Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 20.11.1937, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 20.11.1937, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN NÝJA-BÍÓ Laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Síðustu dagar Pompeji Bðrn fá ekki aðgang. Sunnudaginn kl. 5: Louis Pasieur. Niðursett verð. Sýnd i siðasta sinn. Verkfallið. (Framh. af 1. síðu). stuðnings „Iðju“ fyrst og fremst með því að leggja flutningabann á S. í. S. um alt land. Alþýðusam- bandsstjómin hefir eins og kunn- ugt er lofað Iðju fullum stuðningi, sambandsins. „Iðja“ má alls ekki láta það dragast lengur að þetta loforð verði efnt. Það veltur altof mikið á úrslit- um þessarar deilu fyrir alþýðu- samtökin til þess að stjórn AI- þýðusambandsins geti lengur hliðrað sér hjá því að beita alls- herjarsamtökunum gegn hinu framúrskarandi afturhaldssama atvinnurekendavaldi S. í. S. Víðtækt samsæri . . . . (Framh. af 1. síðu). standa sem fastast saman og styrkja sig gegn valdatöku íhalds- ins í hvaða mynd sem er. Síðustu fréttir: í gær fundust vopnabirgðir á 2 stöðum hjá meðlimum Munka- hettufélagsskaparins. M. a. 1500 sprengikúlur og 45 vélbyssur. Vörubifreið, sem var á leiðinni til Lille var stöðvuð og hafði hún meðferðis nokkur hundruð riffla í staðinn fyrir kjöt, eins og gefið haíði verið upp. Vinnudeila verksmiðjufólks. tmmmmmmmmm^^immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmm (Framh. af 1. síðu). að félagið var stofnað sökum óhjá- kvæmilegrar nauðsynjar á sam- tökum um að bæta launakjör og vinnuskilyrði verksmið j uf ólksins. Þrátt fyrir 23 ára viðleitni for- stjóra „Gefjunar“ (að hans eigin sögn) til að hækka vinnulaunin svo sem frekast var unt — voru þau svo langt fyrir neðan allar hellur, að í ýmsum tilfellum voru þau alt að 100% lægri en greitt hefir verið í Reykjavík fyrir samskonar vinnu. Strax eftir að „Iðja“ var stofn- uð, gerði hún því tilraunir til þess á friðsaman hátt, að ná samkomu- lagi við atvinnurekendurna um kaup, sem væri að minsta kosti eitthvað meira í samræmi við það, sem annarstaðar var greitt fyrir samskonar vinnu. Svar atvinnurekenda var að hundsa algerlega félagið og reyna að ganga af því dauðu með stofn- un svokallaðra „starfsmannafé- laga“ í einstökum verksmiðjum („gul“ félög) sem þeir sjálfir hefðu „töglin og hagldirnar“ í. Leitaði þá „Iðja“ til Alþýðu- sambandsins, og tók stjórn þess við málinu haustið 1936, með það fyrir augum, að hún, án vinnu- deilu, næði samningi við stjórn SÍS. Leið svo heilt ár, eða fram á s.l. haust, að enginn árangur varð, og var sýnilegt, að atvinnurekendur treystu, annarsvegar á samtaka- leysi verksmiðjufólksins, þar sem aðeins lítill hluti þess var kominn í „Iðju“, hinsvegar á aðgerðaleysi Alþýðusambandsstj órnarinnar. Nú var svo, að auk krafa verk- smiðjufólksins hér um bætt kjör, hafði „Iðja“ í Reykjavík í hyggju að hækka enn kauptaxta þann, sem hún, með einbeittum samtök- um, hafði fengið viðurkendan þar. Og þar sem kauptaxti þessi, eins og áður er getið, var mjög miklu hærri en vinnulaun í verksmiðj- unum hér, var helsta undanbragð verksmiðjueigendanna í Reykja- vík, að vitna í hið óheyrilega lága kaup hér, og þá samkeppnis-örð- ugleika, sem þeim stafaði af því. Það var því sem einn þáttur í kaupgjaldsbaráttu „Iðju“ 1 Rvik, að hún sendi mann hingað norður s,l. haust, Runólf Pétursson, til þess að reyna að koma skriði á starfsemi „Iðju“ hér. I’ékk hann í lið með sér erind- reka Alþýðusambandsins, Jón Sig- uvðsson, og leitaði jafnframt tflir stuðningi verklýðsfélaga í bænum, ef til vinnudeilu skyldi koma. Tckst nú að vekja allmikla hreyf- ingu um málið, og streymdi verlr- smiðjufólkið inn í „Iðju“, svo félagatala hennar hækkaði á skömmum tíma um ca, helming. Leitaði þá Jón Sigurðsson, f. h. Alþýðusamb., enn eftir samning- um við forráðamenn verksmiðj- anna hér, en þeir fóru undan í flæmingi og vildu ekki taka upp slíkar viðræður. Setti þá „Iðja“ kauptaxta, sem í höfuðatriðum var sniðinn eftir kauptaxta „Iðju“ í Reykjavik — þeim, sem nú hefir verið sagt upp frá næstu áramótum. Gekk hann í gildi 25. okt. s.L, en þó var at- vinnurekendum enn gefinn írest- ur til mánaðamóta okt.—nóv. Eftir að kauptaxtinn var aug- lýstur, skrifaði Jón Sigurðsson, erindreki Alþýðusamb., viðkom- andi atvinnurekendum, enn einu sinni, og tilkynti þeim að taxtinn mundi knúinn fram í krafti sam- takanna, ef þeir ekki hefðu gengið að honum, eða gert launasamning við „Iðju“, fyrir tiltekinn tíma. Eg hefi verið svo fjölorður um aðdraganda deilunnar, til þess að menn, af nefndum staðreyndum, geti sannfærst um, að vinnustöðv- unin er fyrst framkvæmd eftir að margítrekaðar tilraunir til að fá málið leyst á friðsamlegan hátt, hafa reynst með öllu árangurs- lausar. Verkafólkið hafði aðeins þessa einu leið eftir — og það er sök viðkomandi atvixmurekenda, að hana varð að fara. Undlrbúningur vinnuitöðvunarinnar Þegar séð varð að viðkomandi

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.