Verkamaðurinn - 26.03.1938, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURIN
3
Jarðarför konunnar minnar, Fanneyar Jósefsdóttur Vatnsdal, er andaðist 23. þ. m., fer fram frá Akureyrarkírkju, föstudag- inu 1. apríl, kl. 1 e. h. P-iU Vatnsdal.
ista og nær hámarki sinu i ías-
istiskri yfirlýsingu um að komm-
únismann þurfi að þurka út af
þjóðarlíkamanum.........
. . . »Dagur« segir að Eskifjörð-
ur sé eini staðurinn, þar sem
kommúnistar hafi haft tækifæri
tif að sýna raunhæfi stefnu
sinnar. Auðvitað forðast blaðið
að upplýsa hvenær og hvernig
kommúnistar fengu þessa að-
stödu á Eskifirði. Sannleikurinu
er sá, að kommúnistar hafa ald-
rei haft meirihlutaaðstöðu f
stjórn Eskifjarðarhrepps, þeir
hafa altaf verið i miklum minni
hluta i hreppsnefndinni og ald-
rei haft þar meira en 2 af 7
hreppsnefndarmönnum (fyr en
eftir kosningarnar 30. janúar s. I.
að þeir fengu 3 fulltrúa), eins og
nú skal sýnt.
Frá stofnun Kommúnista-
flokksins og frara á mitt árið
1935 var aldrei nema einn
kommúnisti í hreppsnefndinni.
En vorið 1935 fóru fram kosn-
ingar á 6 mönnum í hrepps-
nefndina og hlutu þessir menn
kosningu:
Einar Ástráðsson (A)
Gunnar Grimsson (F)
Arnfinnur Jónsson (K)
Leifur Björnsson (K)
Guðmundur Pétursson (S)
Hallgrimur Guðnason (S) en
Eiríkur Bjarnasson (S) var
fyrir i nefndinni.
Pessi hreppsnefnd kaus fram-
sóknarmannin Gunnar Grimsson
til oddvita og gengdi hann þvi
starfi fram á vor árið 1936, er
hann sagði þvi lausu. Gerði
hreppsnefndin þá árangurslaus-
ar tilraunir til að kjósa annan
aðila, en þegar það tókst ekki,
varð nefndin óstarthæf og sagði
af sér. —
Peir, sem lesið hafa »Dags«-
greinina mættu nú ætla, að þeg-
ar svona var komið i hreppsmál-
unum hafi kommúnistar róið að
þvi öllum árum að engin hrepps-
nefnd yrði kosin. En hið sanua i
málinu er þetta:
íhaldið og Framsókn á Eskilirði neituðu
að bafa nokkur alskilli al hinum nýju
breppsnelntfakosningum. íhaldið hélt
því fram, að eina leiðin til að
knýja rikisstjórnina til þess að
veita nokkra hjálp til viðreisnar
staðnum væri sú, að kjósa enga
hreppsnefnd, þvi að þá neyddist
rikisstjórnin til að taka i taum-
ana og ráða bót á ástandinul!
Framsókn neitaði hinsvegar
að hafa nokkur afskifti af kosn-
ingunum nema þvi aðeins að
Gunnar Grimsson fengist til að
vera efsti maður á lista hennar
en Gunnar aftók það með öllu
nema með því skilyrði að hann
fengi tryggingu tyrir þvi að
hann yrði ekki gerður að odd-
vita aftur, en slika tiyggingu
var auðvitað ekki hægt að setja.
Niðurstaðan varð sú, að
hvorki Ihaldið né Framsókn
skiluðu listum fyrir kosningarn-
ar. Báðir þessir flokkar hlupu
því i fullkomnu ábyrgðarleysi
frá málefnum Eskifjarðarkaup-
staðar þegar mest á reið, að
mætustu menn allra flokka,
legðu fram krafta sina i þágu
hreppsfélagsins.
(Framh.).
A N D L Á T. Nýlega eru iátnar hér i
bænum Fanney Jósefsdótór, kona Páls
Vatnsdals, — eftir margra ára veikindi —
og ekkjan Anna Jóhannsdóttir Lundarg. 6.
ÁRSSKEMTUN skólabarna var
haldin um síðustu helgi f fjðgur skifti og
var húsfyllir öll kvöldin. Var skemtunin
fjölbreytt og leystu skólabörnin öll hlut-
verk skemtiatriðanna af hendi og tókst
mæta vel. Agóðinn af skemtuninni rennur
í ferðasjóð barnanna.
Ungherjafundur
verður haldinn í Verklýðs-
húsinu á morgun ki. 2 e. h.
Eyrarbörn skemta.
Ungherjar fjölmennið I
Stjórnin.
Doniiif oo ifúr!
Vor- og sumartiskau er komin.
Sníðum ogf saumum:
Kápur, dragtir, kjola, barna-
föt, sportföt og nærföt. —
Saumastofan Hafnarstr. 29.
W«fí«'a og Jóna.
Fundur.
Starfsstúiknafélagið
„S ó k n"
heldur fund í Verklýðshús-
inu sunnudaginn 27. mars
kl. 9 e. b. — Fundarefniu
1. Inntaka nýrra félaga.
2. önnur mál.
STJÓRNIN.