Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 16.07.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 16.07.1938, Blaðsíða 2
2 VEEKAMAÐURINN NÝJABtÓ Langardagskvöld kl. 9: Aðalhlutverkin leika: Gustav Frölich og Emmy Sonnemann Gtíring. Sunnudagskvöld kl. 9: Vordraumur »MayTime« »Detvarimaj« Sunnud. kl. 5. Alþýðusýning. Vesalings litla ríka stúlkan veita sjálfu tónverkinu er hann flytur meiri athygli en þeim sem flytur það. Hygg ég, að fáir, sem hlýddu á Harald i þetta sinn, gleymi nokkurn tíma þeim listaverkum er hann flutti. En þó hygg ég, að ógleymanlegust verði sónatan í cis-moll (Tungls- skinssónatan) ettir Beethoven og Fantasía í f-moll ettir Chopin. Áheyrendur létu óspart aðdáun sína í ijósi, og var listamaðurinn marg-klappaður fram og varð að lokum að leika tvö aukalög. Aðsókn var sæmileg, en hefði þó mátt vera betri. Ef almenn- ingur skildi, hvílikur afburða- listamaður Haraldur Sigurðsson er, þá mundi jafnan hvert sæti skipað á áheyrendabekkjum, og færri komast að en frá yrðu að hverfa. Því miður er tónlistar- menning eigi svo almenn, að slíkir ágæíismenn séu metnir eins og vera ber. Ef þjóðin skildi það, þá mundi aðalstarf- svið Haralds Sigurðssonar og annara íslenzkra listamanna, sem nú starfa erlendis, vera hér heima, þar sem þeir gætu þá lyft hinni íslenzku þjóð á hærra menningarstig. En það verður ekki fyrr en allri alþýðu veitist tækifæri til aukinnar menningar. Akureyri Q. júlí I938. Áskell Snorrason. Eining verkalýðsins nálgast. (Framh. af 1. síðu). um réttindum viðkomandi tag- legu málunum. Eftir þá reynslu, sem fengin er af núverandi skipulagi (eða skipulagsleysi) Alþýðufl., munu flestir verða sammála um, að þessi skipulagsbreyting sé ekki aðeins æskileg, heldur alveg óhjákvæmileg. Enda hafa rót- tækustu menn verklýðshreyfing- arinnar barist fyrir henni í meir en áratug. Tillögur nefndarinnar um Statll- skrá eru aðeins drög, enda ekki tímabært enn að ganga frá henni. — En sá grundvöllur, sem nefnd- in gerir ráð fyrir að starfsskráin byggist á, er baráttan fyrir sam- fylkingu hins sameinaða verka- lýðs með öllum öðrum lýðræðis- sinnuðum kröftum þjóðfélagsins, til baráttu gegn hinum vaxandi fasisma, en fyrir sjálístæði lands- ins og endurreisn atvinnulífsins — þ. e. barátta lyrir »pjóðfylkingu«. Kommúnistaflokkurinn hefir fyrir löngu sfðan bent á það, að eina leiðin út úr þvi öngþveiti, sem nú ríkir, og þeim erfiðleik- um, sem þjóðarbúskapurinn er í — sé myndun slíkrar »þjóðfylk- ingarc, sem byggð sé á öllum lýðræðissinnuðum samtökum al- þýðunnar. Þessi hugmynd vinnur stöðugt meira og meira fylgi, og það er enginn efi á því, að hún hlýtur að verða höfuð-starfs- grundvöllur hins sameinaða verklýðsflokks. Stjórn kommúnistaflokksins hefir þegar tekið afstöðu til þess- ara tillagna, og lýst því yfir, að hún muni mæla með því við deildir flokksins og flokksþingið, að pær verði laaðar til grundvallar við sameiningu verkiýðsliokkanna pegaribaust. Stjórn Alþýðuflokksins hefir hinsvegar enn engu SVarað. En Al- þýðublaðið hefir hamast á móti tillögunum, og telur nú sameining- una jafn mikla fjarstæðu og það taldi hana æskilega og sjálfsagða í fyrrahaust Og »Alþm.« okkar hérna gerir ekki annað en reyna að henda gaman að þeim — enda varla von, að hann viti hvað málið snýst um, fyrst hann þekkir ekki núverandi stefnuskrá flokks sins. En meginhluti verkalýðsins>m land alt práir elninpu. Og nú er það verkefni verklýðsfélaganna að gera hvert um sig þær ráð- stafanir, sem nauðsynlegar eru til að tryggja það, að Alþýðu- sambandsþingið í haust verði, í þessu efni, rétt spegilmynd af vilja fjöldans. Þá verður einnig isleozka verkalýðsins ekki lengur fagurt hjal, fram og aftur, heidur veruleiki, sem gefur verklýðshreif- ingunni nýjan kraft, nýja mögu- leika til virkilegra umbóta á högum alþýðunnar — umbóta á iifi íslensku þjóðarinnar. Landsfundur kvenna. 5. landsfundur kvenna var haldinn í Reykjavik dagana 18.— 28 júní. Var hann sóttur at konum viðsvegar af landinu. Helstu dagskrármál fundarins voru: 1. Samvinnumál kvenna. 2. Mæðralaun. 3. Atvinnumál og atvinnunám kvenna. 4. Réttarbætur kvenna. 5. Hvíldarvika húsmæðra og heilbrigðismál. Fyrirlestrar voru fluttir i sam- bandi við fundinn. Þórður Eyj- ólfsson hæstaréltardómari, flutti erindi um réttarafstöðu islenzku konunnar í þjóðfélaginu, Baldur Johnsen læknir um fæðuefna- fræði, Luðvig Guðmundsson skólastjóri um uppeldismál. Margar og merkilegar ályktan- ir voru samþyktar á fundinum og verða þær helstujbirtar smám saman hér i blaðinu. Mun þessi fundur hafa mjög mikla þýðingu í þá átt að sk:puleggja samstarf kvenna i framtíðinni til að vernda fengin réttindi og hrynda í framkvæmd réttmætum kröfum um jafnrétti karla og kvenna ekki siður á atvinnu og tram- leiðslusviði þjóðfélagsins, en því pólitiska.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.