Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 18.06.1938, Page 2

Verkamaðurinn - 18.06.1938, Page 2
2 VERKAMAÐURINN NÝJA-BÍÓ Laugardags- og Suanudagskvöld kl. 9. Prír fóstbræður SIArfengleg og spennandl talmynd gecð eftir hlnni helmsfrœgu sðgu Alexander Damai (Tre Musketerer). til þess að bæta þó að einhverju leyti úr þörf fátækra og veiklaðra barna fyrir að njóta góðra sura- ar dvala í sveit. Bæjarbúar! Kaupið merki Ðarnaheirailissjóðsins, með því leggið þér gull í iófa framtíðar- innar. Sjómenn og smáútvegsmenn .. (Framh. af 1. síðu). alþýðuvinir ekki eftir öðru en bitlingum sér til handa. Og enn- fremur: hversvegna beita þeir ekki alþýðusamtökuuum til þess að hindra þetta. gerræði Lands- bankaklíkunnar ? Hversvegna beita þeir ekki Sjómannafélagi Reykjavikur? Staðreyndirnar tala. Rrenuingin Ólafur-Jónas-»Skjaldborgin« hafa i bróðerni komið sér saman um að ákveða bræðslusíldarverðið sem allra lægst, til hagsmuna fyrir skuldugasta fyrirtæki lands- ins. Gegn þessum aðferðum verða sjómenn og smáútgerðarmenn að risa og skipuleggja harðvítuga baráttu. Það er eina leiðin til þess að sigrast á ofbeldi og kúg- un Landsbankaklíkunnar og þjóna hennar. Menlaskólanmn var slitið s.l. mánudag. Fasistarnir iieimta i ritírelsið sé takmarkað á f s I a b d i. 1. þ. m. var forsætisráðherrann svo elskulegur að senda blöðun- um bréf. Með kosningaloforð flokks hans í huga skyldi maður ætla, að innihald bréfsins hefði verið hátíðleg tilkynning um, að nú ælti að fara að byrja á að efna eitthvað af loforðunum, svo sem lækka tolla á nauðsynjavör- um almennings. En auðvitað hefði sá maður yerið bráðfeigur, sem í alvöru hefði látið sér detta í hug, að forsætisráðherrann legði sig niður við þessháttar. Bréfið hafði hinsvegar að geyma alvarlega hótun til blaðanna um að hafa ekki »óviðurkvæmilegt orðbragð um erlendar þjóðir eða forvígismenn þeirra«. Verði brugðið út af slíku framvegis muni ráðuneytið beita ákvæðum hegningarlaganna, eða gera enn frekari ráðstafanir, þessu viðvíkj- andi, í samráði við þingflokkana. það mun enginn vafi leika á því, þegar þess er gætt, hverskon- ar kúgun fasistarnir beita viða um lönd, að forsætisráðberrann hefir fengið orðsendingu frá »for- ingjanum« í Þriðja ríkinu og collegum hans í Ítalíu og Spáni, um að takmarka ritfrelsið. Þeir vita að Island byggir fámenn, einangruð og varnarlaus þjóð, sem hægt er fyrir stórveldi að kúga. Og nazistarnir hafa ógnað stærri þjóðum en Islendingum. Nýskeð hafa þeir kúgað danska dómstóla (brunneitrunarmálið o. fl.) til að sýkna nazista, sem búið var að dæma í fangelsi fyrir hermdarverk. En forsætisráðherranum skjátL ast, ef hann álítur, að það sé einhver trygging fyrir sjálfstæði íslands að láta að vilja fasista- foringjanna. Hvers virði voru samningar Hitlers við Schussnigg? Fasisminn er villimenska, ofbeldi, múgmorð. Þessvegna virðir hann ekkert annað, honum er ekkert annað heilagt. Ef honum er rétt- ur litli fingurinn, heimtar hann alla hendina. Eina tryggingin gegn ofbeldi fasistaforingjanna, hryðjuverkum og frelsissviftingu, er traust samvinna og barátta allra lýðræðisafla heimsins gegn villimensku fasismans, til varnar lýðræðinu og menningunni. »Yerkam.« mun framvegis eins og hingað til hvetja þjóðina til að mynda einn hlekkinn í þeirri keðju, og fræða hana með við- eigandi orðum um barnamorð fasistanna á Spáni og önnur hryðjuverk þeirra. För sunnlenskra bænda og kvenna til Norturlands. Þann 15 þ. m. lögðu 150 bænd- ur og 30 konur á Suðurlandi af stað frá ölfusá i ferðalag til Norðurlands Ferðafólkið kemur hingað til Akureyrar í dag og gistir hér í nótt. Heldur Búnað- arsamband Eyjaljarðar því kaffi- samsæti. Á morgun skoðar ferða- fólkið Gróðrarstöðina og ekur fram Eyjafjörð og skoðar þar helstu staði, eftir þvi sem timi vinst til. Næsta dag mun það skoða verksmiðjur samviunu- manna og snæða bjá K. E. A. Sama dag verður lagt af stað héðan austur á bóginn áleiðis til Mývatns, Ásbyrgis og Dettifoss, og gist á þeim leiðum í Lauga- skóla og i Húsavík. Slíkar farir, sem þessar, geta haft mikið^ menningarlegt gildi. En gjarnan mætlu fleirl konur taka þátt í þeim, en rauta er á i þett^ sinni. Því vissulega veitir þeim ekkí SÍður af að létta sér upp en bændum. Á aðalfundl Leikfélags Akureyrar s.l. miðvikudagskvöld voru eftirtaldir menn kjörnir f stjórn félagsins: Agúst Kvaran, formaður, Hallgr. Valdimarsson, ritari, Vigfús Jónsson, meðstjórnandi. Björn Sigmundsson var kosinn gjaldkeri utan stjórnar.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.