Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 06.04.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 06.04.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 6. apríl 1938. 20 tbl. Eins og flestum hér í bæ mun vera kunnugt var fiskur verkað- ur hér i sumar sem leið af K.E. A., og kaupgjald við þá vinnu greitt með sama taxta og var gildandi 1936, hafði formaður Verklýðsfélags Ak. gert samninga við K.E.A. um undanþágu frá þeim taxta sem var nýsamþykt- ur af félögunum og gekk í gildi 1. maí 1937. Var þar tímakaup kvenna 90 aura við almenna vinnu og var það kaup viður- kent og greitt við aðra vinnu en fiskinn. Ný fyrir skömmu skrifar svo K.E A. bæði Verkakvennafélaginu »Eining« og Verklýðsfélagi Ak. og fer fram á að félögin láti það afskiftalaust þó ekki verði greitt hærra kaup við fiskverkun í sum- ar. Nú hafa bæði þessi félög svarað og eru svör þeirra mjög samhljóða i aðalatriðum og lofað að láta slíkt afskiftalaust með lítilsbáttar skilyrðum. Verklýðs- félagið með þvi skilyrði að ekki yrði minni vinna en i fyrra, en »Eining« að félagsbundnar konur í »Eining« og Verklýðsfélagi Ak. sætu fyrir vinnunni. En svar for- ráðamanns K.E.A. var á þá leið, að engin fiskur yrði keyptur eða verkaður hér og var það sérstak- lega skilyrði Verklýðsfélagsins sem hann tjáði sig ekki geta gengið að. Nú hefur þessi sami maður sagt í bréfum til félaganna að té- lagið mundi verka fisk aðeins til 09 K. E. A. að bæta úr atvinnuléysinu i bæn- um þrátt fyrir halla sem Ii E.A* hefði baft af fiskverkun í fyrra. En nú kemur það í Ijós að fái þeir, sem stjórna þar, ekki öllu einir að ráða, þá ógna þeir með því að hafa engan fisk, er vitan- legt að K.E.A. hvorki hefir haft eða mun hafa fisk bara til hagsbóta fyrir verkalýðinn hér í bænum, heldur með það fyrir augum að hafa ýmist beinan eða óbeinan hag af því sjálft Er naumast hægt að taka það alvar- lega, að þeir hafi ætlað að hafa fisk, ef það er látið stranda á þessum skilyrðum, því það, mun þess eigin hagur að hafa sem mestan fisk ef þeir verka á annað borð. Hitt atriðið er gildandi í öllum stærri bæjum á landinu, nema hér, að félagsbundið fólk sitji fyrir vinnu, enda mun það verða tekið upp í taxta félaganna í vor og þá viðurkent af K. E. A. og er þá sú ástæða úr veginum. Er það eðlilega krafa verkalýðs, sem knúinn er af atvinnuleysi og vönt- un, og því gefur undanþágu frá lágmarkskaupi, að ekki sé verið að leika með hann heldur sköffuð sú atvinna, sem boðin er, ef kaupið verði lækkað. AÐALFUNDUR Pöntunarfélags Verka- lýðsins var baldinn s. 1. sunnudag. Verð- ur hans getið nánar í næsta blaði. SKEMTIFUND heldur Ak.d. K. F. í. í Verklýðshúsinu kl. 8,30 í kvöld. Félagar mega bjóða 'með sér gestum. Bílstjórafélag Akureyrar sam- þykti 16. f. m. með öllum greidd- um atkvæðum mótmæli gegn frumvarpi Sigurjóns Á. Ól. 8t Co., sem félaginu hafði verið sent til umsagnar, og lýsti sig jafnframt andvigt því að nokkur vinnulög- gjöf yrði sett er skerti að nokkru raði athafnafrelsi og eðlilega fram- þróun verklýðssamtakanna og tjáði sig einróma mótfallið öllum slíkum lagasetningum. Vélstjórafélag Akureyrar f e 1 d i á fundi sínum 19. f. m. með- mælatillögu frá formanni, Jóni Hinrikssyni, með vinnulöggjafar- frumvarpi Sigurjóns Á. ÓI. & Co. Voru 6 atkvæði með, 7 á móti en 4 sátu hjá. Verkakvennafélagið »Eining« samþykti á fundi sínum 23. f.m. einróma mótmæli gegn vinnulög- gjafarfrumvörpum íhaldsflokksins og Sigurjóns Á. ÓI. & Co. Verkamannafélag Akureyrar saraþykti einum rómi, á fundi sínum 27. f. m., mótmæli gegn báðum vinnulöggjafarfrumvörp- unum, og skoraði á öll verklýðs- félög að standa sem einn maður gegn framkvæmd slikra laga, ef þau verða sett, þrátt fyrir al- menn mótmæli verkalýðsins. Af verklýðsfélögunum hér á Akur- eyri er það þá aðeins Verklýðs- félag Akureyrar sem hefir lýst fylgi sinu við kröfu íhalds- ins.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.