Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 02.07.1938, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 02.07.1938, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Orðsending frá Happdrættinn Hver vinnur 15000 krón- ur í 5. f 1.? Ekki sá, sem gleymir að endurnýja. — Endurnýjunarfresturinn er útrunninn 5. júlí. — ÞORST. p. THORLACIUS UMBOÐSMAÐUR. stofur en ekki verksmiðjuri f stórfyrirtækjunum (sem eru 10% af öllum fyrirtækjunum) eru notaðar nýtisku vélar og aðferðir til að gjörnýta vinnuorkuna. í iitlu gamaldagsverksmiðjunum er aftur á móti hafður afarlangur vinnutími og frumstæðar vinnu- aðferðir. En þar sem einmitt þessi smáfyrirtæki eru megin- blutinn af iðnfyrirtækjum jap- ana eru vinnuafköstin í japanska iðnaðinum léleg og ógjörlegl að auka þau skyndilega. Það er ókleift í frumstæðu verksmiðj- unum, sökum þess að þá þyrfti að gjörbreyta »innréttingu« þeirra og starfsaðferðum, í nýtískuverk- smiðjunum er sama uppi á teningnum, vegna þess að þar er verkafólkið mergsogið nú þegar eins og trekast er unt. Meðallaun japanskra iðnverka- manna hafa undanfarin ár stöð- ugt tarið lækkandi eins og eftir- farandi tafla sýnir: 1930 1931 1932 1933 1934 2,00 yen 187 yen 1,91 yen 1,88 yen 1,89 yen Verð á lítsnauðsynjum (Tokio) hefir jafnframt hækkað eins og hér segir: (1929=100) 1931 1935 1936 1937 (nóv.) 74,7 83,6 87,8 99,2 Samkvæmt skýrslum japanska bankans hafa laun karlmanna lækkað um 17,7 prósent síðan fyr- ir heimsstyrjöldina og laun kvenna um 22,8 prósent. Verð á lífsnauðsynjum í smásölu hefir á sama tíma hækkað um 22,8 pró- sent og föt um 37 prósent. (Þessar tölur, setn eru teknar úr »Japan-Manchukuo Yearbook« 1934—36 bls. 232 og »Tokio Chamber of Comm- erce Report« 1937, bls. 32, nægja til að sýna hvernig kjör verkalýðsins í Japan hafa farið hríðversnandi síðastliðin ár). í hagskýrslum Japan er talið að 6 miljónir manna vinni við iðnað. Af þeim vinnur 214 miljón í verk- smiðjum sem hafa yfir 10 manns, og þar af 1 miljón, þ. e. a. s. 47%, konur. Auk þess er opinberlega viðurkent að 1 miljón barna inn- an 14 ára vinni í verksmiðjunum. (Framh.). Jatðaför klofningsmannanna. Fyrir nokkrum dögum komu hingað til bæjarins Stefán Jóhann sem þektur er um land alt fyrir samningsrof, og Jónas nokkur Guðmundsson.Létu þessir »Skjald- borgarmenn« hóa saman sam- eiginlegum fundi f Verklýðsfélagi Akureyrar og »Akri«. Komu milli 20 og 30 manns að hlýða á blekkingar þeirra. Má segja að þessi jarðarför hafi verið hin sómasamlegasta og í fullu sam- ræmi við grafargöngu Skjald- borgarinnar i Rvík 1. maí. Gullbrúðkaup áttu þau hjónin Ragn- heiður Jakobsdóttir og Árni Hólm; kenn- ari, frá Saurbæ, s. 1. fimtudag. Var þeim haldið fjölment samsæti í Saurbæ. Skemtu menn sér þar við ræðuhöld, söng og dans, en kaffi var veitt eins og hver vildi hafa. Gullbrúðhjónunum bár- ust fjöldi heillaskeyta, góðar gjafir og kvæði. Greiðið Verkam. Slys. S.I. máuudagsmorgun vildi þa& hörmulega slys til i sildarverk- smiðjunni á Hjalteyri að maður að ‘nafni Sigurður Jónsson, bú- settur á Hjalteyri, féll ofan úr stiga og beið bana af tæpum sólarhring siðar. Við Iæknis- skoðun kom i ljós að höfuðkúp- an hafði brotnað. Aríinii lá þrÍKvar á tveim mÍKiúÍum. Fyrra náiðvikudag keptu þeir svertinginn Joe Louis og þjóð- verjinn Max Schmeling í hnefa- leik. Sigraði svertinginn og lagði aríann þrisvar á tveim minútum og fjórum sekúndum. Marín Flóvenfsdóltlr, í Barði, verður níræð á morgun. Fluttist þessi sæmdarkona hingað til Akureyrar um tvítugsaldur og hefir dvalið hér eða í ná- grenninu um 70 ára skeið. Mann sinn, Júh'us Kristjánsson, misti hún fyrlr 14 ár- um. Áttu þau alls 9 börn og eru 8 þeirra énn á lifi. María' liggur nú rúmföst.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.