður yfir mannþyrpingarnar á götunum. Siðast um kvöldið gerðu fasistar tilraun til þess að trufla hátíðahöldin en voru strax barðir niður.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.