Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 18.06.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 18.06.1938, Blaðsíða 1
 Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 18. júní 1938. j 31. tbl. 19. júní Sjömennog smáutgerðarmenn eiga að borga miljönaskuldir Kveldulfsbraskaranna, er kjörorð Ólafs Thors og Jónasar frá Hriflu. BræðslusíIdavTerðið ákveðið kr. 4.50. Sjómenn og smáútgerðarmenn verða að hefja sameiginlega baráttu gegn þessu óheyrilega ranglæti. Bræðslusildarverðið hefir nú verið ákveðið kr. 4 50. Stefna ólafs Thors og Hriflu-Jónasar varð ofan á í Landsbankaráðinu og stjórn Ríkisverksmiðjanna. Ríkisverksmiðjnrnar, eign þjóðar- innar, eru nú algjörlega undir yfirráðum miljónasvindlara, undir yfirráðum ólafs Thors og nán- ustu samherja hans. Þremenn- ingarnir Magnús Sigurðsson, ól- afur Tbors og Hriflu-Jónas hika ekki við að nota yfirráðin yfir Ríkisverksmiðjunum til þess að láta sjómenn og þá sildarútgerð- armenn, sem ekki eiga bræðslur, borga miljónaskuldir Kveldúlfs. Landsbankaráðið, sem hefir það ábyrgðarmikla starf með hönd- um að gæta þess að braskarar og óreiðumenn leiki ekki lausum hala með sparifé þjóðarinnar, með þjóðbankann, hefir algjör- lega brugðist skyldu sinni í þessu efni og er orðið handhægt tæki í höndum miljónasvindlaranna, sem t. d. s.l. sumar léku sér að þvi að spila a. m. k. 700 — 800 þús. kr. úr höndum þjóðarinnar með klaufalegri sölu aðeins einnar vörutegundar (lýsissala Kveldúlfs) — þegar aðrir lýsis- salar stórgræddu. Eítirlitslögin bans Jónasar reyndust, eins og við var að búast, aðeins hand- ónýtt pappfrsgagn. Hægri foringjar Alþýðuflokks- sins hafa gengið í samábyrgð ásamt Jónasi, fyrir miljónaskuldum Kveldúlfs þ. e. a. s. á þann háít að láta sjómenn og þá síldarút- gerðarmenn, sem ekki eiga bræðslur, borga brúsann með smánarlega lágu bræðslusfldar- verði. )3að stoðarekkert þóAIþýðubl. og Alþýðumaðurinn og önnur málgögn »Skjaldborgarinnar«blási sig út og þykjist vera hneyksl- uð yfir að tillaga Erl. Þorst. um 5.00 króna verðið skyldi hafa veiið feld. Ef »Skjaldborgar« mönnum hefði verið alvara, með að hindra það að sjómenn yrðu látnir borga skuldir Kveldúlfs, þá hefðu þeir átt að taka tillit til þess þegar þeir »gerðu samningana« við Framsókn um stuðning — en eins og állir vita mundu þessir (Framh. á 2. síðu). Verkakvennafél. »Einíng« hefir valið þennan dag til fjársöfnun- ar fyrir barnabeimilissjóð sinn. Þegar sjóðurinn er orðinn nægi- lega mikill hyggst »Eining« aö bygRÍ3 si,t eigið barnaheimili, á heppilegum stað i sveit, og fóstra þar börn á sumrin, en uns þessu marki er náð mun félagið árlega verja dálitlu fé úr sjóðnum til að styrkja fátæk, veikluð börn til sumardvalar i sveit. T. d. hefir það ákveðið að sjá nú 11 börnum tyrir ókeypis sumardvöl i Brekkna koti í Reykjahverfi í 2 mánuði. F*ar sem hér er um byrjunar- starf félagsins að ræða á þessu sviði eru ekki tök á því að styrkja fleiri börn til sumardvalar að þessu sinni. Til þess að standa straum af þeim mikla kostnaði, sem þessi starfsemi hefir í för með sér, hefir »Eining« myndað hinn svonefnda Barnaheimilissjóð af sjúkrasjóði sinum, en auk þess treystir félagið því að menn styrkji hina lofsverðu viöleitni þess og þá fyrst og fremst með því að kaupa þau merki sem seld verða í þessu skyni 19. júní. Það munu flestir vera sam- mála um það, að knýjandi þörf sé á því að koma börnunum úr goturykinu, að minsta kosti yfir sumarmánuðina, og gefa þeim kost á að baða sig í sólinni og teiga ilmþrungið, heilnæmt sveita- loftið. Með merkjasölu sinni 19. júni, gefur »Eining« bæjarbúum kost á að leggja sinn skerf fram

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.