Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 20.11.1937, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 20.11.1937, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 BæjarstjórnarkosniDgarnar Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum að maðurinn minn og fósturfaðir Hannes Sveinsson andaðist þann 19. þ.m. að heim- ili sínu Aðalstræti 70, Akureyri. Jarðarförin ákveðin síðar. Ekkja og fósturbörn. atvinnurekendur mundu ekki láta undan öðru en afli samtakanna, ákvað „Iðja“, að vinnustöðvun skyldi framkvæmd strax úr mán- aðamótum okt.—nóv. Auk þess sem „Iðja“ sjálf hafði eflst mjög upp á síðkastið, og vit- að var um samhug margs þess verksmiðjufólks, sem þó var enn ekki komið í félagið, var leitað til annara verklýðsfélaga bæjarins um aðstoð — og hétu þau öll ein- dregnu fylgi sínu. Þar sem erindreki Alþýðusam- bandsins var helsti fyrirliði „Iðju“ 1 þessu máli, var reiknað með fyllstu aðstoð þess. Til frekari staðfestingar á því sendi þó stjórn Aiþýðusamb. símskeyti til „Iðju“ áður en vinnustöðvunin var fram- kvæmd, þar sem „Iðju“ var heitið allri nauðsynlegri aðstoð Alþýðu- sambandsins, og þar með félaga þess um land alt. Verkfallsstjórn var mynduð með 2 fulltrúum frá hverju verk- lýðsfélagi bæjarins, sem, sam- kvæmt beiðni, hafði gerst aðili að deilunni, og ennfremur erindreka Alþýðusambandsins. Hafði þannig 15 manna nefnd — frá 7 verklýðs- félögum og stjórn Alþýðusamb. — stjórn á undirbúningi og fram- kvæmd verkfallsins. Kom sú nefnd nokkrum sinnum saman áð- ur en vinnustöðvunin var fram- kvæmd, og var samstarf í henni hið ákjósanlegasta. Skipulagði hún liðsöfnun, í hverju verklýðs- félagi fyrir sig — og fékk loforð um miklu meiri mannafla en nokkurn tíma þurfti að nota. — Ennfremur ákvað hún hvaða vinnustaðir skyldu stöðvaðir, og hvenær — hvemig vöruflutninga- banninu skyldi beitt, og gerði ráð- stafanir til að það yrði fram- Fyrir 4 árum síðan stóð alþýða Akureyrar andspænis því ábyrgð- armikla hlutverki sínu að velja sér nýja bæjarstjóm til að fara með stjórn þessa bæjarfélags næstu 4 árin. Úrslit bæjarstjórn- arkosninganna þá, og þá ekki síð- ur sú reynsla, er fengin er síðan af starfi bæjarstjórnarinnar, hafa enn einu sinni sýnt að alþýðan verður að vera stórum varkárari í vali fulltrúa sinna framvegis en hingað til, og að hún getur aðeins sameinuð trygt það að raunveru- legir fulltrúar hennar skipi meiri- hluta bæjarstjómar. Nú stendur alþýða þessa bæjar enn gagnvart bæjarstjórnarkosn- ingum, nú á hún, eins og fyrir 4 árum síðan, kost á því að ná meirihluta aðstöðu í bæjarstjórn- inni. Nú á hún, eins og þá, völ á því að velja meirihluta, sem virki- lega vinnur að því að leysa vanda- mál fjölmennustu en fátækustu stéttarinnar, sem s. 1. 4 ár hefir búið við vaxandi atvinnuleysi og skort. Á undanförnum 4 árum hefir alþýða þessa bæjar öðlast dýr- keypta reynslu. Hún hefir fengið áþreifanlegar og óyggjandi sann- anir fyrir því að mikill meiri hluti núverandi bæjarstjórnar hef- ir, þrátt fyrir margendurtekin lof- orð fyrir 4 árum, um einlægt og óslitið starf í þágu alþýðunnar, kvæmt á sem auðveldastan hátt. — Útvegaði Verklýðshúsið sem stöðuga miðstöð fyrir þátttakend- ur deilunnar og skipulagði að þar væri ávalt á reiðum höndum nauðsynleg hressing fyrir þær margmennu verkfallsvaktir, sem nauðsynlegt var að hafa. Yfir höfuð má fullyrða, að í engri vinnudeilu, sem hér hefir verið háð, hafi fyrirfram verið jafn mikil TRYGGING og nú fyr- ir því að deilan hlyti að vinnast. (Framh.). verið í vasa íhalds og afturhalds. Sú dýrkeypta reynsla sem fengist hefir á s.l. 4 árum ætti að vera meiri en nóg til að tryggja það að kosningaúrslitin eftir áramótin yrðu alþýðunni í vil en ekki aft- urhaldsöflunum eins og fyrir 4 ár- um. En til þess að þessi reynsla komi alþýðunni að notum verður hún að meta grandgæfilega störf fráfarandi bæjarstjórnarmeðlima og bæjarstjóra, bera athafnir þeirra saman við kosningaloforðin fyrir 4 árum og síðan veröur hún á grundvélli þessara athugana að skipuleggja sameiginlega kosningu og velja sér nýja fulltrúa. Aðeins með því móti getur hún trygt ó- sigur afturhaldsins í bæjarstjóm- armálunum. IV. þing Kommúnistaflokks ísfands er nýafstaðið í Reykjavík. í mið- stjórn flokksins voru kjörin: Arn- finnur Jónsson, Eskifirði, Ársæll Sigurðsson, Rvík, Ásgeir Péturs- son Rvík, Bjarni Þórðarson, Norð- firði, Björn Bjarnason, Rvík, Brynjólfur Bjarnason, Rvík, Dýr- leif Árnadóttir, Rvík, Einar Ol- geirsson, Rvík, Guðbrandur Guð- mundsson, Rvík, Gunnar Bene- diktsson, Eyrarbakka, Gunnar Jó- hannsson, Siglufirði, Haukur Björnsson, Rvík, Hjörtur B. Helgason, Rvík, ísleifur Högnason, Vestm., Jón Rafnsson, Vestm., Kristinn E. Andrésson, Rvík, Loft- ur Þorsteinsson, Rvík., Sigþór Jó- hannsson, Akureyri, Steingrímur Aðalsteinsson, Akureyri, Þórodd- ur Guðmundsson, Siglufirði, Þor- steinn Pétursson, Rvík. Blaðið mun síðar skýra frá helztu samþykktum þingsins svo sem í sameiningarmálunum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.