Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 02.07.1938, Page 2

Verkamaðurinn - 02.07.1938, Page 2
2 VERKAMAÐURINN NÝJA-BÍÓ MHI Laugar- og sunnudagskv. kl. 9. e. h. Horfin sjönarmið (LOST HORIZON) Sunnudag kl. 5 k sem lævirkin syngur Alpýðusýnino. Niðurselt verð. Skjót sala skuldabréfanna . . . (Framhald af 1. síðu). en nægilegt fé er í bænum til þess að festa í þessum skuldabréfum. Hinsvegar verður því ekki neitað að stórum æskilegra hefði það verið fyrir verkalýð bæjarins að ríkisábyrgð hefði fengist fyrir nægilegu láni erlendis til rafveit- imnar, sökum þess að skulda- bréfasalan hér í bænum hefir þær afleiðingar að sennilega 300 þús. kr. verða dregnar út úr atvinnu- lífi bæjarins á öðrum sviðum, eða verða ekki í handraðanum, til nýrra atvinnuframkvæmda. En þar sem ekki er nú um aðra leið að ræða til þess að hrinda byggingu rafveitunnar í fram- kvæmd, hljóta bæjarbúar að gera kröfu til þess að þeir einstakling- ar, sem hafa nægileg fjárráð, leggi sinn skerf fram til þess að kaupa skuldabréfin, og það sem fyrst. Þegar sölu skuldabréfanna er lokið verður væntanlega tafar- laust gengið frá samningunum og bygging rafveitunnar síðan hafin. Efnið þarf að tryggja sem fyrst til landsins, því allur frekari dráttur á því getur haft það í för með sér, að byggingarefni og vélar komist ekki til landsins áður en heims- ófriður brýst út. Stríðið í Kína og ástandið í Japan. Þegar Japanir hófu innrás sína í Kina s.l. ár, munu margir hafa verið þeirrar skoðunar — þar á meðal herforingjaklikan í Japan — að vörn kinversku þjóðarinnar yrði brotin á bak aftur á örfáum mánuðum. Nú aftur á móti leggja menn alment fyrir sig spurninguna: Hversu lengi enn- þá hefir Japan styrk til að herja kinverska jörð ? Mesta styrjöld, sem Japan hefir nokkru sinni háð áður, var strið- ið gegn Rússlandi 1904-1905. I þeirri styrjöld, voru á 19 mán- uðum 1.100.000 Japanir kvaddir til vopna og af þeim voru 450.000 sendir til vigvallanna. í ársbyrjun 1938 höfðu Japanir boðið út rúmlega 1 miljón manna liði og sent til vígvallanna 500 000. 1 júníbyrjun hafði japanski her- inn alls tapað hálfri miljón manna, svo allar likur benda til að minsta kosti 1,5 til 2 milójnir Japana hafi.þegar verið kvaddir til vopna. En til jafnaðar tapar japanski herinn i Kina um 2.100 manns á dag. Hergögn nú á timum eru margfalt dýrari en t.d. fyrir 34 árum siðan. Efniseyðsla er stórum meiri. Orustusvæðið er enn fjær Japan nú en 1904-5, og flutningarnir kostnaðarsamari og torveldari. Eðli striðsins nú er einnig alt annað. í rússneska-japanska stríðinu börðust Japanir í tiltölu- lega strjálbýlu landi, gegn keis- arahernum. Hið vinnandi fólk og þjóðirnar í einveldi zarsins, litu á striðið i hinu fjarlæga Austri, sem málefni, er einungis snerti hirðina í Pétursborg og rikjandi stéttir. Nú er það 400 miljón manna þjóð, sem berst einhuga gegn japönsku innrásar- herjunum! Og þessi einbuga þjóð eykur her sinn stórkostlega með hverjum mánuði sem líður, kaupir vopn í stærri stíl og byggir stórar, nýtisku hergagna- verksmiðjur. Aðstæður Japana til að standa straum af þeim gifurlega kostn- aði, sem striðið hefir í för með sér, eru mjög bágbornar. Útlend lán geta Japanir naumast fengið. Þau ríki, sem helst væru þess umkomin að lána Japan fé, svo sem Bandarikin, Bretland, Frakk- land og Holland, biða gifurlegt tjón af ránsstyrjöld Japana í Kina, það er þvi harla ósenni- legt að þau séu áfjáð í að kosta ránssyrjöld Japana. Bandamenn Japan, Pýskaland og Ítalía, geta ekki lánað Japan fé, þvert á móti eru þessi ríki svo aðþrengd fjár- hagslega að þau þurfa að fá lán bjá öðrum rikjum. Vélaframleiðsla Japan árið 1936 var aðeins 1.5% af véla- framleiöslu Bandaríkjanna, 6% af vélaframleiðslu Þýskalands og 8% af véiaframleiðslu Bretlands. Til þess að uppfylla hinar geysi- legu þarfir stríðsins, hvað snertir framleiðslu hergagna, þurfa Jap- anir að byggja alveg nýjar her- gagnaverksmiðjur, en til þess að starfrækja verksmiðjurnar þarf járn, stál og aðra málma og vél- ar, sem Japanir geta ekki fram- leitt í landinu. Árið 1930 vann ekki minna en 46,1% af iðnaðar- fólkinu í fyrirtækjum, sem höfðu innan við 5 verkamenn. En þau fyrirtæki, sem hafa yfir 5 manns í þjónustu sínni (hinn svonefndi »verksmiðjuiðnaður« Japans) eru einnig fjarri þvi að vera nýtisku fyrirtæki. Af þeim 80.000 verk- smiðjum, sem voru skráseltar 1934 voru engar aflvélar (mótor- ar) í 12 000 verksmiðjum er ein- göngu voru reknar með handafli. Ekki minna en 85% af öllum verksmiðjunum höfðu aðeins 5 til 29 manns í þjónustu sinni — og eru þær því samkvæmt mælikvarða Evrópu, — vinnu-

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.