Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 18.01.1938, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 18.01.1938, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Bæjarstjórnar- kosningarnar. Atik lista Kommúnistaflokksins, sem birtur var áður í blaðinu, hafa eftirfarandi listar verið lagðir fram við bæjarstjórnarkosning- arnar 30. þ. m.: Listi Alþýðufl. (5 efstu menn): Erlingur Friðjónsson. Jón Hinriksson. Hafsteinn Halldórsson. Helga Jónsdóttir. Jón Ingimarsson. Listi Framsóknarfl. (5 efstu menn): Vilhjálmur Þór. Jóhann Frímann. Árni Jóhannsson. Þorsteinn Stefánsson. Jóhannes Jónasson. Listi Sjálfstæðisfl. (5 efstu menn): Jón Sveinsson. Axel Kristjánssn. Brynleifur Tobiasson. Indriði Helgason. Arnfinna Björnsdóttir. Læknavaktir. Samkvæmt -samningum við Sjúkrasaml. Akureyrar hefir Lækna- félag Akureyrar skuldbundið sig til að hafa ávallt lækni á vakt á nóttu, frá kl. 8 að kvöldi til kl. 8 að morgni, og á helgi- og sunnudögum. Sjúkrasamlagið greiðir aðeins 3/4 læknishjálpar á þess- um tíma og aðeins þeim lækni, sem þá hefir vakt, nema sé um slys að ræða. Þar sem ekki koma út blöð daglega í bænum, þá er ekki hægt að tilkynna jafnharðan hvaða læknir er á vakt. Fólki er því bent á það, að listi yfir vaktirnar Jiggur ávallt frammi í báðum apótekun- um og á símastöðinni, og er þvi þar alltaf hægt að fá upplýsingar .— Fólk athugi ennfremur að tilkynna skal lækni fyrir kl. 4 e. h. óskist heimsókn þann dag. Næturvörður er í Akureyrar Apóteki þessa viku. (Frá n.k. mánudegi er næt- urvörður í Stjörnu Apóteki). Kosningaskrifstofa Kommúnistaflokksins er i Verklýðshúsina. Opin frá kl. 8-10 e. li. Félagar og aðrlr slnðningsmenn flokkslns ern beðnir að mæta þar daglega. Vermlendingarnir. Nemendur Mentaskólans sýna um þessar mundir sjónleikinn Vermlendingarnir, eftir F. A. Dahigren. Leikstjórnina annast Árni Jónsson og leikur hann einnig eitt aðalhlutverkið, en Vig- fús l\ Jónsson hefir málað leik- tjöldin af mikilli snild. Þegar þess er gætt, að allir leikendurnir eru viðvaningar, sem þar að auki hafa erfiða að- stöðu til að stunda leiklistina, má hiklaust telja að leikurinn fari þeim mjög vel úr hendi. Sérstaklega eru aðalhlutverkin vel leikin af þeim Árna Jónssyni (Sveinn í Holti) og Sigríði Ste- fánsdóttur (Anna á Vatni). Þá skemma ekki dansarnir, hinir snotru búningar og sögvarnir, sem mikið er af í leiknum. Fessi leikhópur M A. hefir lagt á sig mikið erfiði og tórnað miklu af hvildarstundum sinum í vetur til að geta sýnt þennan leik, en hann mun fá erfiði sitt að fullu goldið í góðum undir- tektum bæjarbúa og ekki síst í nokkrum ágóða, sem allur renn- ur til Útgarðs, en hann er eftir- lætisgoð allra nernenda skólans. Siglfirðin^ar! Kfósið A-listann. Ábyrgðarmaður Þóroddur Guðmundsson. Prentverk Odds Björnssonar. Erlendar fregnir. Samkv. niðurstöðum af rann- sókn á hag leigjanda í Róm geta um 40°/o af leigjendunum ekki greitt húsaleiguna. Gin- og klaufnaveikin breiðist ört út í Suður-Þýskalandi. f öllu Þýskalandi var veikin um ára- mótin á 17.500 bændabýlum. 20.000 stúdentar í Habana fóru i kröfugöngu milli jóla og nýjárs og kröfðust þess að allir andfas- istiskir fangar yrðu látnir lausir. Fyrverandi utanrikismálarit- stjóri blaðsins »11 Lavoro fasc- ista«, Giovanni Engely, var ný- lega handtekinn af yfirvöldunum í Róm. Er hann sakaður um að hafa ljóstrað upp, erlendis, póli- tískum leyndarmalum. Striðið í Abessiníu heldur stöð- ugt áfram. 1 desember réðist flokkur Abessiniumanna á italska verkamenn, sem voru við vinnu á afskektum stað i héraðinu Harrar, og drápu þá alla. Brnni. Um kh 6 s. I. sunnudags- morgun var brunaliðið kvatt á vettvang. Hafði eldur komið upp í tugthúsi baejar- ins, ónýttíst húsið algjörlega, en skjðlum, sem geymd voru í húsinu, varð bjargað tiltölulega lítið skemdum. — Ókunnugt er um upptök eldsins. Tugthúsið var vá- trygt hjá Brunabótafélagi íslands fyrir 5000 krónur.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.