Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 18.06.1938, Síða 3

Verkamaðurinn - 18.06.1938, Síða 3
3 VERKAMAÐURINN ■ - Píanóleikarar frá Sovétríkjunum hljóta fyrstu verðlaun í alþjóða-samkeppni. í hinni alþjóðlegu samkeppni píanóleikara um Eugéne Is- aye verðlaunin í Bruxelles hefir pianóleikarinn Emil Gil- els hlotið tyrstu verðlaun. Þriðju verðlaun hlaut píanóleikarinn Jakob Fller, sem einnig er Sovétríkjamaður. Tvenn fyrstu verðlaunin af þremur hafa því pianóleikarar frá Sovétríkjunum hlotið og unnið þar með glæsi- legan sigur í hinni hörðustu samkeppni við beztu píanóleikara heimsins. Sigurvegararnir eru báðir i Samb. ungra kommúnista. Árið 1933 var Stalin viðstaddur lokahljómleikana i samkeppni hljóðfæraleikara i Sovétríkjunum. Við það tækifæri lauk hann niiklu loísorði á Emil Giiels sem þá var aðeins 16 ára, og sem lék þarna »Figaro« Mozarts af framúrskarandi kunnáttu. (Um Stalin er það kunnugt, að hann hefir hinn mesta áhuga á tónlist og ver öllum frístundum sínum til tónlistaiðkana. f’ý®-) Hinn þekkti prófessor og tónlistar- kennari Neuhaus hefir veitt þessum unga listamanni leiðsögn með hinni mestu alúð og eftir fyrirfram hugsuðu skipuiagi. Hinn Sovétpianóleikarinn, Jak- ob Flier er souur úrsmiðs nokk- urs. Prófessor Igumnof, sem hefir verið kennari hans, hefir stöðugt hvatt hann til tónlistar- námsins. Pravda birtir grein um þennan nýja sigur Sovét-tónlistaj innar. Par er komist svo að orði: »Alþjóða-samkeppni pianó- leikara um Eugéne Isaye-verð- launin hefir eigi aðeins fært þátttakenduuum frægð og heiður. Sigur þessara Sovét-píanóleikara er sigur fyrir það land og þá þjóð, sem hefir alið þá, og sem þeir eru stoltir af að tilheyra. Emil Gilels og Jakob Flier eru upp- aldir af hinu unga Sovétlandi, sem þroskaði iistagötu þeirra, veitti meðfæddum hæfileikum þeirra tækitæri til að ná full- komnun og ól önn fyrir þeim með kærleiksríkri umhyggju. Af 70 verðlaunum, sem út- hlutað hefir verið 7 sinnum í alþjóðatónlistarsamkeppni, hafa Sovétrikin hlotið tuttugu, þar af fimm fyrstu verðlaun. Petta er s:gur tyrir skóla píanóleikaranna í Sovétríkjunum. Pað er sigur uppeldisaðferðir Sovétrikjanna, og síðast en ekki sízt er það sigur fyrir hina hugprúðu og göfugu þjóð, sem hefir erft alla menningarsigra mannkynsins. Sovétpíanóleikararnir Emil Gilels og Jakob Flier hafa sýnt tón- listarheiminum, að slagharpan getur líka i höndum bolsévik- anna gert dásemdarverk«. Ivan H. Kfestiolf Búlgarski blaðamaðurinn og rithöf. Ivan H. Krestanoff er nýlega kominn hingað til bæjarins og byggst að dvelja hér um hálfsmánaðarskeið. Hefir hann dvalið í Reykjavík undanfarna mán- uði, haldið þar námskeið f esperanto, skrifað fjöldamargar greinar í íslensk blöð um land sitt og þjóð og lifnað- arhætii hennar og flutt fyrirlestra, en auk þess hefir hann skrifað 30 grein- ar um ísland og íslensk málefni, í stærstu blöðin í Búlgaríu, en myndir hafa fylgt greinunum. Ennfremur hefir hann skrifað nokkrar greinar um ísland í esperantoblöð. Með þessu merkilega og mikla óeigingjarna starfi sínu, hefir Krestanoff unnið íslensku þjóðinni ómetanlegt gagn. Til marks um það, hvflfka atkygli greinar hans hafa vakið í Búlgarfu, má geta þess, að stærsta blaðið þar, sem birtir greinar hans, og hefir það fyrir venju að hafa yfirlit á fremstu síðu, yfir innihald blaðsins, skýrir altaf fri greinunum um ísland, með feitasta letri. Er óhætt að fullyrða að Búlg- arar hafa fengið alt aðra hugmyné um hina íslensku þjóð en þeir höfðu áður. Krestanoff er margvfs og víðfðruft maður, m. a, hefir hanu ferðast um öll lönd Evrópu. Er hann tungumála- maður mikill, — talar 12 tungumáf, — en sérs'taka áherzlu leggur hann þó á alþjóðamálið esperanto. Krestanoff mun flytja hér fyrirlestra og sýna skuggamyndir, næstu daga. Parf ekki að efa að marga muni fýsa að heyra trá! þessa ágæta íslandsvinar. Stfidentsprðf við Menntaskólann á Akureyri 1938. Máladeild. Árroann Snævaxr (Norðf.) I. 6,98- Árni Jónsson (Ak.) I- 6,30 Ásta Björnsdóttir (Ak.) I. 6.66- Baldvin Ringsted (S.-Þing.) I. 6,78- Björn Guðbrandss. (Skagf.) I. 7,34 Björn Ingvarsson (Ef.) n. 5.75 Erlendur Sigraundss. (Siglf.) n. 4,93 Friðfinnur Ólafsson (N.-ísf.) ii. 5,90 Gunnar Gíslason (Skagaf.) i. 7,16 Hallur Hermannss. (S.-P.) i. 6,12 Jóh G. Benediktss. (S.-P.) i. 6,00 Tón Sigurðsson (N.-Múl.) i 6,02 Sigurður M. Kristjánss. (Ef.) i. 6,40 Þorgeir Jónsson (S.-Ping.) ii. 5,98 Porsteinn Sigurðss. (5,-Múl.) i. 6,33 Stærðfræðideild. Eyjólfur Jónsson (V. ís.) II. 5,66- Geir Arnesen (Ak.) I. 6,60 Hjálmar Finnsson (V. ís.) I, 6.37 Ivan Wolfson (Ak.) I. 6,31 Jón Erl. Guðmundss. (N.-P.) II 5,17 Kristín Kristjánsdóttir (Ef.) I. 7,12 Rannveig Kristjánsd. (Ef.) I. 6,83 Sigurður Ólason (Ak.) I 7,07 Sigurður Tryggvas. (Khöfn) II. 4,72 Sigurjón Rist (Ef.) I. 6,09 Stefán Reykjalín (Ak.) II. 4,72 Svavar Pálsson (Ef.) I. 6 44 Porv. K, Porsteinss. (S.-Múl) II. 5,00

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.