Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 25.01.1938, Síða 3

Verkamaðurinn - 25.01.1938, Síða 3
VERKAMAÐURINN 3 Rafveitumál j Akureyrar. (Framh. af 1. síðu). ýtt hefir verið við bæjarstjóra fyrir deyfð í þessu (eða öðrum) málum, þá hafa fulltrúar Fram- sóknar, einkum V. Þór tekið upp vörn fyrir bæjarstjóra og lýst sig ánægða með störf hans. Meðal annars kom þetta vel í ljós við umræður um fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir 1936, þegar deilt var um kaup til bæjarstjórans. Fyrir ári síðan var þó svo kom- ið að nauðsynlegum mælingum var lokið og búist við að teikning- ar og áætlanir yrðu fullbúnar innan skamms. En fjárhagsnefnd — sem átti að afla fjár til virkj- unarinnar — hafði þá lítið gert og ekkert orðið ágengt í því efni. Þá kýs bæjarstjórn nefnd manna til að fara til Reykjavíkur og vinna að því að fá ríkisábyrgð fyrir láni og jafnframt er V. Þór falið að fara utan og útvega lán. V. Þ. var — meðal annars — falið þetta af því að á sama tíma varð kunnugt um að hann stæði í samningum við einhverja Svía um að stofna hér í nágrenni stóriðnað, sem hefði þörf fyrir mikla raforku og ekki talið ólíklegt að sameina mætti virkjun til þess og fyrir bæinn. Enda kemur svo hingað svenskur verkfræðingur (í febr. s. 1.) til að athuga aðstöðu til virkj- unar tfið Laxá og Skjálfandafljót. Litlu síðar leggur V. Þ. leið sína um England, Danmörku og Sví- þjóð í þeim erindum að útvega lán til rafveitubyggingar og hann biður um að aðrir fái ekki leyfi til að leita eftir lánum meðan hann sé að vinna. í apríl kemur hann svo með góðar undirtektir frá Svíþjóð, og um miðjan maí segir hann að verkfræðingur komi til að líta á aðstæður og ef þeim þá ekki virð- ist aðstaðan lakari en gefnar upp- lýsingar bendi til, þá geri þeir til- boð um virkjun eða lán til virkj- unar. Svo líður allur maí, að eng- inn kemur. En rétt fyrir þing- kosningarnar (16. júní) koma hér 2 Syíar og líta á Laxá og lýst vel á hana. Þá gera Framsóknarmenn hróp mikið um dugnað V. Þ. og reyna þá, sem nú, að nota þetta vinsæla mál sínum flokki til vegsauka. En eftir kosningarnar smá hljóðnar um málið og svo bara deyr það án þess vitað sé hvenær eða af hverju. Allan þennan tíma voru ýmsir að tjá sig fúsa til að vinna að lánútvegun fyrir bæinn, en þeim var beint eða óbeint haldið til baka, vegna þess, að meirihluti bæjarstjórnar bar gott traust til V. Þórs og gat vel unt honum öðr- um frekar að umgangast lánveit- inguna. En þegar kom fram á vet- ur og vonlaust virtist að V. Þ. gæti útvegað lánið, þá var farið að hlusta eftir hvaða líkur aðrir hefðu fram að bera, og voru mikl- ar líkur til að aðrir gætu ekki minna en V. Þ. í þessu efni. En þá tilkynnir V. Þór að nú fái hann lán í Englandi ef allir aðrir verði dregnir til hliðar, og það er gert, jafnvel bæjarstjóri verður að stinga upp í einn ónefndan bjarg- vætt, sem hann , hafði samband við. Lánið á nú að fást fyrir jól, næst fyrir nýár og þá þar næstu daga, en það er bara ekki komið enn. í stuttu máli, það hefir enginn annar en V. Þór haft aðstöðu til að útvega umrætt lán, en með því er alls ekki sagt, að aðrir hefðu ekki getað það. En það er líka til önnur reynsla af V. Þ. og hans flokksfélögum viðkomandi rafveitumálinu. í sumar, þegar búist var við, að Svíarnir myndu virkja fyrir bæ- inn eða lána fé til þess, þá fór V. Þ. að spyrja um, hvað verkamenn vildu vinna fyrir, ef um vetrar- vinnu væri að ræða eða margra mánaða virmu, og hvað hann gæti fengið ódýra raforku til stóriðnað- ar, ef hann keypti mikið. Þessar spurningar benda ótvírætt á löng- un til að virða einkis kauptaxta vérkalýðsins, en nota sér sam- keppni atvinnuleysingja til að fá undirboð, og að stórir kaupendur Svar til ,Dags*. Blaðið »Trud« er ekbi mál- gagn Kommúnistaflokksins i Moskva. »Dagur« veit ekki EINU SINNI hver er ÚTGEFANDI að blaði þvi, er hann þykist hafn þýtt grein úr. »Verkam.« leyfir sér að full- yrða að þýðing sú, er »Dagur« birti nýlega, AÐ SÖGN, úr um - ræddu blaði, sé álíka samkvæm sannleikanum og sú fullyrðing »Dags«, að »Trud« sé »eitt at' málgögnum Kommúnistaflokks- ins í Moskva«. Skorár þ ví .Verkam/ á »Dag«, að skýra frá því i hvaða tölublaði og árg. »Trud«, um- rædd grein hafi birst. »Verkam.« er reiðubúinn að kosta þýðingu löggiltra skjalaþýðenda á grein- inni, ef hún skyldi fyrirfinnast í blaðinu, ef »Dagur« vill birta þá þýðingu. »Verkam.« neitar því hiklaust, að trúarofsóknir eigi sér stað í Sovét-lýðveldunum. að raforku eigi að fá afslátt á verði, hinir fátæku smáu eigi að borga hlutfallslega meira. Kemur þetta vel heim við ágengni SÍS-verksmiðjanna í að fá raforku fyrir lægra verð en aðrir. V. Þ. hefir líka verið á móti verklegum framkvæmdum á virkjunarstaðnum, svo sem vega- gerð og bygging bústaða, með þeim rökum, að hætta sé á að sú vinna verði dýrari ef hún er skilin frá aðalvinnunni við virkjunina. Af þessu má álykta: Þó þið verkamenn á Akureyri séuð at- vinnulausir, þá fáið þið ekki vinnu við rafveituna, ef líkur eru til að verkin verði nokkrum krónum ódýrari síðar, og þegar unnið verður, verður reynt að hafa kaupið það lægsta, sem meim verða fáanlegir fyrir, og raforkan. verður seld til ykkar á því hæsta verði, sem búast má við að þið kaupið hana fyrir. Fyrir þessa velviljuðu stefnu eiga kjósendur að styðja Fram- sókn 30. þessa mánaðar.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.