Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 02.04.1938, Síða 1

Verkamaðurinn - 02.04.1938, Síða 1
XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 2. apríl 1938. 19. tbl. Aðalfundur K.E.A. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga var haldinn 16. og 17. f. m. Félagsmannatal óx um 282 á árinu og eru nú 2843 meðlimir í félag- inu, þar af eru 1330 bændur og landbúnaðarverkamenn, um 1200 verkamenn, iðnverkamenn og sjómenn og 313 verslunarmenn, embættismenn og menn við ýms störf. Mýjar framkvæmdir á árino voru helstar: Bygð mjólkurvinslustöð, keypt skipið >Hvassafell«, korn- ræktartilraunir gerðar í Klaufar- landi, keyptur fiskur ogverkaður á Akureyri ogstofnuð hlutaíélögin »Njörður« og »Alaska«. Aðrar helstu ráðstafanir stjárnarinnar: Kaupdeila við »Iðju«, félag verk- smiðjufólks, s.l. haust og Stein- grimi Aðalssteinssyni vikið úr félaginu með stjórnarsamþykt 28. des. s.l. Hafði Steingrimur skotið máli sinu til aðalfundar, sam- kvæmt heimild félagslaganna. Skýrði hann frá málavöxtum og leiddi rök að því, að hin eina raunverulega ástæða, sem stjórn- in færði fyrir þessum aðgerðum, væri þátttaka hans í launabaráttu verklýðsfélaganna. En þannig af- staða til félagssamtaka verka- manna væri með engu móti rétt- lætanleg eða samræmanleg við stefnu og tilgang samvinnufélag- anna. Varaform., Ingimar Eydal, mælti á móti og varði gerðir stjórnarinnar. Að ræðu hanslok- inni var málinu vísað frá með dagskrártillögu, sem samþykt var með um 70 atkv. gegn 13. Reynd- ist þannig að þessu sinni 8 gr. félagslaganna vera vopn í hendi stjórnarinnar, en niðurlagið, um rétt brottvikinna félaga, aðeins pappírsákvæði. Rekstursyliflit. Vörusala hefir auk- ist sem næst um 600 þús. krónur, og varð um 3 milj. kr. Einnig hefir sala kjötbúðarinnar aukist um 57 þús. og kolasalan nokkuð. Sala framleiðsluvaranna gekk með betra móti, þó er allmikið óselt af freðkjöti, en salan á nýju kjöti hefir aukist iitn full 3 þús. skrokka og varð um 8 þúsund skrokkar. Selst nú næstum helm- ingur alls kjötsins á bæjarmark- aðinum. Mjólkurframleiðslan hefir aukist nokkuð og selst einnig sem næst helmingur þeirrar fram- leiðslu i bæinn og með um 20 prc. hærra verði en árið áður og kjötið einnig^ nokkuð hærra. Iðnfyrirtækin uku framleiðslu sina og sölu. Hafði orðið reksturs- hagnaður af öllum iðnfyrirtækj- unum, en þó mestur af smjör- líkisgerðinni (raunverul. hagnaður um 20 þús ). Einnig hafði útgerð e.s. »SnæfelIs« skilað rekstursaf- gangi, nokkuð á annan tug þús- unda. Um rekstur hraðfrystingar lágu ekki fyrir neinar upplýsingar hvað snerti hagnad, og heldur ekki um saltfiskkaupin, annað en ágiskun um nokkurn halla. Á kornræktartilraununum hafði orð- ið tæpur 6 þúsund króna halli. Fjárhagsalkoma félagsins er á þá leið, að eigið fé er: „Iðja“ félíig verktsmiðjufólks, mótmselir einrómn vinnulöggjafarfrum- vörpnnum Á fundi »Iðju« s. 1. sunnudag var m.a. rætt um vinnulöggjafar- frumvörpin. Lýsti fundurinn sig einróma andvigan vinnulöggjafar- frumvörpum íhaldsins og Sigur- jóns Á. Ól. & Co. Nfr ráðherra. Skúli Guðmundsson, þingmað- ur, hefir verið settur i ráðherra- stólinn i stað Haraldar Guð- mundssonar. Gekk fæðingin erf- iðlega. Hægri menn Framsókn- ar vildu annaðhvort gera Hriflu- Jónas að ráðherra eða einhvern Sjálfstæðismann — og einn dag- inn var Stefán Jóhann kominn hálta leið i ráðherrastólinn. Sameignarsjóðir og innstæður eiginreikninga kr. 1,702,576. Stofnsjóður kr. 1,318,422. Fé félagsmanna í reikningum og Innlánsdeild kr. 840,922. Samtals 3,861,911 og er það 82 prc. af öllu rekstursfé félagsins. Skuldir félagsmanna hafa minkað um 150 þús. kr. og innstæður aukist. Rekstursafoangur varð 164,998 kr. Var á fundinum samþykt að greiða 10 prc. uppbót af ágóða- skyldum vörum, kornvöru, kaffi, (Framh. á 2. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.