Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 02.07.1938, Síða 1

Verkamaðurinn - 02.07.1938, Síða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 2. júlí 1938. I 33. tbl. För ípróttamanna bæjarins til Vestmannaeyja. Á fundi sínum s. 1. laugardag ákvað bæjarstjórn Akureyrar að senda samdægurs út eftirfarandi ávarp til bæjarbúa: „Það er ljóst hverju mannsbarni í bænum, hversu brýn nauðsyn er nýrrar rafveitu fyrir bæjarbúa. Undanfarið hefir verið unnið að lántöku til rafveitunnar í Kaup- mannahöfn, samkvæmt samhljóða ályktun bæjarstjómar, og enn dvelur bæjarstjóri þar í þessum erindum. Nú er málinu það komið áleiðis, að miklar líkur eru til, að danskt lán fáist, að upphæð kr. 1.650.000.- 00, og er þegar fengin ríkisábyrgð fyrir því. Ennfremur má gera ráð fyrir ríkisábyrgð fyrir inn- lendu skuldabréfaláni til viðbót- ar. — Hefir bæjarstjórnin á fundi sínum í dag samþykt að bjóða nú þegar út skuldabréfalán, allt að kr. 300.000.00. Lánið verði til 23 ára, afborgunarlaust fyrstu 3 árin, en síðan árlegar afborganir, eftir útdrætti bréfanna, er bæjarfógeti framkvæmi. Útdráttur fari fram í janúar, og greiðsla afborgana 1. júlí sama ár. Bréfin ávaxtast með 6%, og greiðist vextir 31. des. ár hvert. Bréfin verða handhafa- bréf, gefin út í þremur flokkum, 100 kr., 500 kr. og 1000 kr. Dönsku lánveitendurnir eru tregir til fullnaðarsamninga, með- an sala skuldabréfanna er ekki trygg, og getur því svo farið, að málið strandi, ef bæjarstjóminni tekst ekki nú þegar að selja skuldabréfin. Það skal upplýst, að þegar eru fengin loforð um kaup á skuldabréfum, hér í bænum, fyr- ir allt að 150 þús. kr., en betur má, ef duga skal. Fyrir því leyfir bæjarstjómin sér að heita á bæjarbúa, að bregð- ast skjótt og vel við um stuðning við málið, með því að lofa kaup- um á skuldabréfum, eftir því sem hver og einn hefir efni og ástæð- ur til. „Margt smátt gerir eitt stórt“. Ef bæjarbúar hika nú og draga sig í hlé um framlög til skulda- bréfakaupa, verður það líklega málinu að falli, en með góðum vilja og sameinuðum kröftum á að vera fært að koma málinu í ör- ugga höfn. Akureyri, 25. júní 1938. Bæjarstjórn Akureyrar. (Undirskriftir)“. Þegar ávarpið var sent út var þegar búið að fá loforð fyrir kaupum á helming skuldabréf- anna. Síðan hefir verið unnið að því að selja skuldabréfin og má telja örugt að sala þeirra takist á stuttum tíma, enda er vissa fyrir því (sbr. skattskýrslur) að meira (Framh. á 2. síðu). Efnilegur hópur sundmanna lagði af stað héðan af Akureyri s.l. sunnudag til Vestmannaeyja. Var flokknum boðið af íþróttafé- lögunum „Þór“ og Týr í Eyjum til keppni í sundi og knattspyrnu. Frá sundfélaginu „Gretti“ voru: Björn Bjarman, Jóhannes Snorra- son, Jónas Einarsson, Snæbjörn Jónasson. Frá íþróttafélaginu „Þór“: Baldur Arngrímsson, Bald- ur Sveinsson, Baldvin Ásgeirsson, Bragi Brynjólfsson, Brynjólíur Kristinsson, Hjalti Svanlaugsson, Jóhann Guðmundsson, Jóhann Kristinsson, Jón Egilsson, Jón Kristinsson, Kári Sigurjónsson, Magnús Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson, Snorri Sigfússon, Ste- fán Stefánsson, Þór Sigþórsson, Þorvaldur Stefánsson. Fararstjóri flokksins er Tryggvi Þorsteinsson, íþróttakennari. S. 1. þriðjudag keppti flokkur- inn í knattspyrnu við „Þór“. Vann „Þór“ með 2 gegn 1. Á miðviku- dagskvöldið fór fram sundkepni. í 50 m. sundi, frjáls aðferð, átti Akureyri 2. og 3. mann, í 100 m. bringusundi 1. og 3. mann, í 40 m. baksundi 2. mann og í boð- sundi 4x40 m. vann A-sveit Akur- eyrar. Flokkurinn lagði af stað heim- leiðis í morgun. Kennaraþingið var sett í Reykjavík s. 1. þriðjudagskvöld.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.