Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 12.01.1938, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 12.01.1938, Blaðsíða 4
4 leggja lag sitt við Ólaf Thors, maður sem enginn lýðræðissinni hlustar á, trúir eða treystir leng- ur, — akureyrsk alþýða mun svara hótun þessa opinbera erind- reka Thorsaranna með því að kjósa lista Kommúnistaflokksins. C-listinn er listl Kommuniitaf 1. Jónas fer á llot til Þegar kunnugt varð um sam- vinnu verklýðsflokkanna í Vest- mannaeyjum við bæjarstjórnar- kosningarnar, sáu íhaldsmenn að yfirráðum þeirra í Eyjum var stefnt í voða. Gerðu þeir þá Ólaf Thors út á fund Hriflu-Jónasar. Lauk þeirri bónorðsför þannig að Jónas sigldi í skyndi til Eyja ásamt Eysteini, hóaði saman fundi með 50 hræðum er ákváðu að stilla upp lista í nafni Framsókn- arflokksins, til þess að kljúfa fylgi frá samfylkingarlistanum og bjarga þannig hinni sökkvandi fleytu Breiðfylkingarinnar í Eyjum. Vinnur gamli maðurinn frá Hriflu nú ötullega að því að taka gröf sína — vinnur að því bæði leynt og ljóst, bæði dag og nótt. Hinn sameiginlegi listi Alþýðu- flokksins og Kommúnistaflokks- ins í Reykjavík er A-L I S T I. Kommíínjstaflokkurjno á Húsavík hefir C-lista. VEBKAMAÐUEINN BæjarstjórnarkosniDgar. Kosning 11 bæjarfulltrúa og 11 varabæjarfulltrúa í Akureyrar- kaupstað, til næstu fjögurra ára, fer fram i samkomuhúsi bæjarins, Hafnarstræti 57, sunnudaginn 30. janúar næstk. og hefst kl. 10 f. h. 1 kjöri eru 4 listar, þannig merktir: Listi Alþýðuflokksins, merktur A. Listi Framsóknarflokksins merktur B. Listi Kommúnistaflokksins merktur G Listi Sjálfstæðisflokksins og óháðra borgara, merktur D. Akureyri, 10. jan. 1938. S T E I N N STEINSEN oddviti kjörstjórnar. r lisli verk- lýðsflokkanna á Norðfirðl. Eins og skýrt hefir verið frá áður hér í blaðinu, voru verklýðs- flokkarnir á Norðfirði búnir að ákveða að stilla hvor í sínu lagi. Þegar fregnin um samfylking- una í Reykjavík barst austur, hóf- ust sammngatilraunir verklýðs- flokkanna á Norðfirði að nýju og varð árangurinn sá að þeir hafa nú lagt fram sameiginlegan lista. Til athugunar fyrir kjósendur, sem fara burt úr bænum eða þá, sem dvelja í bænum en eiga kosningarétt annarsstaðar. Samkvæmt upplýsingum yfir- kjörstjómar, koma kjörgögnin með „Drotningunni“ og getur kosning á bæjarfógetaskrifstof- unni hafist fljótlega eftir að pósti hefir verið skipað í land. Kjósið áður en þið farið burt úr bænum! Utanbœjarkjósendur! Kjósið strax svo atkvœðin komist til skila í tæka tíð! Apoilo-klioíinn heldur DANSLEIK í Verklýðshúsinu fimtud. 13. þ. m. kl. 10 e. h. Aðg. 1 kr. Haraldur spilar. SlÚlkll vantar hálfan eða all- ann daginn. — Uppl. í síma 294. setl í dag. Þing Sovét-lýðveldanna verður sett í Moskva í dag. 1100 full- trúar sitja þingið, þar af 184 kon- ur. Hafa sumir þingmennirnir verið margar vikur á leiðinni, en farartækin hafa verið alt frá hundasleðum upp í flugvélar. Leiðrétting. í síðasta tbl. hafði mis- prentast í »Starfsskrá Akureyrardeildar K. F. I. í bæjarmálum«. í kaflanum um rafveitumálið, a-lið, stóð: »...á næsta ári«, en átti að vera »á næsta VETRI«. Aðcilfundur íþróttafélagsins »Þór« verður haldinn í Skjaldborg n. k. sunnudag. — Nánar auglýstur með götuauglýsingum. Kjóslð C-LISÍANN! Ábyrgðarm.: Þóroddur Guðmundsson. Prentverk Odds Björnssonar

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.