Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 28.07.1936, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 28.07.1936, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Stjórnin vinnur stöðugt á. Bæði „Tíminn“ og „Moggi“ þykjast vera fylgjandi lýðræði. Bæði þessi blöð harma það, að háttsettum stjórnmálamönnum úr einræðisflokki Hitlers skyldi vera sýnd sú „ókurteisi“ í lýðræðis- landinu tslandi, að dreift var út meðal þeirra bæklingi, þar sem sagt var að lýðræðisþjóðin og friðarþjóðin ísland hataði stríð og stríðsundirbúning Hitlersstj órnar- innar, hefði samúð með þýsku þjóðinni og krefðist frelsis fyrir Thálmann og alla aðra fangelsaða andstæðinga fasismans, að hún fordæmdi að Hitlersstjórnin hefði flæmt í burtu bestu skáld og vís- indamenn Þýskalands, bannað bækur þeirra og brent eins og t. d. bækur hins heimsfræga ljóð- skálds Heine. Þetta var það sem Jónas frá Hriflu og Valtýr Stefánsson rit- stjóri Kveldúlfsbræðra þoldu ekki. Það furðaði engan þótt Valtýr tæki upp hanskann fyrir einræð- isseggina, en að Hriflu-Jónas skyldi feta í fótspor Valtýs, á því eru allmargir hissa — og þó stór- um færri heldur en ef þetta hefði skeð t. d. í fyrra, því margir eru nú farnir að þekkja Jónas eins og hann er í raun og veru. Útvarp frá Spáni. Á hverju kvöldi er útvarpað fréttum frá Spáni á spönsku, portugölsku, ensku, frönsku og þýsku, með klukkutíma millibili. Útvarpað er á bylgjulengd 30,4 m. og 277,4 m. (Madrid), enn- fremur er endurvarpað frá fleiri stöðvum. Hér á Akureyri beyrist vel til útvarpsstöðvarinnar í Madrid á bylgjulengd 277,4 m. og ættu sem flestir að hlusta, sem tök hafa á og not af einhverju fyr- greindu tungumáli. Ábyrgðarm.: Þóroddur Guðmundsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Síðustu fréttir frá Spáni. í hádegisútvarpinu i dag var skýrt frá þvi, að litill efi væri á að hersveitir stjórnarinnar sæktu fram. Eru uppreistarmenn í fjöll- unum fyrir norðan Madrid stöð- ugt hraktir til baka. Stjórnarliðið hefir unnið mikinn hiuta af Toledofylki. Franco hersböfðingja tókst i gær, ad talið er, að senda dálitið lið til Spánar i flugvélum frá Marokko. Enn hefir lent i bardögum nálægt San Sebastian og biðu uppreistarmenn ósigur. Stjórnin Iýsti þvi yfir i gærkvöldi að eitt herskipið hefði gengið í lið með uppreistarmönnum. Bar- dagi stendur nú yfir i Pyrenea- Erlingur stelur vatni. Fyrir nokkrum dögum siðan bar það við að hr. bæjarfulltrúi Erlingur Friðjónsson tók upp á því að afhenda s.s, »ÓIaf« vatn úr vatnleiðslu bæjarins, án þess að hafa nokkuð leyfi til þess. Hefir þessi þjófnaður hans orðið til þess að bæjarstjóri hefir neyðst til þess að auglýsa í blöðum bæjarins að öllum væri Stranglega bannað að taka vatn til skipa úr vatnsleiðslum bæjarins, nema vatnsafhendingai maður bæjarins aíhendi það. jónas Porbergssoi útvarpsstjóri, hefir sagt sig úr Framsóknarflokknum. — Skrifaði hann formanni flokksins bréf og bað hann að tilkynna miðstjórn flokbsins úrsögnina. Ekki er kunnugt um orsök brottfarar Jónasar úr Framsóknarflokknum en einhver hlýtur hún að vera, og verður hver að geta sér þess til er honum þykir liklegast. fjöllunum fyrir austan San Se- bastian og hafa uppreistarmenn alstaðar verið hraktir þar til baka. Fregnir hafa borist af bar- daga fyrir norðan Gibraltar, en eru mjög ósamhljóða, svo ekki er ljóst hvorum hefir veitt betur. Talið er að stjórnarhermenn hafi kveikt i greniskógunum fyrir norðan La Linea til að hindra herflutninga uppreistarmanna frá La Linea. Uppreistarmenn tala nú miklu minna um sigra sína en áður og er talið að það sé meðal annars sönnun fyrir því, að þeir fari halloka. Massaua í björtu báli — 50 flugvélar eyðilagðar. Samkvæmt útvarpsfregnum i gærkvöldi hefir kviknað i hafnar- borginni Massaua í Eritreu (ný- lendu Itala í Austur-Afríku) og stendur borgin i björtu báli. Kviknaði i bensínbirgðum og hefir eldurinn borist í skotfæra- geymslurnar og flugvélaskýlin. Hafa 50 flugvélar brunnið og mörg hundruð manns beðið bana. Barnavagn til sölu. / Eggert Melstað Hitapokar, Sundhettur, Kranaslöngur, Garðslöngur fæst í Pöntunarfe/aginu. «

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.