Verkamaðurinn - 12.03.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands.
XXI. árg.
Akureyri, laugardaginn 12. mars 1938.
16. tbl.
Vinnulöggjafarfruiii-
varpið felur í sér
stórfeldar réttar- og lýðræðisskerðinöar
i'yrir alþýðusamtökin
en engin rétiindi sem verka-
lýðurinn hejir ekki þegar d-
unnið sér eða er fullkomlega
fœr um að afla sér með sam•
tökum sínum.
Pannig er vinnulögg/of í öll-
um auðvaldslöndum þar sem
ekki er rekin vinstri pólitik.
Þegar verklýðssamtökum hinna
ýrnsu landa hefir allverulega verið
farið að vaxa fiskur um hrygg
og samtökunum er beitt f vax-
andi mæli til verndar hagsmun-
um alþýðunnar — eða til að
knýja fram kröfur hennar, þá
hafa farið að koma fram kröfur
frá atvinnurekendum og þjónum
þeirra innan verklýðssamtakanna,
um að rikisvaldið setti skorður
við því að samtakamætti alþýð-
unnar yrði beitt nema mjög tak-
markað, m. ö. o. að lýðræði al-
þýðunnar yrði skert.
Aiþýðusamtökin hér á landi
hafa eflst mjög mikið að með-
limatölu síðastliðin ár og jafn-
framt hefir róttækni þeirra vaxið
hröðum skrefum.
Á sama tíma hefir þjóðarauð-
urinn eða auðmagnið i landinu
eflst geysimikið. Þegar Alþýðu-
samband Islands var stofnað
1916, er talið, samkvæmt opin-
berum skýrslum, að þjóðareignin
hafi numið 118 miljónum króna
en Skipulagsnefnd atvinnumála
telur þjóðareignina 1934 (í árs-
lok) 302 inilj. kr. Síðan hefir
auðmagnið í landinu aukist enn
meir. En samtímis þvi sem auð-
urinn i landinu margfaldast á
fáum árum, safnast hann á æ
færri hendur, hinir fátæku verða
fátækari, en þeir riku ríkari. Þrátt
fyrir vöxt alþýðusamtakanna hefir
ekki einu sinni ennþá tekist að
hindra það að auðsaukDÍIISÍn lenti
bjástóratvinnurekendunum,heild-
sölunum og auðfélögum. Hin öra
þróun alþýðusamtakanna til
vinstri, siðustu árin, hefir skotið
stóratvinnurekendunum og öðr-
um stórefnamönnum skelk í
bringu. Eignastéttin beitir nú
öllum ráðum til að reyna að
koma á vinnulöggjöf, til þess að
hefta frekari viðgang alþýðusam-
takanna og til þess að draga
stórkostlega úr þeim möguleik-
um þeirra til varnar og sóknar,
er þau hafa haft fram að þessu.
Einn þátturinn í undirbúningn-
um til þess að reyna að setja
löggjöf um athafnir verklýðssam-
takanna er klofningstilraun Jóns
Bald. & Co. á Alþýðuflokknum.
Jafnhliða þeim aðförum hafa
trúnaðarmenn stóratvinnurek-
endastéttarinnar, innan Alþýðufl.
ásamt fulltrúum ihaldsins i Fram-
sókn, borið fram frumvarp um
vinnulöggjöf. Samtimis hefir
einkaflokkur stóreignastéttarinnar
borið fram annað vinnulöggjafar-
(Framh. á 2. síðu).
Þýskur
her heíir ráðist inn i
Ausfurríki.
Réttur mánuður er nú liðinn
siðan Schuschnigg kanzlari Aust-
urríkis og Hitler áttu fund með
sér í Berchtesgaden en á þeim
fundi lofaði Hitler að hætta allri
íblutun í Austurríki og viðurkendi
rétt Austurríkis til fullkomins
sjálfstæðis. Strax eftir fundinn óx
yfirgangur og ofbeldi nazista í
Austurríki og auðvitað studdi
Hitlersstjórnin þá.
Síðustu daga var dregið saman
herlið beggja vegna landamæra
Austurrikis og Pýskalands, en
stöðugar óeirðir nazista hölðu
verið undsnfarna daga í öllum
helstu borgum Austurríkis. í gær
sendi Hitler Schuscbnigg úrslita-
kosti og kralðist þess að þjóðar-
atkvæðagreiðsian, er austurríska
stjórnin hafði ákveðið að láta
fara fram á morgun, og alment
var talin atkvæðagreiðsla með
eða móti nazismanum, — færi
ekki fram, að engir samningar
yrðu gerðir við austurrísku verk-
lýðssamtökin, að Schuschnigg
segðiafsérog að nazistinn Seyss-
Inquart yrði kanzlari. Jafnframt
hótaði Hitler vopnaðri innrás í
Austurríki ef ekki yrði gengið að
þessum kröfum tafarlaust. Kl.
6.15 síðdegis í gær flutti Lund-
únaútvarpið þá fregn, að Schn-
schnigg og stjórn hans hefði sagt
at sér.
Seint í gær réðist svo þýskur
her á mörgum stöðum inn i
(Framh. á 3. síðu).