Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 02.04.1938, Síða 2

Verkamaðurinn - 02.04.1938, Síða 2
2 VERKAMAÐURINN NÝJA-BÍÓ Sunnudagskvöid ki. 9. UngmæriB Irene Þýsk Ut'a tal- og hljómmynd í 10 þáttum. Aðslhlutverkin leika : Sabine Peiers, Lil Dagover, Gerline Kat, Karl Schönboch Börnum er bannaður aðgangur Laugardagskvöld kl. 9: Flotinn dan§ar. Sunnudaginn kl. 5. ÚTLAGINN. Alþýðusýning. Aðalfundur K. E. A. (Framh. af 1. síðu). sykri, brauðum og lyfjum, 1 kr. af kola- og salttonni, 20 og 30 aura af ullarkg. og 1.84 eyrir af mjólkurlítra. Breytingar á sampyktum K.E.fl. og S í.S.: í stað ótakmarkaðrar ábyrgðar félagsmanna á skuldbindingum félagsins, kom, að ábyrgðin verði takmörkuð við kr. 300 á hvern félagsmann auk stofnsjóðsinn- eignar hans. Var breytingin samþ. Þá iagði stjórnin fyrir fundinn tillögur sínar um breytingar á samþyktum S.í S., snertandi kosn- ingu fulltrúa á Sambandsfund, þannig, að í stað þess að fuil- trúafjöldi félaganna hefir bygst á félagatölu þeirra, komi, að full- trúafjöldinn byggist á viðskifta- magni fél. við S.I.S., að ekki komi nema einn fulltrúi fyrir hverjar 300 þús. kr. viðskiftaveltu. Er með slíkum breytingum verið að leggja á hilluna það lýðræði, sem einkent hefir lög samvinnufélag- anna frá öndverðu. Kemur hér krónufjöldinn til með að ráða í stað fólksins. Mundu þannig fé- Iög, sem hafa auk innflutnings- varanna, mikið af framleiðslu- vörum, eins og t. d. K.E.A., hafa tvöfaldan eða þrefaidau rétt á móti félögum, sem eru eíngöngu neytendafélög, eins og t. d. KRON. Eru nú á ferðinni þessar og ýms- ar aðrar skyldar tillögur frá fylgi- fiskum Jónasar frá Hriflu, tii varnar gegn áhrifum þess mikia fjölda verkamanna, sem skipað hafasér um samvinnufélagsskap- inn siðustu ár, og þá sérstaklega í Reykjavík. Verður ekki sagt að »samvinnuhetjurnar«, yfirráða- menn S.Í.S., taki á móti nýliðun- um í Reykjavík með mikilli trú- mensku við stefnu frumherjanna. Alstaða K.E.fl. til veiklýðslélagaitna. Nokkrir verkamenn úr Akureyr- ardeild gerðu tillögu um að að- alfundurinn teldi nauðsynlegt að vinsamleg samvinna gæti orðið milli K.E.A. og verklýðsfélaganna á félagssvæðinu, sem bygð væri á gagnkvæmum skilningi beggja þessara félagsstofnana, og að með því yrði best trygt, að ekki þyrfti að koma til stórra árekstra milli þessara aðila i framtíðinni. Voru nokkur rök að því leidd, að undanfarið hefði mikið á það skort, að launabaráttu verkalýðs- félaganna hafi af stjórnendum félagsins verið madt með vinsam- legum skilningi heldur með óeðli- legri andúð. Sumir af stjórnend- um hefðu jafnvel látið sig rniklu skifta og tekið þátt í að brjóta á bak aftur launabaráttu verklýðsfél. i deilumálum, sem *voru K.E.A. óviðkomandi, og gæti það ekki skoðast öðruvísi en fjandskapur í garð verklýðsfélaganna. Þá verð- ur ekki sagt að mikiliar sanngirni hafi gætt, þegar félagsstjórnin beitti sér gegn þvi, að greiddur yrði launataxti verkakvenna í fiskverkuninni og ishúsvinnunni s.I. sumar, þar sem verkakonurn- ar þó voru áður verst launuðu starfsmenn félagsins og unnu verstu og vossömustu vinnuna. Mun eftirgjöf þessi á kaupi verka- kvennanna nema á s.l. ári um 4 til 5 þús. kr. Ekki er þó sannað með irsskýrslunum, að þessi at- vinnurekstur samanlagt (ishús- vinnan og fiskvinnan) hafi verið rekinn með halla, þrátt fyrir hið óvenjulega óhagstæða tíðarfar, og að nokkuð af þessari starfsemi, ufsaverkunin, sú sem verst gafst, var tilraunastarfsemi á borð við kornræktartilraunirnar, enda ekki venjulegt að stórfyrirtæki krefjist eftirgjafar á verkakaupi þótt slík reynslustarfsemi ekki gefl arð í fyrsta sinn. Nú gekk stjórnin að tilsvarandi launahækkun, verka- manna, iðnaðarmanna, bílstjóra og verslunarfólksins. Hér var því hvorki um nauðsyn eða réttsýni að ræða að brjóta taxta verka- kvenna. Pað, að verkakonum var ekki greitt nema halft kaup móts við verkamenn s.l. sumar, er ekki verjanlegt eða samboðið Kaupfélagi Eyfirðinga og ætti að heyra til löngu liðnum tíma eh ekki nútíðinni. Pá talar afstaða félagsstjórnar- innar til »Iðju«, félags verksmiðju- fólks, sama máli, þar sem hún þverskailast á annað ár við að taka upp samningá við félagið um launakjör verksmiðjufólksins, sem þó voru 30 til 100 prc. lægrí en við samskonar vinnu sunnan- lands. Með þessu sóru forráða- menn félagsins sig í ætt við hugsunarhátt ýmsra hinna af- skektustu atvinnurekenda, sem lengi hafa ríkt einráðir yfir kjör- um tólksins. Og fór hér, eins og títt er með útkjálka-atvinnurek- endur, að þeir neita að viður- kenna rélt launþegans, þverskall- ast og átta sig ekki fyr en verk- lýðssamtökin hafa neyðst til að beita þá valdi. Ársskýrslan sýnir glögl, að baráttan gegn bættum launakjörum verksmiðjufólksins var ekki á rökum eða nauðsyn bygð. Iðnfyrirtækin voru öll rekin með álitlegum bagnaði, svo að eina verksmiðjan, sem glöggar tölur liggja fyrir um - smjör- likisgerðin — hefir greitt sig upp á 7 árum og á s.l. ári sem næst V* af verði sínu (sama er að segja um e.s. »SnæfelI«). Pá sýnir rekstursyfirlitið hvern- ig litið eitt batnandi launakjör og aukin atvinna verkamanna og sjómanna, kemur strax á sama ári út í vaxandi sölu félagsins, og

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.