Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 25.06.1938, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 25.06.1938, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN v Atvinna. Ungur maður, sem IiefSr verslunar- þekkingn og Iieíir unnið við versl- unarstörf, gelur fenglfl afvinnu nu þegar. — Umsækjcndur snúi sér, fyrir ÍO. fúlí næstkomandi, tll Björns Grímssonar, framkvæmdastjóra, Akureyri. Akureyrarbær. Dráttarvextir falla á fyrri helming útsvara í Akureyrarkaupstað fyrir árið 1938, ef eigi er greitt fyrir 1. júlí n. k. Vextirnir eru eitt prósent a mánuði og reiknast frá 1. maí s.l. + Akureyri 23. júní 1938. Bæjarg’fa/dkerinn. F. h. íþróttafélagsins „Þórs“ Kári Sigurjónsson formaður. F. h. Sundfélagsins „Grettis" Bjöm Halldórsson formaður. Karlakór Iðnaðarmanna Reykjavík. Karlakór Iðnaðarmanna í Rvik bélt samsöng hér i Nýja-Bió s. 1. þriðjudagskvöld. Var aðsókn eng- anveginn samboðin söng kórs- tns, sem var íagnað afburðavel. Varð kórinn að endurtaka mörg lögin og syngja aukalög. Á söng- skránni var eitt lag eftir söng- stjórann sjálfann, Pál Halldórs- son, »Hornbjarg«, var því fagn- að fádæmavel, enda er óhætt að fullyrða, að lagið er bæði frum- legt og snildarlega samið. Kór- tnn hafði á að skipa tveimur einsöngvurum (Halldór Guð- mundsson og Maríus Sölvason), var þeim báðum faguað vel, en þó alveg sérstaklega hinum síð- arnefnda, sem hefir undurfagra tenorrödd. S. 1. miðvikudag efndi kórinn aftur til samsöngs á sama stað og að loknum samsöngnum sungu þrír kórarnir, Karlakór Iðnaðarmanna, »Geysir« og Karlakór Akureyrar nokkur lög saman. Karlakórar bæjarins og Iðnaðarmannafélag Akureyrar héldu Karlakór Iðnaðarmanna samsæti á þriðjudagskvöldið i Samkomuhúsi bæjarins. Á flmtndaginn fór Karlakór Iðnaðarmanna austur í Vagla- 4$kóg og til Mývatnssveitar og Húsavíkur. Valdimar Steflensen, læknir á sextíu ára afmæli í dag. Hefir hann dval- ið hér i bænum í rúm 30 ár og hlotið almennati vinsældir en flestir aðrir. Karlakórinn Geywlr, lagði af atað í söngfðr, s. I. fimtudag, austur um tand. „Aknrllllafélagar“! Munið Súlna- förina. Mætið hjá Bamaskólanum kl. 7,30 í kvöld, stundvíslega. Bjarni Björnsson, skopleikari og gamansöngvari, er nú staddur í bænum. Hélt hann fyrstu skemtun sina að þessu sinni í Nýja-Bió s 1. fimtu- dagskvöld. Var húsið troðfult og viðtökur áheyrenda og áhorfenda hinar bestu; varð eftirhermu- meistarinn að endurtaka ýmsa skemtiþætti sína. Eftirhermur Bjarna og söngvar vekja altaf ó- blandna ánægju og hressandi hlátur, er hann því ætíð og als- staðar velkominn gestur, og þarf aldrei að kvíða fyrir því að ,troða upp‘ fyrir hálftómu húsi. Bjarni endurtekur skemtun sína á morgun kl. 3 í Nýja-Bíó. Ábyrgðarmaður Þóroddur Guðmundsson. Prentverk Odds Björnssonar. Rafveituábyrgðin ............... (Framh. af 1. síðú). Leg fyrir þeim hluta danska láns- ins, sem veita átti í innifrosnu fé, samþykti bæjarstjórnin að fá leyfi til að bjóða út nægilega mikið inn- anlandslán svo hægt verði að ganga frá samningum um virkjun- ina og erlenda lánið til hennar. Að öllum líkindum verður, næstu daga, leitað undirtekta bæjarbúa og annara, sem geta og vilja lána fé til þess að hrinda þessu hags- munamáli í framkvæmd nú strax. Má í þessu sambandi minna á það að ísfirðingar urðu að veru- legu leyti, að taka innanlandslán til að hrinda sinni rafveitubygg- ingu í framkvæmd. Væntanlega láta íbúar bæjarina nú ekki á sér standa, þar sem úr- slit málsins velta á því.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.